Fréttablaðið - 09.10.2007, Page 4

Fréttablaðið - 09.10.2007, Page 4
 „Það er öllum ljóst að það var um þetta ágreiningur í okkar hópi,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri að loknum fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í gær. „En okkur tókst á þessum fundi að leysa þessi mál.“ Niðurstaða fundarins var sú að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjavik Energy Invest verður seldur á næstunni. Haukur Leós- son, stjórnarformaður Orkuveit- unnar og stjórnarmaður í REI, skal víkja úr sæti sínu á næstu dögum, þrátt fyrir að hafa staðið sig „frábærlega vel“ að mati borgarstjóra. Vilhjálmur sagði að aldrei hefði staðið til að vera til lengri tíma í rekstrinum og að með þessu yrði innleystur tíu milljarða hagnaður, sem færi í að greiða niður skuldir borgarinnar. „Þetta er alveg í þeim dúr sem upp var lagt með á sínum tíma,“ sagði Vilhjálmur. Borgarfulltrúi sjálfstæðis- manna mun nú taka sæti Hauks í stjórn Orkuveitunnar „til að bæta tengslin og upplýsingaflæði milli þessa góða fyrirtækis og borgar- fulltrúa,“ sagði Vilhjálmur, sem sjálfur situr í stjórn OR. Gísli Marteinn Baldursson sagði að farið yrði yfir hvernig „lykil- stjórnendur“ Orkuveitunnar hefðu hagað sér í málinu. „Við upplifð- um ákveðinn trúnaðarbrest þar.“ Gísli sagði og að vík hefði mynd- ast milli vina í Sjálfstæðisflokkn- um og flokksmenn hefðu verið óánægðir með málið. Aldrei hefði þó komið til greina annað en að leysa ágreininginn. „Við töldum að þetta væri rekstur sem borgin ætti ekki að vera í,“ sagði hann. Aðrir borgar- fulltrúar líktu blöndu einkarekst- urs og opinbers reksturs við olíu og vatn. Enginn borgarfulltrúa mót- mælti þó hinn 7. mars þegar Guð- laugur Þór Þórðarson lagði fram tillögu um stofnun REI, sem hluta- félags í útrás. Guðlaugur tók þá fram að með hlutafélagsforminu yrði hægt að taka samstarfsaðila beint inn í félagið. Spurður hvort eigendum Orku- veitunnar, borgarbúum, yrði gef- inn forkaupsréttur í REI sagðist borgarstjóri hafa efasemdir um að rétt væri að hvetja fólk til áhættufjárfestingar. „Við munum leita til þeirra stofnana sem eru viðurkenndar í slíku ferli,“ sagði hann. Segja ágreininginn í borginni úr sögunni Stjórnarformanni Orkuveitunnar gert að víkja úr sæti og hlutur Orkuveitu í REI verður seldur með miklum hagnaði. Tekið verður á trúnaðarbresti lykilstjórnenda. Almenningur fær líklega ekki forkaupsrétt í fyrirtækinu. Þingflokkur Fram- sóknarflokksins fundaði ekki í gær með fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum sem eiga hagsmuna að gæta í Orkuveitu Reykjavíkur, eins og áætlað hafði verið. Guðni Ágústsson hefur boðað fund í þessari viku, jafnvel í dag en einnig kemur til greina að fulltrúarnir hittist á reglulegum þingflokksfundi á morgun. Mikillar óánægju gætir innan þingflokks Framsóknarflokksins með framgöngu Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa flokksins, við samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy. Framsókn frestaði fundi Fimmtán fangar voru teknir af lífi á sunnudagskvöld í stærsta fangelsi Afganistans rétt fyrir utan höfuðborgina Kabúl. Þetta eru fyrstu aftökurnar í landinu í meira en þrjú ár. Talibanastjórnin, sem Banda- ríkjamenn steyptu af stóli árið 2001, tók reglulega fólk af lífi í viðurvist almennings, gjarnan á íþróttaleikvangi í Kabúl. Síðast voru aftökur framkvæmdar í Afganistan í apríl 2004. Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu aftök- urnar. Samtökin segja að Hamid Karzai forseti hafi áður heitið því að stöðva dauðarefsingar. Hamajun Hamidzada, talsmað- ur forsetans, segir að Karzai fari afar varlega í að heimila aftökur. „Hann hefur frestað þessum málum vegna þess að hann vill ganga úr skugga um að réttlætinu sé fullnægt og að málsmeðferð hafi verið rétt. Hann er persónulega ekki hrifinn af aftökum, en afgönsk lög krefjast þeirra, og hann mun fara að lögum,“ sagði Hamidzada. Á síðasta ári voru dauðarefsing- ar framkvæmdar í 24 ríkjum, sam- kvæmt upplýsingum frá Amnesty International. Sex þessara ríkja voru þar stórtækust: Kína, Íran, Írak, Pakistan, Súdan og Banda- ríkin. Fimmtán fangar teknir af lífi Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, segir fulla samstöðu innan flokks síns um að samruni Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest (REI) hafi verið góður. Farið verði yfir óskir sjálfstæðis- manna varðandi sölu á hlut Orkuveitunnar í REI, og hvort þær geti ekki farið saman við hugmyndir framsóknarmanna. „Ég held að það komi til greina að selja lítinn hlut núna ef gott verð fæst fyrir, svo gæti afgangurinn verið seldur í áföngum þegar kemur að skráningu á hlutabréfamarkað.“ Spurður hvort hann sé sáttur við að sjálfstæðismenn hafi ákveðið að stefna að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI á fundi sínum í gær segist Björn ekki telja að um ákvarðanir meirihlut- ans hafi verið að ræða. „Ég skil þá þannig að þeir hafi verið að ákveða sínar áherslur í málinu, en hafi ekki verið að kynna neinar ákvarðanir meirihlutans,“ segir hann. Gætum selt lít- inn hlut núna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.