Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 26
Lækjarskóli í Hafnarfirði fagnaði
130 ára afmæli 2. október síðastlið-
inn. Skólinn hét áður Barnaskóli Hafn-
arfjarðar og þar á undan Barnaskóli
Garðahrepps. Lækjarskóli á sér óslitna
sögu allt frá árinu 1877 og eru þetta því
mikil tímamót. Haraldur Haraldsson,
skólastjóri Lækjarskóla, sagði okkur
frá skemmtilegri sögu og starfi skólans
og hátíðarhöldum í tilefni af afmælinu.
„Þórarinn Böðvarsson og Þórunn
Jónsdóttir gáfu fé til minningar um
son sinn Böðvar í ágúst 1877. Þessi
gjöf átti að vera til þess að koma á
fót alþýðuskóla. Síðan breyttist skip-
an mála í Garðabæ og Hafnarfirði og
þá verður þetta að Barnaskóla Hafn-
arfjarðar og síðar var nafni barnaskól-
ans breytt í Lækjarskóla. Húsnæðið við
lækinn var tekið í notkun 2. október
1927 og það eru því 80 ár frá því það
hús var vígt en 130 ár síðan grunnur
var gerður að þessum skóla,“ útskýrir
Haraldur en svo skemmtilega vill til að
Þórarinn Böðvarsson var langalangafa-
bróðir hans. Haldið var upp á afmælið
með kaffisamsæti fyrir nemendur og
starfsmenn í tilefni af vígslunni 2. okt-
óber.
„Þetta var svona innri gleði. Það var
kaffisamsæti, frjálsir tímar og svoleið-
is og var þetta afskaplega vel heppn-
að. Starfsfólk og nemendur bökuðu
fyrir veisluna og þetta var því eins og
stórt heimili. Við vildum hafa þetta inn-
hverft afmæli,“ segir Haraldur sem
er annt um að skólinn haldi persónu-
legu og heimilislegu andrúmslofti þrátt
fyrir að vera stór.
„Við verðum með opið hús 15. nóv-
ember og þá ætlum við að bjóða öllum
sem vilja að koma og skoða skólann og
starf nemenda hér. Síðan gefum við út
afmælisrit í nóvember sem dreift verð-
ur um allan Hafnarfjörð,“ segir Harald-
ur stoltur og bætir við að í tilefni af af-
mælinu fái skólinn nýjan fótboltavöll.
Það eru þó fleiri ástæður til að fagna á
þessu starfsári.
„Við erum að ljúka innleiðingu á
jákvæðri skólafærni hjá okkur og
erum við mjög stolt af henni. Þetta er
kerfi þar sem við kennum nemendum
jákvæðan aga. Þá er til dæmis gengið
hægra megin, menn leiða hjá sér
óæskilega hegðun og við leiðum börn-
in áfram í jákvæðninni. Þau fá umbun-
armiða fyrir góða hegðun og læra regl-
urnar í gegnum skólastarfið. Þetta er
byggt á amerískri fyrirmynd en við
höfum algjörlega staðfært þetta yfir á
okkar hafnfirska umhverfi og þýddum
allt kerfið. Við vorum annar af fyrstu
tveimur skólunum á landinu sem fóru
af stað með þetta og nú er verið að inn-
leiða kerfið í öllum hafnfirskum skól-
um, í Reykjavík og víðar um landið,“
segir Haraldur ánægður með árang-
urinn. Auk þessa getur skólinn fagnað
góðum árangri úr samræmdum próf-
um, í íþróttum og fleira.
Lækjarskóli er heildstæður grunn-
skóli með 1.-10. bekk en þar er einnig
sérdeild fyrir börn með þroskaraskanir
og nær hún nú upp í unglingastig. Í
Lækjarskóla er sterk hefð í atferlis-
mótun fyrir einhverfa og þar hefur átt
sér stað mikil þróun. Þar er einnig mót-
tökudeild fyrir nýbúa í Hafnarfirði og
nýtt kerfi fyrir níunda og tíunda bekk
þar sem í boði er svokallað fjölnám.
