Fréttablaðið - 10.10.2007, Qupperneq 40
Átröskun hefur frekar nýlega fengið viðurkenningu sem
raunverulegur sjúkdómur. Rætur
hans má vanalega rekja til and-
legrar vanlíðanar og brýst fram
með ýmsum hætti. Margir sem
þjást af þessum fjanda einbeita
sér að því að borða of lítið eða að
ofáti og uppköstum. Sjúklingarnir
eiga það einatt sameiginlegt með
til dæmis alkóhólistum að afneita
ástandi sínu löngu eftir að öðrum
er það augljóst. Mikið púður fer í
að halda einkennunum leyndum,
þykjast borða eðlilega og klæða á
sig hold. Allar áhyggjur og afskipti
túlkar hinn sjúki hugur sem þving-
un og flokkar sem öfundsýki yfir
árangri megrunarinnar.
anorexíu og
búlimíu eru flest ungar stúlkur.
Gjarnan duglegar stelpur sem
gerðar eru kröfur til og vilja
standa undir væntingum. Sjúk-
dómurinn byrjar oft sem sakleys-
isleg megrun sem þróast hratt í
aðalatriði málsins: Stjórnlausa
þörf fyrir stjórnun. Einn sjúkling-
urinn lýsti því þannig að í höfði
hennar byggi harðstjóri sem
krefðist af henni æ strangari hegð-
unar í tengslum við mat. Ef ekkert
er að gert er dauðinn í verstu til-
fellunum vís, því aldrei er hægt að
fullnægja valdakröfum harðstjór-
ans í höfðinu.
ber æ meira á
umræðu og aðdáun – eða gagnrýni
– í garð þeirra sem virðast eiga
óendanlega mikla peninga. Þetta
eru gjarnan duglegir strákar sem
gerðar eru kröfur til og vilja
standa undir væntingum. Ferill-
inn byrjaði oft sem sakleysislegar
tilraunir til að ná árangri í heimi
viðskipta og valda. Markmiðið í
upphafi er trúlega sjaldan að
verða forríkastur af öllum, en
skratti er gaman að ná gróðavæn-
legum samningum! Með tímanum
verða peningarnir eiginlega auka-
atriði en aðalatriðið kappleikurinn
sjálfur. Þeir sem mestum árangri
ná eiga meira en hægt er að hugsa
sér en þó aldrei nóg. Unna sér ekki
hvíldar, en þvælast um í eirðar-
leysi í einkaþotum og sífelldu
kappi um að ná völdum yfir bara
einhverju. Mikið púður fer samt í
að halda einkennunum leyndum
og þykjast vera ósköp venjuleg
manneskja í daglegu amstri.
í höfðinu á sér
margar birtingarmyndir. Viður-
kenning á græðgi sem sjúkdómi
er ef til vill bara spurning um
tíma.
Með harðstjóra
í höfðinu
FRÁBÆR TILBOÐ!
SÉRBLAÐ FYLGIR
www.toyota.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
T
O
Y
3
94
92
1
0/
07
Toyota Kópavogi
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 420-6600
Toyota Selfossi
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Toyota Austurlandi
Miðási 2
Egilsstaðir
Sími: 470-5070
Verð frá 2.280.000. kr.*
Stundum kemur einn hlutur í staðinn fyrir marga
Verso – 30 möguleikar í sætaskipan
Ímyndaðu þér bíl sem hentar einstaklingum með fyrirferðarmikil áhugamál
jafnt sem sjö manna fjölskyldum.
Ímyndaðu þér bíl sem hefur 30 möguleika í sætaskipan.
Ímyndaðu þér bíl sem þú segir að sé sjö manna og fólk segir: nei, það getur
ekki verið.
Ímyndaðu þér að hægt sé að velja um 5 og 7 manna gerðir, beinskiptingu
eða MM skiptingu, snarpa bensínvél eða sparneytna og togmikla dísilvél.
Hættu síðan að ímynda þér og reynsluaktu Verso. Því stundum verður
maður að reyna til að trúa.
Verso: ótrúlegur bíll.
*Gildir fyrir Verso Terra 1,6 l - 5 manna.