Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 28
Ég hef áður opinber- að það á þessum síðum að á stundum dreymir mig ekk- ert nema lítinn kofa uppi í sveit. Helst í afskekktum dal með engu rafmagni en nokkrum rollum, þar sem ég get ræktað garðinn minn (og drepið flest allt sem í honum vex sökum fingra sem eru ... tja, hver er andstæðan við grænt?), horft á sjóinn í gegnum saltbarinn glugga og sötrað te sem ég hita mér eftir að ég kveiki upp í arnin- um. Í ró. Og næði. Draumurinn um kofann helst yfirleitt í hendur við ofþreytu, síþreytu eða bara þreytu, sem ræðst reglulega á mig. Eftir að hafa stappað í mig stálinu, brett upp ermar og sogið upp í nefið ræðst ég reglulega á vikurn- ar með það að leiðarljósi að koma hlutunum nú í almennilega rútínu í eitt skipti fyrir öll. Sú varir í viku, kannski tvær ef ég er í óhemju- hamnum mínum. Þá þreytist ég á rútínunni, gef henni langt nef og hugsa aftur til kofans. Ég var orðin svona agalega þreytt fyrir helgi og lufsaðist í gegnum laugardaginn á viljastyrknum einum saman. Svo kom sunnudag- ur. Án þess að gera mér nokkrar hugmyndir um plan fyrir daginn, rauk ég á fætur fyrir allar aldir og fór í bakarí og keypti mér blóm í litlum kofa. Svo fór ég heim og borðaði nýbakað rúnstykki og las skemmtilega bók. Næst fór ég að gefa ketti sem ég hafði tekið upp á mína arma yfir eina helgi, og í stað- inn fyrir að keyra beint heim aftur lokkaði sólin mig í göngutúr um Þingholtin. Þar sá ég húskofa, hreysi, garðkofa og trjákofa og allt þar á milli. Næst keypti ég í dýr- indis kvöldmáltíð og fór heim að elda á meðan ég raulaði undir. Ég skil ekki hvað ég er alltaf að eltast við þessa guðsvoluðu rútínu. Ég daðra við hana eins og desperat fyllibytta klukkan fimm á laugar- dagsmorgni, á milli þess sem ég gleymi mér í draumum um ein- angraða kofann. Ég ætla að reyna að hætta því. Það er nóg til af kofum í lífinu eins og það er. Maður þarf bara að finna þá. www.vitusbering.dk NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á ensku • Framleiðslutæknifræði • Útflutningstæknifræði Á dönsku • Véltækni • Véltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður í Reykjavík á biluni 5. - 13. október 2007. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Johan Eli Ellendersen, með því að hringja beint í Johan í síma í 845 8715. UNIVERSITY COLLEGE VITUS BERING DENMARK CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5803 CVU@VITUSBERING.DK Vitus Bering Danmark verður VIA University College. Í janúar 2008 tekur til starfa nýr háskóli VIA University College á Jótlandi í Danmörku. VIA University College verður til við sameiningu Jysk Center for Videregående Uddannelse, cvu vita, Vitus Bering Danmark, CVU Midt-Vest og CVU alpha en þessi menn- tun er skilgreind í danska menntakerfinu sem ”de mellemlange videregående uddannelser”. Markmið sameiningar er að geta boðið betri menntun en áður. Nánari upplýsingar má lesa á www.viauc.dk V I T U S B E R I N G D E N M A R K U N I V E R S I T Y C O L L E G E

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.