Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 30
Guðrún Ásmundsdóttir hefur fyrir löngu sýnt það og sannað að hún er samofin íslenskri menn- ingarsögu og einn af máttarstólp- um Leikfélags Reykjavíkur. Áhorfendur fá nú tækifæri til þess að mæta í mjög svo persónu- legt afmæli. Kaffi er borið fram með randalín og rúgbrauði með hangikjöti. Húsinu er lýst og saga þess sögð. Guðrún byrjar á því að óska alla velkomna og gera síðan það „entré“ sem hana alltaf hefur langað til; tjaldið fellur og hefst á ný og niður úr skýjum í blómum skreyttri rólu svífur afmælis- barnið með sinn dillandi hlátur. Hún segist ekki hafa birst áður svona á sviðinu en þeir sem sáu hana unga með gyllta lokka í Ævintýri á gönguför telja sig þó muna að einmitt þar hafi hún verið í svona blómum skreyttri rólu. Hér var hluti íslensku leiklist- arsögunnar sögð út frá sjónar- horni stúlku sem elskaði hús. Hún elskaði hús sem ekki aðeins fóstr- aði hana heldur alla þá sem unnu leiklistinni frá því að höllin við Tjörnina reis. Guðrún Ásmunds- dóttir stendur ein á sviðinu og sér til fulltingis hefur hún ungan ljúf- an píanista, Ólaf Björn Ólafsson, sem síðan kemur í ljós að er barnabarn Lárusar Pálssonar sem leikur vitaskuld stórt hlutverk í endurminningaryfirferð leikkon- unnar. Saga hússins með húsmæðra- skólanemum, draugum og öðrum íbúum er skemmtilega fléttað inn í daglegt amstur leikaranna á hinu kalda sviði. Guðrún segir okkur sögu sína, frá því að hún sem pínu- lítil, uppfinningarík stelpa á Laugaveginum bjó til sitt eigið leikhús og fram á þennan dag. Hún vefur inn samferðarmönnum en það eru aðeins þeir sem komn- ir eru yfir móðuna miklu sem fá nokkuð pláss í farteski hennar. Einmitt það val var líklega gert af hagsýnisástæðum því það væri jú ógjörningur að fara að smíða sögukassa kringum allar þær per- sónur og öll þau verk sem komið hafa við sögu á fimmtíu ára fjöl- breyttum leikferli. Fyrir bragðið vorum við nálægt gamla tímanum og mjög nálægt þeim tíma þegar Reykjavík var lítill og svolítið danskur bær. Það var notalegt og nauðsynlegt að heyra dönskuslett- urnar og sjá fyrir sér það fólk sem skemmti sér í þeim miðbæ sem nú er orðinn einhvers konar vígvelli stjórnlausrar föstudagsdrykkju. Saga leikfélagsins og revíuhóp- anna endurspeglar jú einng þann tíma þegar bannað var að drekka brennivín hérlendis en þó líklega gert talsvert mikið af því undir ýmsum rósum. Guðrún sagði okkur beinlínis frá því hvernig hryllilegur drykkur var búinn til, að mig minnir uppi á Skólavörðu- stíg, þar sem ótrúlegasta drullu- malli, meðal annars skóáburði, var blandað saman og drukkið í hvítri mjólk. Hættið að þrasa og byrjið að byggja, var slagorð hóps innan Leikfélags Reykjavíkur eftir að félagarnir voru farnir að safna peningum fyrir nýju leikhúsi. Það var ekki hópur Guðrúnar sem hafði þessi orð í frammi, hún var nefnilega þeirrar skoðunar að byggja ætti nýja leikhúsið þar sem Ráðhúsið stendur núna. Það hefði kannski verið frábært, og gaman að koma út úr Iðnó, píra augun og sjá fyrir sér leikhúsið hennar Guðrúnar með iðandi, lif- andi mannlífi í stað þessa umdeilda húss sem nú stendur í myrkri á kvöldin. Guðrún er virðuleg þar sem hún situr við borð endurminninganna en stekkur svo fyrirhafnarlítið inn í ýmis gervi frá liðnum tíma, bæði sín eigin og mótleikaranna. Þessi aðferð er margþekkt og gengur ágætlega upp. Söngurinn er stór hluti af sögu þessa leikfé- lags, Guðrún lét sig ekki muna um að syngja hvern sönginn á fætur öðrum og oft tóku áhorf- endur undir með henni. En hvað ætli hafi nú haft mest áhrif á þessa mikilfenglegu leikkonu? Var það Lárus Pálsson, Bríet Héð- insdóttir, Helga Valtýsdóttir, mýsnar á gólfinu í London eða rotturnar sem ruddust inn þegar vatnið fyllti Iðnókjallarann þar sem leikarar fóru í smink? Það er ekki gott að segja, en það er óhætt að segja að þetta var smekklega samofin saga hjá þeim mæðgum og Ragnari syni Guðrúnar og sýn- ing sem vafalítið á eftir að gleðja þá sem orðnir eru leiðir á ofbeldi og klámi, ungdómsdýrkun og útrásartaugaveiklun. Höllin á Tjarnarbakkanum Boðið til veislu í Iðnó þar sem gamlar perlur eru end- ursagðar. Mannfræðifélag Íslands hefur sett á stofn fyrirlestrahald í ReykjavíkurAkademíunni við Hringbraut. Verður einkum litið til mannfræðilegra efni í víðum skilningi. Fyrsti fyrirlestur haustsins í röðinni sem kallast Frásögn – túlkun – tengsl verður haldinn í kvöld kl. 20.00. Björk Þorleifs- dóttir umhverfissagnfræðingur heldur fyrirlestur sem nefnist: Sumarið bláa. Í útdrætti segir: „Sumarið árið 1783 var undravert og geigvænlegt og fullt af hroðalegum fyrirbærum … ólíkt öllu öðru í manna minnum.