Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Tilfinningin var ólýsanleg. Við stóðum þarna um fjögur þúsund göngumenn, ættingjar og vinir. Við vorum þreytt eftir að hafa gengið 63 km fram og aftur um Manhattan, Brooklyn og New Jersey, gist í tjaldi, setið í biðröð í klukkustund til að komast í sturtu og heimsótt sjúkrastofuna til að láta gera að blöðrum okkar. Þreytan hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar þulurinn sagði að þátttakendur væru frá nær öllum ríkjum Bandaríkjanna og sex löndum, það væru meira að segja 22 konur frá Íslandi. Stoltið og gleðin heltók mig – hvílík forréttindi að tilheyra þessum hópi og fá að leggja mitt af mörkum til að finna lækningu við krabbameini. Við vöknuðum klukkan fimm, ég var reyndar andvaka af ótta við að sofa yfir mig. Gangan – Avon walk for breast cancer – hófst klukkan sjö um morguninn og við urðum að skila dótinu okkar og skrá okkur áður. Klukkan sex um eftirmiðdaginn var ég enn á göngu. Ég hafði farið yfir brýrnar þrjár, spjallað við aðra göngumenn, borið á mig fótakrem, hlegið með göngu- systrum mínum og tekið þátt í sigrum þeirra og gleði. Þegar við mættum nokkrar á síðasta hvíldarstað var okkur meinað að halda áfram – af öryggisástæðum yrðum við að taka rútu í hvíldar- þorpið því myrkrið færi að skella á og þá gæti Avon ekki ábyrgst öryggi okkar. Þau höfðu líklega áhyggjur af því að við rækjum tærnar í misfellur í illa steyptri gangstéttinni og færum í mál við Avon. Vonbrigði mín voru mikil, ég hafði ætlað að ná því marki að ganga 39,3 mílur en nú mátti ég ekki ganga þessar 1,8 sem eftir voru af 26,2 mílunum sem gengnar voru fyrri daginn. Ástæðan var ekki aðeins sú að ég væri hæggeng og ekki hafði kapteinninn leyft mér að skjótast inn á kaffihús til að svala koffínfíkn minni. Ég hafði reyndar látið skemmtilega hvatningamenn okkar tefja fyrir mér en það sem kom í veg fyrir að ég næði markmiði mínu var að það sveif á okkur eldri herramað- ur og sagðist ætla að færa kapteininum okkar verðlauna- grip, sem var afar veglegur og við urðum að veita honum viðtöku. Þar sem ein göngusystir mín er afskaplega kurteis spjölluðum við aðeins við manninn sem tjáði okkur að hann væri afar frægur fyrir heimildar- myndir sínar. Þar sem ég er frekar illa upplýst kannaðist ég ekki við manninn, sem sagðist heita David Roland og hafa fengið tvenn Emmy-verðlaun fyrir myndir sínar. Ég mun fletta honum upp þegar ég kemst inn á netið. Það mun auðvitað slá á vonbrigði mín ef hann er raun- verulega frægur, það er óbærileg tilhugsun að hafa ekki komist í mark af því að einhver gamall karl fór að kjafta við mig. Seinni daginn lögðum við af stað klukkan 8, hvílíkur lúxus. Og það skal ég segja ykkur að þessar rúmu þrettán mílur voru ekkert mál. Engar harðsperrur og aðeins þrjár litlar blöðrur að angra mig. Og til að halda andlitinu og geta sagt við dætur mínar að ég hefði komist alla leið gekk ég til baka frá einni stoppistöðinni til að ná fullri lengd! Göngusystur mínar héldu að ég væri farin að þjást af vökvatapi því hver þyrfti að vita það að ég hefði ekki gengið alla leið? Málið er að ég vissi það. Það að taka þátt í þessari göngu var einstök upplifun. Ég vil leggja mitt af mörkum til að þessar konur sem stóðu í ljósbleiku bolunum merktar sem Survivor eigi raunverulega von um lækningu. Til þess þarf að auka rannsóknir á brjóstakrabbameini. Gæfan fylgir göngumanni Það að taka þátt í þessari göngu var einstök upplifun. Ég vil leggja mitt af mörkum til að þessar konur sem stóðu í ljósbleiku bolunum merktar sem Survivor eigi raunverulega von um lækningu. Nú hefur meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar lagt fram áherslur sínar fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2008. Við ætlum að nýta til hlítar þau tækifæri sem felast meðal annars í Vestfjarðaskýrslunni sem unnin var fyrir tilstilli síðustu ríkis- stjórnar undir forystu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Má þar nefna bættar samgöngur, uppbyggingu farsímasambands og háhraðatengingar ásamt eflingu menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Í Vestfjarðaskýrslunni er meðal annars lagt til að 85 ný störf verði til á Vestfjörðum á næstu tveimur árum og má gera ráð fyrir að allnokkur íbúafjölgun fylgi slíkum störfum. Mótvægisaðgerðir ríkis- stjórnarinnar innihalda einnig mörg tækifæri sem við getum nýtt okkur. Má þar nefna jarðhitaleit, frumgreinadeild við Háskólasetur á Ísafirði og aukið fjármagn til þorskeldisrannsókna, en þess má geta að rúmum milljarði verður væntanlega varið í ýmis rannsóknatengd verkefni, þar á meðal þorskeldi. Með auknum fjármunum á