Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 24
Miðasala: 4 600 200 I netsala: leikfelag.is
ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI!
FRÁBÆR
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
SAGA UM FORBOÐNA ÁST
MEÐ TÓNLIST EFTIR LAY LOW
Í samstarfi við
L
oftskeytamaðurinn er meistarasmíði þó ekki
væri nema vegna þess að hún kemur úr
smiðju meistarans Knut Hamsun, en getur
þó varla talist einn af hans helstu dýrgrip-
um. Hún er efnisskyld ýmsum af hans fræg-
ustu bókum, og koma þá til að mynda ástarsögurnar
Viktoría og Pan í hugann; Loftskeytamaðurinn gerist
á einu norðlensku sumri eins og Pan, en á meðan
hinar bækurnar tvær eru ljóðræn og dramatísk lista-
verk þá má segja að Loftskeytamaðurinn sé nær því
að vera skemmtisaga, glaðvær nóvella – var raunar
pöntuð sem slík af útgefendum Hamsuns árið 1904 og
segir í ævisögum að hann hafi klárað bókina á tveim-
þrem mánuðum. Raunar heitir bókin á frummálinu
„Sværmere“ þannig að réttari þýðing væri Draum-
óramenn eða eitthvað slíkt, en sagan varð kunn sem
„Telegrafisten“ þegar hún var kvikmynduð undir
þeim titli fyrir nokkrum árum, og fyrirgefst því
ágætum þýðanda bókarinnar sú tilhliðrun.
Mest skylt á samt umrædd bók við Benóní, fyrri
bókina í tvíleiknum Benóní og Rósa sem margir
þekkja úr þýðingu Jóns Sigurðarsonar, en fyrir
Hamsunþýðingar sínar kallaði Halldór Laxness Jón
frá Kaldaðarnesi „doktor og meistara íslenskrar
tungu“. Aðalpersónurnar, Ove Rolandsen loftskeyta-
maður og pósturinn Benóní Hartvigsen, eru sams-
konar glúrnir alþýðumenn; klaufalegir í samskiptum
við konur en keppa með hugviti sínu við stórveldi
sinna byggðarlaga sem heita Mack á báðum stöðum
og eru reyndar bræður. En það er kannski ekki hin
dramatíska framvinda sem er aðalsmerkið hér frem-
ur en í mörgum öðrum bókum Hamsuns heldur stíll-
inn; þessi lotulangi, hrynfasti og jafnvel endurtekn-
ingarsami stíll með hliðskipuðum setningum sem
mynda langar málsgreinar; sefjandi á ekki ósvipaðan
hátt og barrokktónlist og nýtur sín kannski allra best
í náttúrulýsingum bæði hið ytra og innra. Hamsun-
stíllinn hafði gífurleg áhrif á heimsbókmenntirnar og
gerir það enn, og varla voru margir af höfundum
Vesturlanda á fyrstu áratugum liðinnar aldar ósnortn-
ir af honum. Þá ekki endilega að menn væru að stæla
hann; það gat raunar verið þvert á móti eins og virð-
ist með okkar mann Halldór Laxness, en svo er að sjá
að strax um tvítugt hafi hann ákveðið að feta ekki í
fótspor norska stórmeistarans heldur hreinlega stilla
sér upp á móti honum – velja sér hann sem viðmiðun.
Það átti ekki við um Gunnar Gunnarsson; hann skrif-
aði auðvitað nokkurnveginn sama tungumál og gamli
Knut og stíll Gunnars er oft mjög
glæsilega hamsúnskur, eins og
sést kannski best á Fjallkirkj-
unni (þar sem Hamsun raunar
bregður fyrir) en merkilegt er í
því ljósi að lesa snilldarþýðingu
HKL á þeim mikla bálki, þar sem
hann getur ekki, ef hann á að
vera trúr frumtextanum,
gengið gegn sérkennilegri
ljóðrænu hans, og má
segja að útkoman verði
blanda af röddum þess-
ara snillinga þriggja.
Maður skilur vel að
Jón Kalman Stefáns-
son hafi viljað spreyta
sig á stíl og texta
Hamsuns og hann
kemst með ágætum frá
því verki.
Ný þýðing á verki eftir norska skáld-
jöfurinn Knut Hamsun er komin út,
Loftskeytamaðurinn, og Jón Kalman
þýðir. Fremstur meðal jafningja í
aðdáendaklúbbi Hamsuns hér á landi
er Einar Kárason, sem segir hér frá
verkinu og stöðu Knúts í samhengi
íslenskra bókmennta.
Knut Hamsun um það
leyti sem vegur hans
var sem mestur.
Einar Kárason