Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 16
Miklar sviptingar hafa orðið á foringjaarminum í Framsóknarflokknum, enda skipt um leiðtoga í lok maí. Guðni hefur löngum haft mjög sterka stöðu í flokknum. Þrátt fyrir að Halldór Ásgríms- son og hans lið hafi stundum viljað lækka í honum rostann, tókst það aldrei því Guðni hefur svo gott sem alla bændahreyfinguna á bak við sig. Hans sterkasta staða er á Suðurlandi, en hefur einnig haft gnógt stuðningsmanna í hinum dreifðu byggðum Austurlands, í Eyjafirði og í Skagafirði. Meðal hans helstu ráðgjafa eru Þórólfur Gíslason, kaupfé- lagsstjóri í Skagafirði, Jónas Hallgrímsson, fyrrum framkvæmdastjóri á Seyðisfirði og þá hefur Bjarni Harðarson verið talinn nokkuð náinn Guðna. Halldór Ásgrímsson var óumdeildur leiðtogi hægrimanna í Framsókn- arflokknum, en Finnur Ingólfsson var honum aldrei langt að baki. Með þeim voru Valgerður Sverrisdóttir, Jón Kristj- ánsson, Jón Sigurðsson Björn Ingi Hrafnsson, Árni Magnússon, Páll Magnússon, Guðjón Ólafur Jónsson og svo á síðustu metrunum Jónína Bjartmarz. Þessi hópur var stundum kallaður „flokks- eigendafélagið“ og hafði mjög sterk tengsl við S-hópinn svokallaða og gamla SÍS, þrátt fyrir tengsl Þórólfs Gíslasonar og Guðna Ágústssonar (sem sýnir bara að pólitísk tengsl eru aldrei klippt og skorin). Þá á staða Björns Inga í þessum hópi að hafa veikst nokkuð eftir að hann varð borgar- fulltrúi og fólk í kring um þá bræður Árna og Pál gerði sitt besta við að sverja af sér nokkur tengsl við hann. Alfreð Þorsteinsson var lengi vel flokkseigendafélagið í Reykjavík, en það er samt vafasamt að flokka hann með einhverjum einum hópi, því hann hefur löngum makkað með þeim sem hentar hverju sinni. Valgerður Sverrisdóttir varð varaformaður Framsóknarflokksins, þegar Guðni varð formað- ur og stundum er talað um að nú séu armarnir tveir; Guðna- og Valgerðararm- urinn. Valgerður þykir ekki hafa tekist að sýna styrk sinn í flokknum til að halda hægriarminum í kringum sig. Sem dæmi um það töldust bæði Birkir Jón Jónsson og Magnús Stefánsson til „Guðnaarmsins“ en snérust til Halldórs þegar ljóst var hver réði í raun. Hvorugur þeirra er talinn líta á Valgerði sem sinn leiðtoga, þrátt fyrir að hafa ekki snúið aftur heim til Guðna. Siv Friðleifsdóttir hefur verið nokkuð útundan. Hefur hvorki fengið að vera með bændum og búaliði né flokkseigenda- félaginu. Styrkur hennar felst í hennar eigin gengi sem hún stýrir með manni sínum Þorsteini Húnboga- syni af heimili sínu á Seltjarnarnesi. Siv er mjög félagslega virk, og í gegn um ýmsa hópa þróað með sér öflugt bakland. Formaður kjördæmaráðs flokksins í hennar kjördæmi er mikil vinkona Sivjar. Þá má með sanni segja að Siv hafi Land- samband Framsóknarkvenna á bak við sig og sæki styrk þangað. Meðal annars er hún í þónokkru samband við Ólöfu Pálínu Úlfarsdóttur, formann sambandsins og Eygló Harðardóttur ritara þess. Nokkuð áður en Geir H. Haarde tók við for- mennskunni í Sjálfstæð- isflokknum var farið að tala um „Geirs-“ og „Björns-“ armanna í Sjálfstæðisflokknum Sigur Geirs í þeirri glímu reyndist nokkuð auðveld- ur, þar sem Björn bauð sig ekki fram, en enn er talað um þennan sama klofning innan flokksins, ekki síst eftir byltinguna í Reykjavík. Nokkrir þingmenn standa í innsta hring Geirs, eins og Árni Mathiesen, Einar K. Guðfinnsson og Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, sem var aðstoðarkona Geirs í níu ár, auk þess Geir leitar ráða hjá núverandi aðstoðarkonu sinni Grétu Ingþórsdóttur. Af öðrum þingmönnum sem standa Geir nærri, þó ekki eins og Árni og Einar má nefna Guðlaug Þór Þórðarsson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Utan þingliðsins ráðfærir Geir sig við eiginkonu sína, Ingu Jónu Þórðardóttur. Þá er talað um að „deigluliðið“ svokallaða standi vel að baki formanni sínum og má þar nefna fyrrum formann SUS, Borgar Þór Einarsson, fósturson Geirs og félaga hans Þórlind Kjartansson, núverandi formann SUS. Í