Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 8
„Ég veit ekki hvort þetta var í sjúklegum sálfræðihernaði. Þetta var ekkert planað fyrir- fram.“ Þetta bar ung kona í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Hún er ein fimm ungmenna, sem ákærð eru fyrir frelsissviptingu, húsbrot, rán, gróft ofbeldi og morðhótanir gegn manni á fer- tugsaldri í Reykjavík. Konan og þáverandi kærasti hennar höfðu setið að drykkju í janúar með meintu fórnarlambi nóttina áður en atburðurinn átti sér stað. Kærastinn fyrrverandi bar fyrir dómi í gær að fórnar- lambið hefði verið búið að „angra“ kærustuna sína „síðustu daga“. Kærastan sagði hins vegar fyrir dómi að fórnarlambið hefði verið að ræna kærastann sinn „í hvert skipti sem hann sofnaði“. Um morguninn keyrði fórnar- lambið konuna heim en kærastinn varð eftir í íbúðinni. Þegar fórnar- lambið kom heim var hinn á bak og burt með fartölvu sem hann hafði tekið í íbúðinni. Kvöldið eftir tóku hin ákærðu svo hús á manninum, nú fimm saman. Konan sagði honum að hún ætlaði að skila honum tölvunni. Hann hleypti henni inn og fjór- menningarnir fylgdu í kjölfarið. Tilgangur ferðarinnar var sagður sá að sækja bíllykla sem „kærast- inn“ hefði skilið eftir þegar hann yfirgaf íbúðina um morguninn. Tveir mannanna þvinguðu fórnarlambið til að setjast á stól í eldhúsinu og konan batt manninn síðan fastan, keflaði hann með munnkúlu með áfastri ól og setti leðurgrímu yfir höfuð hans. Ekki bar sakborningum saman um hvernig né hversu miklu ofbeldi maðurinn hefði verið beittur, ekki heldur hverjir hefðu verið þar að verki. Í ákærunni segir að tveir mannanna hafi kýlt hann í andlitið og sparkað í hann. Annar þeirra hafi hellt kveikjara- bensíni yfir hann. Honum hafi verið hótað frekari barsmíðum, að tennurnar í honum yrðu mölv- aðar og borað yrði í hnéskeljar hans. Einnig að honum hafi verið hótað að dælt yrði í hann úr sprautu þannig að hann hlyti bana af. Þá hafi honum verið ógnað með hnífi og hann barinn með járnstöng. „Ég vissi ekki að þetta myndi snúast upp í eitthvert geðveikt ofbeldi eða þannig,“ sagði einn sakborninga, sem kvaðst hafa heyrt óp úr eldhúsinu. Fimmmenningarnir höfðu á brott með sér bifreið mannsins, tölvu, prentara og fleiri verð- mæti. Sjúklegur sálfræði- hernaður og ofbeldi Fimm ungmenni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem fram fór aðalmeðferð í ofbeldismáli sem varðar rán, ofbeldi og morðhótanir. Þau sögðust hafa neytt fíkniefna í mi klu magni og sum þeirra verið „í miklu rugli“. Neytendasamtökin gerðu á dögunum átak til að laða fleiri félagsmenn að samtökunum og komast að því hverjir af skráð- um félögum vildu vera áfram í þeim og hverjir ekki. Þau sendu meðal annars lesanda blaðsins reikning þar sem hann var rukk- aður um vangoldin félagsgjöld. Sá hafði aldrei gengið í samtökin. Reikningurinn var sendur eftir að símsölumaður hafði fengið leyfi til að senda lesandanum upp- lýsingar um samtökin, ásamt valkvæðum gíróseðli, færi svo að lesandinn vildi ganga í þau. Á seðlinum stóð hins vegar: „Vakin er athygli á ógreiddum greiðsluseðli fyrir félagsaðild yðar árið 2007 í Neytendasamtök- unum. Vinsamlega gangið frá greiðslu sem fyrst.“ Rætt er um „skuldastöðu“ við- takanda, en tekið er fram að ekki standi til að senda seðilinn í inn- heimtu og fólki boðið að gera athugasemdir við seðilinn. Spurður hvort Neytendasam- tökin séu ekki mótfallin slíkum aðferðum, segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður þeirra, að um mistök hafi verið að ræða. Sím- sölumaðurinn hafi óviljandi skráð lesandann sem félaga. „Þetta er mjög leiðinlegt. Í slík- um tilvikum biðjumst við velvirð- ingar og viðkomandi er umyrða- laust tekinn út af skrá,“ segir Jóhannes. Rukkaði um gjöld að ósekju Alþýðusamband Íslands, ASÍ, hefur óskað eftir því við aðildarfélög sín að þau skoði í þaula hugmyndir um nýjan áfallatryggingasjóð og svari því fyrir lok mánaðarins hvort ASÍ fái formlegt umboð til að fara í viðræður við Samtök atvinnulífsins, SA, um þetta mál. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að hugmyndirnar hafi verið kynntar vítt og breitt á vettvangi ASÍ og fengið jákvæð viðbrögð. Þannig hafi til dæmis Starfsgreinasambandið samþykkt nýlega að halda áfram að skoða þær. Hugmyndirnar feli í heildina í sér gríðarlega mikinn réttindaauka og menn hafi tekið vel í þær. Þó sé ljóst að komið hafi fram lítil og þröng dæmi um galla kerfisins, þau hafi verið skoðuð því að menn vilji finna á þeim lausnir. Gylfi segir að hugmyndirnar hafi verið kynntar fyrir BSRB. „Við höfum viljað kynna þetta fyrir fleirum með þeirri spurningu hvort þetta sé það áhugavert að það geti orðið fyrirmynd að nýju kerfi en við höfum bara forræði á okkar samn- ingum og höfum bara kynnt okkar hug- myndir,“ segir hann. Hugmyndir ASÍ ganga út á það að færa réttindi frá almannatryggingum, lífeyr- issjóðum og atvinnurekendum í einn áfallatryggingasjóð þannig að þeir sem slasast eða veikjast fá níutíu prósent af grunnkaupi, svo áttatíu prósent og loks sjötíu prósent í allt að fimm ár. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu TASKI Swingo 1250 B RV U N IQ U E 10 07 01 Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B TASKI swingogólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV F Y R I R L E S A R I Skráning fyrirfram æskileg - takmarkað sætaframboð ! Vinsamlega skráið þátttöku á vef FVH, www.fvh.is eða í síma 551 1317. Aðgangur gjaldfrjáls fyrir félagsmenn FVH en 1500 kr. fyrir aðra. M ár W ol fg an g

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.