Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 19
Skipuleg hópleit að brjósta-
krabbameini með röntgenmynda-
töku hófst á Íslandi 2. nóv. l987 í
Reykjavík og á landinu öllu 21.
mars 1988. Allar konur á
aldrinum 40-69 ára fá bréflega
boð um að koma í brjóstamyndun
á tveggja ára fresti. Rannsóknin
fer fram á röntgendeild Leitar-
stöðvar Krabbameinsfélags
Íslands (KÍ) í Skógarhlíð, og
einnig er farið með brjósta-
röntgentæki hringferð um
landið og myndað á 40 stöðum.
Filmur úr þeim ferðum eru
framkallaðar á röntgendeild KÍ
og skoðaðar af sérfræðingum í
brjóstamyndgreiningu. Röntgen-
deild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri sér um leitina þar og í
innsveitum Eyjafjarðar. Hér á
Íslandi hefur hópleit að brjósta-
krabbameini verið tengd leit að
leghálskrabbameini.
Ef eitthvað sést á brjósta-
myndunum, sem talið er þurfa
nánari athugunar við, er haft
samband við konuna og hún
beðin að koma í viðbótarrannsókn
á röntgendeildina í Reykjavík
(konur myndaðar á Akureyri
fara þangað í frekari rannsókn).
Í viðbótarrannsókninni eru
teknar fleiri myndir, eftir því
sem við á. Oftast er líka gerð
ómskoðun. Stungusýni er tekið
úr brjóstinu, ef þörf er á. Af
hverjum eitt hundrað konum eru
endurkallaðar þrjár til fjórar, en
ein af hverjum tíu konum, sem
eru endurkallaðar, reynist vera
með brjóstakrabbamein.
Viss skilyrði þurfa að vera
fyrir hendi til að hægt sé að beita
hópleit við greiningu á sjúkdómi.
1. Sjúkdómurinn þarf að vera
algengur, alvarlegur og geta leitt
til dauða. Ein af hverjum tíu
konum á Íslandi má búast við að
fá brjóstakrabbamein einhvern
tíma á lífsleiðinni. 2. Það þarf að
skipta máli, að sjúkdómurinn sé
greindur snemma. Bæði eru
batahorfur mun betri og einnig
meiri líkur á að ekki þurfi að
fjarlægja brjóstið, heldur nægi
að gera minni aðgerð. 3.
Greiningaraðferð þarf að vera
fyrir hendi. Enn sem komið er,
er brjóstamyndun (á ensku
mammography) eina rannsóknin,
sem hefur reynst hæf til
hópleitar. 4. Meðferð þarf að
vera fyrir hendi. 5. Lækkuð
dánartíðni vegna greiningar og
meðhöndlunar snemma í
sjúkdómsferlinu þarf að vera
marktæk. Stórar rannsóknir í
Svíþjóð og víðar hafa sýnt 20-
40% lækkun á dánartíðni.
Dánartíðni á Íslandi hefur verið
nokkuð stöðug þrátt fyrir aukna
tíðni sjúkdómsins og farið heldur
minnkandi síðustu ár þrátt fyrir
stöðugt aukið nýgengi sjúk-
dómsins. 6. Kostirnir við hópleit
þurfa að yfirvega ókostina. Það
vekur alltaf angist að þurfa að
koma í viðbótarrannsókn. Einnig
er alltaf viss hluti krabbameina,
sem ekki sést á brjóstamynd.
Miðað við eitt ár frá þátttöku í
hópleit liggur það hlutfall milli
10-30% og er hæst hjá yngri
konum (40-49 ára), sem hafa
þéttari brjóstvef. Með stafrænni
tækni, sem nú stendur fyrir
dyrum að taka upp, má búast við
auknu næmi rannsóknarinnar
hjá konum með þéttan
brjóstvef.
Til þess að ná góðum árangri
þarf þátttaka í hópleitinni að
vera góð. Á því hefur verið mikill
misbrestur hér á Íslandi. Helst
þarf mæting að vera um 75% til
að ná viðunandi árangri. Hér
liggur mæting á landsvísu um
kringum 60-65%. Verst mæta
konur af höfuðborgarsvæðinu
en víðast hvar utan þess og
Akureyrar er þátttaka mun betri
og jafnvel ágæt.
Októbermánuður hefur verið
helgaður baráttu gegn brjósta-
krabbameini og ég vil nota
tækifærið og hvetja konur á
Íslandi eindregið til að mæta
reglulega í hópleit að þessum
skæða sjúkdómi.
Ítarlegri fræðsla um hópleitina
finnst á vef KÍ, http://www.
krabb.is
Anna Björg Halldórsdóttir
Sérfræðingur í myndgreiningu
Leitarstöð Krabbameinsfélags
Íslands
Í Laugum hefur nú verið opnuð læknastofa þar
sem einstaklingar geta fengið aðstoð við lífs-
stílsbreytingar auk alhliða læknisþjónustu.
Læknastofan Laugar Lækning var opnuð í húsi World
Class í Laugum, Laugardal, í ágúst síðastliðnum.
Læknar eru þeir Jónas Hvannberg og Benedikt Árni
Jónsson.
Í Laugum Lækningu er veitt alhliða læknisþjón-
usta, auk þess sem áhersla er lögð á að aðstoða ein-
staklinga við lífsstílsbreytingar, mat á áhættu hjarta-
og æðasjúkdóma og forvarnir gegn þeim.
Boðið er upp á sérstakar heilsufarsmælingar þar
sem farið er yfir fyrra heilsufar einstaklings og
núverandi ástand, hvað má bæta og hvernig best er
að ná árangri við lífsstílsbreytingar. Veitt er aðstoð
við reykleysismeðferð, gerðar blóð- og þvagrann-
sóknir, auk annarra rannsókna. Niðurstöður eru not-
aðar til að gefa einstaklingi hugmynd um áhættu
hans á hjarta- og æðasjúkdómum, hvað er gott og
hvað þarf að bæta.
Komi upp bráð alvarleg tilvik í tækjasal Lauga á
opnunartíma læknastofunnar veita læknar stöðvar-
innar sjúklingum sérhæfða bráðameðferð.
Læknastofan er opin frá klukkan 17 til 20 alla virka
daga.
Heilsufarsmælingar í Laugum
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Kennari:
Meistari Zhang
einkatímar og hópatímar
Tau lo
Tai jí
Skráning
er hafin
Fæst í heilsubúðum,
apótekum,
og heilsuhornum
verslana
Einnig sjampó, hárnæring o.fl.
DREIFING: BLÓM Í EGGI: SÍMI: 552 6500
• 100% náttúrulegir jurtalitir
• Engin skaðleg aukaefni
• Ekkert ammóníak
• Laust við festiefni (Resorcinol)
• Þægilegt og fljótlegt í notkun
• 30 litir (Hægt að blanda fleiri)