Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 39
Research Associate in Genetic Service Facility
Starfið felst í uppsetningu og framkvæmd rannsókna sem miða að því að
þróa greiningaraðferðir og auka skilvirkni og gæði framleiðslu í þjónu-
stu-deild erfðarannsóknasviðs. Starfið felst einnig í skipulagningu, mati
á vinnuaðferðum og innleiðingu nýrra greiningaraðferða sem tengjast
vinnuferlum, gæðaeftirliti og þeirri þjónustu sem deildin veitir á sviði
mannerfðafræði.
Hæfniskröfur
B.Sc. í líffræði, lífefnafræði eða efnafræði auk reynslu af starfi á rannsókn-
arstofu. Við leitum að metnaðarfullum og röskum einstaklingi sem er
sjálfstæður, þjónustulundaður og á auðvelt með að vinna með öðrum.
Íslensk erfðagreining er í fararbroddi rannsókna á erfðum algengra sjúkdóma og
býður starfsmönnum upp á mikla möguleika á starfsþróun og símenntun.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ÍE og hjá Starfsmannaþjónustu ÍE:
careers@decode.is / 5701900.
Íslensk erfðagreining I Sturlugötu 8 I 101 Reykjavík I s: 5701900 I www.decode.is I info@decode.is I careers@decode.is
Íslensk erfðagreining auglýsir eftir duglegum og sjálfstæðum
einstaklingum til starfa í alþjóðlegu starfsumhverfi sem
einkennist af nýsköpun, hugmyndavinnu og góðum starfsanda
Sérfræðingur á erfðarannsóknasviði (GMT)
Research Associate in Genomics and Molecular Technologies
Starfið felst í rannsóknum á tjáningu gena og próteina í frumum/frumu-
línum. Meðal verkefna eru frumuvinna, próteinvinna, tjáningartilraunir
auk vinnu með mótefni og genaferjur. Öll störf í deildinni eru unnin í
hópum sem starfa saman að ákveðnum verkefnum í samvinnu við aðra
sérfræðinga og hópstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.
Hæfniskröfur
Hæfniskröfur: Háskólapróf (B.Sc. eða M.Sc) í sameindalíffræði, lífefnafræði
eða skyldum greinum. Reynsla af störfum á rannsóknarstofu og frumu-
líffræði er nauðsynleg og reynsla af vinnu með frumulínur er kostur. Við
leitum að duglegum og röskum einstaklingi sem er sjálfstæður,
skipulagður og á auðvelt með að vinna með öðrum.
Verkefnisstjóri í Smitsjúkdómadeild
Project leader – Infectious Diseases
Við leitum að vísindamanni til að leiða verkefni innan smitsjúkdómadeildar
sem hafa það að markmiði að einangra og rannsaka frekar erfðabreyti-
leika sem tengjast smitsjúkdómum. Við rannsóknirnar eru tvinnaðar saman
aðferðir sameindalíffræði, tölfræði, erfðafræði og lífefnafræði. Unnið er í
hópum í náinni samvinnu erfðarannsóknasviðs við aðrar deildir fyrirtækisins
sem og stofnanir og háskóla í Bandaríkjunum, Evrópu, Afríku og Asíu.
Hæfniskröfur
Háskólapróf (Ph.D. eða M.D.) í sameindalíffræði, lífefnafræði, læknisfræði,
tölfræði og stærðfræði eða skyldum greinum. Reynsla af störfum á rannsókn-
arstofu er nauðsynleg. Við leitum að öguðum, duglegum og sjálfstæðum
einstaklingi sem vinnur vel í hóp
Sérfræðingur á erfðarannsóknasviði (GSF)
Research Assistants – Genetic Services
Um er að ræða störf við undirbúning sýna og umsjón rannsóknatækja í
grunnframleiðsludeildum fyrirtækisins. Störfin eru krefjandi og áhugaverð
en á rannsóknastofunni eru búin til lykilgögn fyrir erfðafræðirannsóknir fyrir-
tækisins.
Hæfniskröfur
Hæfniskröfur eru stúdentspróf eða sambærileg menntun, góð almenn tölvu-
kunnátta og a.m.k. 1-2ja ára starfsreynsla af vinnumarkaði. Um er að ræða
framtíðarstörf og verður einungis í ráðið í fullt (100%) starf.
Aðstoðarmenn á rannsóknarstofu
Research Assistant – Drug Discovery/Animal facility
Starfið felst í aðstoð við dýratilraunir og mun starfsmaður hljóta sérstaka
þjálfun fyrir starfið. Hluti af starfinu (um 20%) er fólginn í umsjón með til-
raunadýrum.
Hæfniskröfur
Menntun á sviði líffræði er æskileg og reynsla af vinnu við tilraunadýr eða á
dýratilraunastöð er kostur. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að læra
nýja hluti, er stundvís og skipulagður og getur unnið sjálfstætt.
Starfsmaður á dýratilraunastöð
Project Manager – Non-commercial Contracts
Vegna vaxandi umsvifa leitum við að einstaklingi með þekkingu á verkefna-
stjórnun til starfa á styrkjasviði ÍE við fjármögnun og framkvæmd rannsókna-
verkefna fyrirtækisins.
Helstu verkþættir
Rekstur rannsóknaverkefna í samvinnu við vísindalega stjórnendur þeirra.
Samskipti við erlenda og innlenda samstarfsaðila í styrktum verkefnum.
Umsókna- og skýrslugerð, og undirbúningur funda. Tengsl við erlendar og
innlendar stofnanir og styrkjaveitur.
Viðkomandi þarf:
viðskiptafræði eða fjármálum
og Microsoft Project)
Verkefnastjóri á styrkjasviði
Sérfræðingur á Tölfræðisviði
Research Scientist/Associate - Statistics Department
Starfið felur í sér tölfræðilega úrvinnslu gagna í tengslum við sjúkdóma-
verkefni og þróun nýrra tölfræðiaðferða við þá úrvinnslu. Vinnan felst meðal
annars í útreikningum á sambandi stakra erfðamarka og haplótýpa við
svipgerðir, arfgengi og erfðafræðilegri áhættu skyldmenna, tengslagrein-
ingu, tengslaójafnvægi, samverkandi áhrifum milli sjúkdómsgena og
erfðum magnbundinna eiginleika. Starfsmenn á tölfræðisviði koma einnig að
gæðastjórnun á framleiðslu gagna, sem og undirbúningi einkaleyfaumsókna
og vísindagreina til birtingar í alþjóðlegum vísindatímaritum. Að mestu er
unnið í Linux stýrikerfi með forritum sem þróuð hafa verið innan deildarin-
nar.
Hæfniskröfur
Leitað er eftir fólki með M.S. eða Ph.D. gráðu í tölfræði, líftölfræði eða á skyl-
og Perl er mikill kostur.
Umsækjendur um sérfræðingsstöður eru beðnir að láta fylgja með umsókn stutt yfirlit um
reynslu af rannsóknarstörfum, þ.m.t. aðferðir sem notaðar voru, auk lýsingar á áhugasviði.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður E. Guðlaugsdóttir Starfsmannastjóri ÍE
careers@decode.is eða má finna á www.decode.is