„Fjölnámið virkar þannig að þeir
sem hafa fundið sig illa í almennum
skólum í Hafnarfirði eiga þess kost að
stunda verklegt nám þar sem bóklega
námið er einfaldað og verkþekkingin
aukin. Með þessu getur tiltekinn hópur
öðlast betri líðan í skólanum, kærleika
og alúð. Við erum með þrjátíu nemend-
ur í þessu námi og þar erum við aftur
komin í gamla, góða húsið sem heit-
ir nú Menntasetrið við lækinn og var
gamli Lækjarskóli,“ útskýrir Harald-
ur. „Þar erum við einnig með svokallað
fjöltækninám fyrir þá einstaklinga sem
eiga mjög erfitt með að vera í hinu al-
menna skólakerfi vegna þess að þeir
hafa lent á erfiðum skerjum lífsins
þrátt fyrir ungan aldur. Þarna finnst
mörgum þeir vera komnir í himnaríki,“
segir Haraldur sem er annt um velferð
allra nemenda sinna.
Auk þessa stýrir Lækjarskóli verk-
efni með menntamálaráðuneytinu,
Hafnarfjarðarbæ, Flensborg og Iðn-
skólanum þar sem komið hefur verið á
fót framhaldsdeild. Þar verður tveggja
ára nám fyrir þá sem annars myndu
líklega flosna úr námi annars. Þá eiga
fjölnámsnemendur Lækjarskóla kost
á að fara í þetta framhaldsnám sem er
að mörgu leyti eins og fornámsbraut
í menntaskóla. Þetta er gert til þess
að missa ekki þennan hóp úr kerfinu.
Lækjarskóli er því einn með öllu og
augljóslega mörgu að fagna. Haraldur
ítrekar að lokum að hið farsæla skóla-
starf helgist fyrst og fremst af nemend-
um, góðu starfsfólki og þeim kærleika
sem þar ríkir á milli.
„Mér er ekki illa við viðtöl.
Ég er bara ein af þeim sem
semja tónlist af því að þeim
finnst erfitt að tala.“
Guevara tekinn af lífi
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Margrét Jóna Jónsdóttir
Heiðarvegi 24, Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
föstudaginn 5. október. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. október kl. 14.00.
Jóhann Björn Dagsson
Dagbjartur Björnsson
Valur Björnsson Erla Guðjónsdóttir
María Björnsdóttir Svavar Sædal Einarsson
Ingiþór Björnsson Regína Rósa Harðardóttir
Bjarnveig Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, besti vinur minn og
faðir okkar,
Ásgeir Eyfjörð Sigurðsson
Ægisgötu 19, Akureyri,
lést 3. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 15. október kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð sem
stofnaður hefur verið til styrktar fjölskyldu hans.
Banki 0565-14-102975 kt. 201060-3979.
Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir
Sigurvin Guðlaugur Eyfjörð Ásgeirsson
Unnur Rósa Eyfjörð Ásgeirsdóttir
Þórhildur Helga Eyfjörð Ásgeirsdóttir
Stefán Ásgeir Eyfjörð Ásgeirsson
Guðrún Borghildur Eyfjörð Ásgeirsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
Kjartans Símonarsonar
Klapparstíg 9, Njarðvík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 26. sept-
ember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Símon Hallberg Kjartansson
Kristín Hallbergsdóttir
Björn Heiðar Hallbergsson
Anna B. Kjartansdóttir og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigrún Guðmundsdóttir
Hofsvallagötu 22,
lést á heimili sínu 29. september sl. Útför hennar fer
fram í Fossvogskapellu, þriðjudaginn 9. október, kl. 15.
Sigurjón Guðmundur Jóhannesson
Áslaug Sigurjónsdóttir Sigurður Ólafsson
Jakob Sigurðarson Helga Sjöfn Magnúsdóttir
Jóakim Snær Sigurðarson
Sigrún Sif Sigurðardóttir
og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ruth Jónsdóttir
dvalarheimilinu Höfða,
áður Sólvöllum, Innri-Akraneshreppi,
sem lést fimmtudaginn 4. október verður jarðsungin
frá Akraneskirkju föstudaginn 12. október kl. 14.00.
Elín Kolbeinsdóttir Guðbjörn Ásgeirsson
Þorgeir Kolbeinsson Hrönn Hjörleifsdóttir
Guðfinna Valdimarsdóttir Sigurður Hauksson
Ingólfur Valdimarsson Guðný Sjöfn Sigurðardóttir
barnabörn og langömmubörn.