Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 6
HÁSKÓLI FJÖLSKYLDUNNAR Hjá MANNAUÐI er einn laugardagur í mánuði tileinkaður foreldrum og börnum þar sem fjölskyldan fær fræðslu í bland við skemmtun. Við byrjum laugardaginn 13. október. Nánari upplýsingar og skráning á mannaudur.hr.is MANNAUÐUR er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins. G O T T F O L K Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. Frosin læsing? Náðu þér í lása„sprey“ með afmæliskorti Olís Sá hluti Byrgismáls- ins svokallaða sem snýr að meintri kynferðislegri misbeit- ingu Guðmundar Jónssonar á fyrrverandi skjólstæðingum sínum hefur verið sendur í annað sinn frá embætti lögreglustjór- ans á Selfossi til ríkissaksóknara. Átta konur höfðu lagt inn kæru á hendur Guðmundi í Byrginu fyrir meinta misbeitingu. Sýslu- maðurinn á Selfossi hóf rannsókn málsins í desember á síðasta ári og lauk henni í byrjun aprílmán- aðar. Í kjölfarið var málið svo sent til ríkissaksóknara, sem bað um frekari gögn. Skýrslutökur hafa farið fram hjá lögreglu- stjóraembættinu á Selfossi að undanförnu. Málið var svo sent til embættis ríkissaksóknara í gær, sem tekur ákvörðun um hvort ákært verður eða málið látið niður falla. „Rannsókn málsins var umfangsmikil og hefur tekið langan tíma,“ segir Gunnar Örn Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra. „Þetta er áreiðanlega einhver umfangsmesta rannsókn sem hefur verið sinnt hér.“ Hinn efnahagslegi þáttur er varðar fjármál Byrgisins og for- svarsmanna þess er enn til rann- sóknar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Byrgismál til ríkissaksóknara Á Bjarni Ármannsson að láta kaup sín í REI ganga til baka? Ætlar þú að fylgjast með tendrun friðarsúlunnar í Viðey á þriðjudagskvöld? Forseti EFTA-dómstólsins telur samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) yfir- þjóðlegan samning, sem þýðir að hann standist ekki íslensku stjórnarskrána. Þetta stangast á við íslenskt lögfræðiálit frá árinu 1991 þar sem lögspek- ingar komust að því að samningurinn væri ekki yfirþjóðlegur, en hann gæti í framtíðinni orðið það. Birt er grein eftir Carl Baudenbacher, forseta EFTA-dómstólsins, í nýjasta hefti Tímarits lögfræð- inga. Þar segir hann að ekki sé nauðsynlegt að svara þeirri spurningu hvort EES-samningurinn hafi verið yfirþjóðlegur í upphafi, aðalatriðið sé að hann sé í raun yfirþjóðlegur samningur í dag. Vangaveltur um það hvort EES-samningurinn sé yfirþjóðlegur vekja upp spurningar um það hvort samningurinn standist íslensku stjórnarskrána. Til að samningurinn standist stjórnarskrá má hann ekki fela í sér afsal á löggjafarvaldi, dómsvaldi eða framkvæmdavaldi, segir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lögfræðideild Háskóla Íslands. Yfirþjóðlegur samningur taki fram fyrir hendur stjórnvalda, sem þurfi að afsala sér valdi til að hann taki gildi. Til að slíkt væri heimilt þyrfti að breyta stjórnarskránni. Í áliti sem fjórir lögfræðingar unnu árið 1991 var fjallað um það hvort EES-samningurinn stæðist íslensku stjórnarskrána. Var það mat lögfræð- inganna að svo væri, samningurinn væri þjóðrétt- arsamningur og ekki yfirþjóðlegur. Þó var bent á að hann gæti í framtíðinni orðið það. Stefán Már var einn þeirra lögmanna sem stóðu að álitinu. Hann segir niðurstöðu Baudenbachers umdeilanlega. „Ég get ekki séð að það þó einhver dómari tali svona [skipti máli], hann hefur enga heimild til að tala fyrir hönd dómsins,“ segir Stefán. „Svo má deila um það hvort hann eigi að láta hafa svona eftir sér.“ Stefán segir það enn sína skoðun að EES-samning- urinn sé ekki yfirþjóðlegur, og stangist þar með ekki á við stjórnarskrána. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar um yfirlýsingu Baudenbachers í pistli á vef sínum. Hann segir að í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu Baudenbachers um yfirþjóðlegt gildi EES-samnings- ins sé óhjákvæmilegt að „halda umræðum um inntak stjórnarskrárákvæðanna vakandi og taka af skarið á fortakslausan hátt um heimildina til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, sem verður sífellt meira og víðtækara“. Telur EES-samning brjóta stjórnarskrá Forseti EFTA-dómstólsins segir EES-samninginn yfirþjóðlegan samning. Sé það rétt stangast lögleiðing hans á við stjórnarskrá. Lagaprófessor stendur við fyrra álit og segir samninginn ekki yfirþjóðlegan. Taka þarf af skarið segir ráðherra. Dagbjört Rós Halldórs- dóttir, ung móðir sem ekki hefur fengið að sjá dóttur sína, sem nú er tuttugu mánaða, í um það bil fjóra mánuði, hefur stefnt barns- föður sínum. Dagbjört fluttist með eigin- manni sínum til heimalands hans, Bandaríkjanna, fyrir rúmu ári. Henni var vísað úr landi ásamt syni sínum í maí á þessu ári þar sem dvalarleyfi þeirra hafði ekki verið endurnýjað því maður henn- ar neitaði að skrifa undir það. „Hann lofaði svo að koma með hana í sumar þar sem móðir mín er krabbameinssjúk og vildi fá að sjá hana. Hann stóð ekki við það,“ segir Dagbjört. Dagbjört segist hafa orðið sér úti um góðan lögfræðing og búið sé að ganga frá mikilli pappírsvinnu. Barnsfaðir hennar hefur ekki litlu stúlkuna á heimili sínu heldur býr barnið hjá foreldrum hans. Segist Dagbjört vona að litið verði til þess þegar þau verða kölluð fyrir rétt. „Ég get samt ekki sótt um leyfi til að koma til Bandaríkjanna fyrr en ég veit hvenær ég á að koma fyrir rétt,“ segir Dagbjört. Það sem hún segir helst geta orðið sér erfitt í málinu er að hún vill fara með barnið til Íslands aftur. „Svo heppilega vill þó til að málið verður sótt í Norður-Dakóta en þar eru margir íbúar ættaðir frá Norð- urlöndum og hafa því vitneskju um að lífskjör hér á landi eru ekki síðri en í Bandaríkjunum. Ég ætla bara að leyfa mér að vona að hún verði komin til mín um jól.“ Karlmaður sem ók óskráðu vélhjóli við að smala fé á Mývatnsöræfum hefur verið dæmdur til að greiða áttatíu þúsund krónur fyrir brot gegn umferðarlögum. Maðurinn, sem var fjallkóngur, ók eftir þjóðvegi á torfæruhjólinu á móti lögreglubifreið. Þegar lögreglan hugðist hafa afskipti af honum og mæla hraða hjólsins blússaði hann út af veginum. Eftir það ók hann utan merktra vega og slóða. Fjallkóngurinn var einnig ákærður fyrir að hafa brotið gegn lögum um náttúruvernd en sýknaður af þeim ákærulið. Fjallkóngur á torfæruhjóli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.