“ Þannig komst enskur sveitaprestur að orði í dagbók sinni fyrir meira en 200 árum. En hvað var það sem var svo einkennilegt og hryllilegt við þetta sumar? Hvað datt fólki í hug þegar sólin varð rauð sem blóð, ógnvænlegar hitabylgjur og nístingskuldar brustu á, húsdýrin hegðuðu sér einkennilega og óskiljanlegir sjúkdómar lögðust á fólk? Árið 1783 datt ekki mörgum Evrópubúum í hug að slík fyrirbæri gætu tengst eldgosi á fámennri eyju í Norður- höfum og leituðu sumir svara í guðdómnum og aðrir leituðu á náðir náttúruskýringa á þessari öld upplýsingarinnar. Í fyrir- lestrinum verður því rætt um hughrif náttúruhamfara fyrr á tímum, með Skaftárelda í brennidepli. Litið verður til þróunar náttúruvísinda og áhrifa trúarinnar á almenningsviðhorf í kjölfar náttúrhamfara og pælt í áhrifum hamfara á einstakling- inn. Björk Þorleifsdóttir, sagnfræðingur í Reykjavíkur- Akademíunni, lauk B.A.-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og stundar nú mastersnám í umhverfissagnfræði við University of St. Andrews í Skotlandi og vinnur meðfram náminu við ýmis fræðistörf. Sól rauð sem blóð Jaðarríki ógna Í dag kl. 12.05 heldur Sagnfræð- ingafélag Íslands áfram að leita svara við spurningunni: Hvað er Evrópa? Í dag ætlar Axel Kristinsson sagnfræðingur að fjalla um evrópsk samkeppnis- kerfi. Í útdrætti segir: „Þótt saga Evrópu sé um sumt óvenjuleg er hún ekki eins einstök og Evrópubúar vilja gjarnan ímynda sér. Hún á margt sameiginlegt með sögu annarra samfélaga á ýmsum tímum og í ýmsum heimshlut- um. Frá 11. öld og fram á þá 20. tilheyrði Evrópa flokki sögulegra fyrirbæra sem kalla má samkeppniskerfi. Álfan var þá eins og bútasaumur margra pólitískra eininga sem áttu í harðri samkeppni sín á milli þrátt fyrir að menning og samfélagshættir væru keimlík- ir víðast hvar. Slík fyrirbæri eru algeng í sögu mannkyns og ávallt fylgir þeim ekki aðeins ófriður og átök heldur líka nýbreytni og frumleiki á mörgum sviðum. Önnur dæmi um slík fyrirbæri eru Grikk- land að fornu og Ísland á þjóðveldisöld sem bæði eru forvitnileg til samanburðar. Í fyrirlestrinum verður saga Evrópu skoðuð sem samkeppn- iskerfi og bent á ýmislegt sem er dæmigert fyrir slík kerfi en einnig sumt sem er óvenjulegt. Sérstaklega verður hugað að myndun jaðarvelda, stórvelda í útjaðri samkeppniskerfa sem eiga það til að vaxa þeim yfir höfuð og eyða þeim. Hádegis- fyrirlestrar Sagnfræðingafé- lagsins fara fram í fyrirlestrar- sal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. MIÐASALA Á WWW.OPERA.IS MIÐASÖLUSÍMI 511 4200 KOLBEINN ANNA MARGRÉT ÁSGEIR PÁLL BERGÞÓR GUÐRÚN JÓHANNA ÁGÚST HRAFNHILDUR INGVAR JÓN ÞORSTEINN HELGI ÞORVALDUR BRAGI DAVÍÐ HALLVEIG HLÖÐVER F A B R I K A N SÝNING ANNAÐ KVÖLD, 10. OKTÓBER AÐRIR SÝNINGARDAGAR: 12., 14. OG 19. OKTÓBER „Fyrir þá sem vilja fylgjast með íslenska söngvarahópnum er því skyldumæting á sýninguna.…Flottur söngur.“ Fréttablaðið, Páll Baldvin Baldvinsson 3 stjörnur „Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, dásamleg… Arndís Halla, töfrandi… Hanna Dóra Sturludóttir, stórbrotin… Kolbeinn Jón Ketilsson, heillandi… Þvílíkt partý!“ Silja Aðalsteinsdóttir, www.tmm.is Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Útflutningsráð heldur ráðstefnu um viðskipti og möguleg viðskiptatækifæri í Jórdaníu og Mið-Austurlöndum. Fyrirtæki sem hafa áhuga á viðskiptum og eru í viðskiptum á svæðinu eru hvött til þess að nýta sér þetta tækifæri. Dagskrá: • Samir Hasan, ræðismaður Jórdaníu á Íslandi • Dr. Maen Nsour, forstjóri, Jordan Investment Board (JIB) • Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður Vináttu- og menningarfélags Mið-Austurlanda • Rakan N. Rshaidat, framkvæmdastjóri, Arab Pharmaceutical Company • Kolbeinn Arinbjarnarson, forstöðumaður sölu- og markaðsmála, Calidris • Mazen Abu Hamdan, framkvæmdastjóri, Arab Bank Fundarstjóri: Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Að loknum erindum verður boðið upp á léttar veitingar. Skráning á ráðstefnuna er í síma: 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is og Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is. Jórdanía Lykillinn að viðskiptum við Mið-Austurlönd Miðvikudaginn 10. október 2007 kl. 14.00-16.30 á Radisson SAS Hótel Sögu P IP A R • S ÍA • 7 18 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.