Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 18
Þrjú ár eru síðan sjónfræð- ingar fengu starfsleyfi sem slíkir hér á landi en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum hafa þeir getað starfað við fagið í um tuttugu ár. Jóhannes Ingi- mundarson er sjónfræðingur og eigandi tveggja gleraugna- verslana þar sem hægt er að fá sjónmælingu og ný gleraugu á hálftíma. „Sjónfræðingar fara í gegnum fjögurra og hálfs árs nám í sjón- mælingum og hafa réttindi til að gera mælingar, linsur og full- vinna gleraugu,“ segir Jóhannes en hann telur að slíkir sjónfræð- ingar séu tæplega þrjátíu hér á landi í dag. „Síðan eru annars konar sjónfræðingar sem kallast gjarnan sjóntækjafræðingar og starfa á verkstæðum við að full- vinna gleraugu,“ bætir hann við. Jóhannes er sérmenntaður í að finna út hvaða vandamál fólk glímir við varðandi sjónina. „Ef fólk er nærsýnt, fjarsýnt, með sjónskekkju, höfuðverk við lestur eða eitthvað slíkt þá getur það komið til mín og ég geri mæling- ar á augunum. Svo velur við- skiptavinurinn sér gleraugu og þar sem ég er með nokkur þúsund gler á lager þá get ég afgreitt flest gleraugu samdægurs og jafnvel innan hálftíma,“ segir Jóhannes. Hann er með sjónmæl- ingastúdíó á fimmtu hæð Kringlunnar fyrir Gleraugna- smiðjuna í Kringlunni, sem hann á ásamt Hreini Inga Hreinssyni sjónfræðingi en þeir eiga einnig Gleraugnaverslunina á Lauga- vegi 36 og leggja mikið upp úr snöggri þjónustu á báðum stöð- um. Spurður hvernig fólk áttar sig yfirleitt á því að það sjái ekki nægilega vel, segir Jóhannes: „Á þessum árstíma, þegar skólarnir eru að byrja, þá er mjög algengt að nemendur á öllum skólastigum kvarti yfir að sjá ekki nógu vel á töfluna og það er dæmigert fyrir þá sem eru nærsýnir. Þeir sem eru fjarsýnir verða aftur á móti þreyttir við lestur og kvarta undan höfuðverk og þreytu. Oft getur nægt þeim að fá hvíldar- gleraugu við lestur.“ Ný gleraugu á hálftíma Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.