Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 34
 Mikið er rætt um það þessa dagana hver eigi að fá brons- skóinn í Landsbankadeild karla. Samkvæmt tölfræði KSÍ voru þrír leikmenn með 8 mörk – Magnús Páll Gunnarsson, Tryggvi Guð- mundsson og Sinisa Kekic. Eins og staðan er í dag mun Magnús Páll fá bronsskóinn þar sem hann lék minnst af þremenningunum. Áhöld eru þó um hvort hann hafi skorað mark gegn FH í 16. umferð sem meðal annars Fréttablaðið hefur ákveðið að skrá sem sjálfs- mark á Auðun Helgason eftir ítar- lega skoðun á markinu. Dómari leiksins, Magnús Þórisson, skráði markið á Magnús Pál eftir að hafa spurt hann út í markið eftir leikinn en skoðaði ekki sjálfur atvikið á myndbandi áður en hann skráði markið og skilaði inn skýrslunni. Tryggvi Guðmundsson FH- ingur hefur gert tilkall til brons- skósins en fari svo að markið verði ekki skráð á Magnús fær Sinisa Kekic bronsskóinn en ekki Tryggvi samkvæmt þeim upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá KSÍ og Adidas um málið í gær. Kekic lék nefnilega 43 mínútum færra en Tryggvi í sumar og er því með næstfæstar spilaðar mínútur af þeim leikmönnum sem skráðir eru með átta mörk. Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, tjáði Fréttablaðinu í gær að sambandinu væri kunnugt um þessar deilur og að það myndi skoða mark Magnúsar Páls betur á myndbandi. Magnús hefur sent Fréttablaðinu yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann ítrekar að hann eigi markið: „Ég átti síðustu snertingu við boltann í þessu marki – þótt hún hafi vissulega ekki ráðið úrslitum um hvort mark væri skor- að eða ekki. Ég upplýsti dómara leiksins um þessa staðreynd og markið er skráð á mig á leik- skýrslu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Magnúsar en hann segir boltann hafa snert takkana á skó hans en játar þó að snertingin hafi ekki verið meiri en svo að bolt- inn breytti ekki um stefnu. Magnúsi Páli sárnar að Fréttablaðið, sem og Tryggvi Guðmunds- son, skuli halda því fram að markið sé ekki hans. „Það er leitt til þess að vita að annar leikmaður sem gerir tilkall til bronsverðlaunanna skuli láta hafa það eftir sér á opinberum vettvangi að þetta sé ekki rétt og að „rétt skuli vera rétt“. Með því fullyrðir hann að ég hafi sagt dóm- aranum, félögum mínum og fjöl- miðlum ósatt […] Bronsskórinn verður mér hins vegar aldrei verð- mætari en orðspor mitt og vonast ég því til þess að þurfa hvorki að sæta því hjá stærsta dagblaði landsins, né heldur einum besta knattspyrnumanni okkar, að vera ásakaður um lygar,“ segir Magnús enn fremur í yfirlýsingunni. Tryggvi neitar því að hafa kall- að Magnús Pál lygara. „Ég kallaði Magnús aldrei lygara. Það eina sem ég hef sagt er að rétt skuli vera rétt og ég sé þetta sem sjálfs- mark. Ég spurði Auðun út í markið og hann segir 99% líkur á að þetta sé sjálfsmark hjá honum,“ sagði Tryggvi. Áhöld eru um hver eigi að fá bronsskóinn í Landsbankadeild karla. Þrír leikmenn skoruðu átta mörk og sem stendur á Magnús Páll Gunnarsson Bliki að fá skóinn. Deilt er um hvort skrá eigi annað mark hans gegn FH í 16. umferð deildarinnar á hann eða sem sjálfs- mark FH-ingsins Auðuns Helgasonar. Sinisa Kekic mun fá bronsskóinn fari svo að Magnús fái markið ekki skráð á sig. Stjórnun heilbrig›isfljónustu N‡tt meistaranám Kynningarfundur á Hilton Reykjavik Nordica, fimmtudaginn 11.október frá kl 12.15 - 13.00 Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst b‡›ur gesti velkomna. Gu›laugur fiór fiór›arson, heilbrig›isrá›herra flytur ávarp. Ásta Dís Óladóttir, dósent vi› Háskólann á Bifröst kynnir námi›. Sinisa Valdimar Kekic mun spila áfram með Víkingum í 1. deild karla næsta sumar en þessi 38 ára gamli framherji hefur endurnýjað leikmanna- samning sinn við Víking til eins árs. Kekic skoraði 8 mörk í 17 leikjum í Landsbankadeild karla í sumar. Í tilkynningu frá Víkingum kemur fram að Kekic sé mennt- aður þjálfari og að stjórn knatt- spyrnudeildar vænti mikils af honum í þjálfarstarfinu bæði með tilliti til menntunar hans á því sviði og ekki síst langrar og farsællar reynslu hans sem leik- manns. Kekic mun jafnframt því að leika með Víkingum verða annar af tveimur þjálfurum 2. flokks karla hjá félaginu. Sömdu við Kekic Er frjálsari hjá nýja þjálfaranum Brann er komið með níu stiga forskot á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Brann vann 3-1 sigur á Lyn á heimavelli í gær þökk sé tveimur mörkum frá Azar Karadas í upp- bótartíma. Kristján Örn Sigurðs- son og Ólafur Örn Bjarnason spil- uðu saman í miðri vörninni allan leikinn en Ármann Smári Björns- son sat allan tímann á bekknum. Thorstein Helstad kom Brann yfir á 15. mínútu en Lyn jafnaði á 86. mínútu. Indriði Sigurðsson lék í miðri vörninni hjá Lyn. Fyrsti leikur Brann eftir landsleikjahléð er á útivelli gegn Aalesund 20. okóber næstkomandi. Vantar bara eitt stig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.