þeim hópi er einnig Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Þá hafa Geir og Kjartan Gunnarsson þekkst frá því í þriðja bekk í MR. Armur Björns Bjarnason- ar í þingflokknum er helst talinn myndaður af „ungu strákunum“. Má þar telja Sigurð Kára Kristjánsson, Bjarna Benediktsson, sem oft er nefndur arftaki Björns og Birgir Ármanns- son. Þessir þrír eru reyndar farnir að reyna að marka sér sérstöðu innan flokksins, enda Björn- sarmurinn deyjandi. Af öðrum teljast einnig til hópsins Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Utan virkra stjórnmála- manna má svo nefna Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Tveir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins teljast einfara í þingflokknum, annars vegar er það Pétur Blöndal sem tilheyrir hvorugum hópnum. Hinn þingmaðurinn er Árni Johnsen og ekki voru allir innanflokks sáttir við að fá hann aftur í sínar raðir eftir fangelsisveru og er hann nokkuð einangrað- ur í flokknum. Jafnvel er talað um að hann hætti á þingi eftir þetta kjörtímabil eða fari í sérframboð eftir fjögur ár. Frjálslyndi flokkurinn er ekki mjög stór flokkur en samt er nú eitthvað um væringar, þrátt fyrir að allir flokksmenn telji flokk sinn einstaklega samheld- inn og sameiningu gamla kjarnans og Nýs afls sé alveg að fara að ganga upp. Sem formaður telst Guðjón Arnar óumdeildur leiðtogi kvótaarmsins - gamla kjarnans í Frjálslynda flokknum sem stendur í pólitík til að mótmæla núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Guðjón Arnar leitar mikið til annarra þeirra manna sem valdir hafa verið í ábyrgðarstöður hjá flokknum, annars vegar varaformanns, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og hins vegar Kristinns H. Gunnarssonar þingflokksformanns. Þá er Grétar Mar Jónsson á þingi út af kvóta- kerfinu. Jón Magnússon kom með nýtt blóð í hópinn þegar Nýtt afl sameinaðist Frjálslynda flokknum. Innan flokks telja margir að hann eigi eftir að slípast aðeins til að passa betur við restina af þingflokknum, og bent er á að hann sé til dæmis mun hægrisinnaðri en aðrir þingmenn flokksins. Þá hefur hann komið með nýjar áherslur inn í flokkinn, með innflytjendamálunum eins og frægt var. Jón hefur öflugan stuðning frá Útvarpi Sögu. Sjálfur hefur hann þar verið með útvarpsþátt, líkt og Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Frjálslyndra kvenna, sem kom í flokkinn í gegnum Nýtt afl og styður þétt við bakið á Jóni. Enn eru í flokknum örfáir gamlir stuðnings- menn Sverris Hermanns- sonar, sem studdi Margréti Sverrisdóttur þegar hún var í flokkn- um, en tilheyrir enn frjálslyndum. Þetta er orðin nokkuð valdalítill hópur sem hefur sig lítið í frammi en er óánægt með hvernig þau málalok urðu öll og hvernig farið var með Margréti. Skiptingar í Samfylkingu skiptast frekar eftir mönnum en málefnum. Staða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í þingflokknum gæti vel verið sterkari, en meðal hennar þingmanna má telja Þórunni Sveinbjarn- ardóttur og Guðbjart Hannesson. Sér til ráðgjafar hefur hún mikið til fólk sem er utan þingflokks, eins og aðstoðarkonu sína Kristrúnu Heimisdóttur, gamalt samstarfsfólk úr ráðhúsinu líkt og Kristínu Árnadóttur, gamla vini eins og Margréti Björnsdóttur og Halldór Guð- mundsson rithöfund. Meðal verkalýðsleið- toga sem er í hennar hópi er Gylfi Arn- björnsson og þá er Dagur B. Eggertsson nýr borgarstjóri pólitískur kjörsonur Ingibjargar Sólrúnar. Þá myndi stór hópur kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og femínistarnir í flokknum flokkast sem ingibjargarfólk. Fyrir síðustu kosningar, þegar skoðanakannanir voru flokknum sem óhagstæðastar, ákváðu Ingibjörg Sólrún og Össur að snúa bökum saman. Síðan þá hefur það verið línan hjá samfylkingar- fólki hvað allir vinni vel saman. Megnið af þingflokki Samfylkingar telst til össurararmsins, meðal annars ráðherrarnir Kristján Möller, Björgvin G. Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Eftir að Guðmundur Árni Stefánsson sá fram á að ná ekki að verða formaður flokksins og hætti í pólitík bættist mikilvægur hópur í lið Össurar, svokölluð Hafnarfjarðarmafía sem telur sig ýmsu ráða í flokknum í krafti stærðar sinnar og valda í einu stærsta sveitarfélagi landsins. Meðal ráðgjafa Össurar eru Einar Karl Haraldsson, Mörður Árnason og Björgvin G. Sigurðsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, sem eitt sinn tilheyrði Össurararmi, virðist vera að vinna markvisst í því að fjarlægjast báða fyrrnefnda hópana. Hugsanlega til að marka sér sérstöðu innan flokksins eftir að gengið var fram hjá honum við úthlutun ráðherraembætta í vor. Hann virðist því vera nokkuð einn á báti innan flokksins Lúðvík Bergvinsson, sem keppti um varafor- mannsembættið við Ágúst virðist einnig hafa einangrast innan flokks, en hann tilheyrði áður Ingibjargararmin- um. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon er jafnframt leiðtogi náttúruverndarsinna flokksins, en félagsmenn hafa komið inn á mjög misjöfnum forsendum. Til dæmis eru vinstri grænir femínistar oft ósáttir með sinn formann vegna þess hvernig hann talar um þeirra helstu hugðarefni. Helstu ráðgjafar Steingríms eru utan þingflokks, þeir Huginn Þorsteinsson, sem varð helst þekktur fyrir málgleði á Ölstofunni og Steinþór Hreiðarsson fyrrum Múrverji. Hans helst bakland er Svavar Gestsson og þykir það vera til marks um að Svandís Svavarsdóttir, muni ekki velta þessum erfðaprinsi Svavars af stalli. Kolbrún Halldórsdóttir er mikil náttúru- verndarkona, jafnt sem femínisti, þá er Álfheiður Ingadóttir græn í gegn. Jón Bjarnason hefur kannski ekki yfir- þyrmandi áhuga umhverfismálum, en flytur sínar ræður og fylgir formanninum eftir. Varaformaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, er bæði vinstri sinnuð og græn en hefur eigin hóp í kringum sig. Helst má þar telja bræður hennar, Ármann og Sverri sem vinna mikið innan flokks fyrir systur sína. Þá eru Katrín og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks miklir mátar. Óumdeildur leiðtogi femínista í Vinstri grænum er Svandís Svav- arsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík og af mörgum talin hetja síðustu viku í REI-málinu öllu saman. Hún á í nánu samstarfi við femínista eins og Sóleyju Tómas- dóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur. Styrkur Svandísar er meðal annars talinn felast í því að hún nær til breiðs hóps fólks, meðal annars gamla „Svavars Gestssonar“ kjarnans úr Alþýðu- bandalaginu en fjölskylda hennar er eitt hennar sterkasta bakland. Í flokknum er til dæmis bróðir hennar, Gestur Svavarsson. Þá þykir henni takast að starfa náið með Ástráði Haraldssyni, fyrrverandi eigin- manni sínum. Hún þótti vinna náið með Árna Þór Sigurðssyni í upphafi, en það samstarf hafi dvínað mikið á undanförnu ári. Innan flokksins urðu nokkrir sárir yfir því að gengið yrði til samstarfs við Framsóknarflokkinn, enda í augum þeirra framsóknarmenn holdgervi hins illa í íslenskum stjórnmálum. Þetta eru helst „komm- arnir“ eins og sást á útgöngu Birnu Þórðar- dóttur úr flokknum um daginn. Rauða liðið er það sem gengst upp í því að vera róttækt og innan flokks er talað um þennan hóp sem fólkið sem vill vera róttækasta fólkið í róttækasta flokknum og gefur ekki þumlung eftir. Í þessum hópi teljast meðal annars Birna Þórðardóttir, þegar hún gengur í flokkinn aftur, Ragnar skjálfti og Elías Davíðsson. Það hefur helst komið til kasta Ögmundar Jónassonar að halda utan um þennan hóp og er því lýstur sem leiðtogi þeirra, þrátt fyrir að hafa verið óháður frambjóðandi með Alþýðubandalaginu og óháðum. Það eru ekki allir vinir í pólitík Það getur verið svikult lífið í stjórnmálum. Vinskapur myndast jafnt innan flokka sem milli þeirra, en það er ekki alltaf hægt að reikna með að flokksfélagar séu jafnframt miklir mátar. Svanborg Sigmardóttir fer yfir breiðu línurnar í flokkadráttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.