þessu sviði getum við aukið vitneskju okkar á þorskeldi og stefnum við að því að vera meðal þeirra fremstu á því sviði. Hér á Vestfjörðum eru kjöraðstæður til eldisins og hafa nú þegar á þriðja tug einstaklinga atvinnu af þorskeldi í Ísafjarðarbæ. Málefnasamningur B-og D-lista ásamt fjölda tillagna frá atvinnumálanefnd verða lagðar fram í fjárhagsáætlunarvinnunni fram undan. Þar munu meðal annarra tillagna koma fram tillögur um að halda gjaldskrám sem mest óbreyttum og jafnvel lækka þær. Við ætlum að lækka almenna gjaldskrá leikskólanna og bjóða jafnframt foreldrum fimm ára barna fjórar gjaldfrjálsar klukku- stundir á dag í stað tveggja nú. Það leikur ekki nokkur vafi á því að þessar áherslur okkar koma barnafólki til góða. Á næstu árum eru fyrirhugaðar miklar og kostnaðarsamar fram- kvæmdir í sveitarfélaginu. Má þar nefna framkvæmdir við grunnskóla- byggingu á Ísafirði sem við ætlum að klára á næsta ári og miklar hafnarframkvæmdir. Ný olíubirgðastöð mun rísa á Mávagarðinum innan tíðar og stórátak verður gert í holræsamálum. Einnig eru áætlaðar umfangsmiklar malbikunar- framkvæmdir svo eitthvað sé nefnt. Við teljum að með því að Ísafjarðarbær verði skilgreindur sem þjónustumiðstöð fyrir A-Græn- land skapist fjölmörg tækifæri fyrir ferðamenn, námavinnslufyrirtæki, flug, flugeftirlit, landanir skipa og fleira. Einnig eru tækifæri fólgin í millilandaflugi til fleiri landa s.s. vegna fiskútflutn- ings og ferðaþjónustu. Því þurfa samgönguráðu- neytið og flugmálayfirvöld að koma með okkur í þá vinnu að leyfi gefist fyrir frakt- og farþegaflug milli landa um Ísafjarðarflugvöll og flugvöllinn á Þingeyri. Í Ísafjarðarbæ er gott að búa. Hér er mikið og gott menningarlíf, fjölbreytt og góð þjónusta á mörgum sviðum og gott samfélag. Hér þurfa íbúar að standa saman, standa vörð um landsbyggðina og sjá þau tækifæri sem gefast og nýta þau. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Við sjáum tækifærin F írað verður upp í Friðarsúlu Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Viðey í kvöld. Í fáein augnablik mun jákvæð athygli fjömiðla heimsins næra þjóðarstoltið og hlýja okkur dálítið um hjartaræturnar. Þegar heimspressan er hins vegar á brott stendur eftir sköpunarverk sem Reykvíkingar, og aðrir vegfarendur borginnar, munu hafa fyrir augunum tvo myrka vetrarmánuði á ári, auk tilfallandi annarra daga eftir samkomulagi við listakonuna. Ljósgeisli Friðarsúlunnar mun teygja sig tugi metra til himins og verða sýnilegur víða að. Þetta verk Yoko er ekki óumdeilt. Minnst hefur verið á ljósmengun og einhvers staðar kallaði einhver spekingurinn eftir því að það færi í umhverfismat. Slíkt taut var fyrirsjáanlegt. Mannvirki sem setja sterkan svip á umhverfi sitt eiga það til að vera umdeild, þótt með tíð og tíma verði þau gjarnan órofa hluti af borgarlandslaginu. Þetta var til dæmis tilfellið með þrjú af þekktustu kenni- leitum höfuðborgarinnar; Perluna, Ráðhús Reykjavíkur og Hallgrímskirkju. Perlunni var fundið flest til foráttu, byggingu Ráðhúss Reykja- víkur var mótmælt af mikilli hörku og ástríðu, staðsetningin þótt til dæmis fáránleg og beinlínis ógna lífríki Tjarnarinnar, og um Hallgrímskirkju orti Steinn Steinarr fræga vísu til háðungar höfundi hennar, húsameistara ríkisins. Í dag er aftur á móti erfitt að hugsa sér Öskjuhlíð án Perlunnar, Reykjavík án Hallgrímskirkju er óhugsandi og Ráðhúsið er stolt miðborgarinnar þar sem það trónir stásslegt á Tjarnarbökkunum. Rétt er að færa líka til bókar að lífríki Tjarnarinnar er svo hraustlegt að borgaryfirvöld senda þangað mann með byssu á hverju sumri til að skjóta suma fugla sem þar vilja vera. En það er önnur saga. Þrátt fyrir stöku gagnrýnisraddir hefur Friðarsúlu Yoko Ono almennt verið mætt með opnum huga. Reykjavík er enda alls ekki of rík af svipmiklum kennileitum og verkið því kærkomin viðbót sem hægt er að spá fyrir um að muni lyfta yfirbragði borgarinnar. Og ef verkið verður borgarbúum almennur og mikill þyrnir í augum er það þannig úr garði gert að áhrif þess eru sérlega afturkræf. Það þarf ekki annað en að taka ef því rafmagnið og moka aftur ofan í holuna úti í Viðey. Friðarsúlan hefur þó alla burði til að verða eitt af þekktustu einkennum Reykjavíkur. Ekki skemmir fyrir sérdeilis fallegur boðskapur verksins og að það er til minningar um einn merkasta tónlistarmann tuttugustu aldar. Reykvíkingum er sómi að því að Yoko Ono hefur valið borgina til að geyma þetta verk. Ó Yoko! Ljósgeisli Friðarsúlunnar mun teygja sig tugi metra til himins og verða sýnilegur víða að. Þetta verk Yoko er ekki óumdeilt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.