Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 102
Icelandair er
samstarfsaðili
West Ham og
býður ferðir á
alla heimaleiki
liðsins í vetur.
Fjölmargir leikir
framundan, s.s.
á móti Liverpool,
Birmingham og
Blackburn.
11.–13
JANÚAR
W W W. I C E L A N DA I R . I S
49.300 KR.
Verð á mann
í tvíbýli
+ Nánari upplýsingar:
www.icelandair.is/ithrottaferdir
Leikmenn Landsbankadeildar
kvenna urðu sér og kvenna-
knattspyrnunni á Íslandi
til skammar með því að
ganga framhjá Mar-
gréti Láru Viðarsdótt-
ur í kosningu sinni á
besta leikmanni
Landsbankadeildar kvenna.
Með fullri virðingu fyrir
KR-ingnum Hólmfríði
Magnúsdóttur sem stóð
sig mjög vel og var kosin
best, þá var Margrét
Lára yfirburðamað-
ur í deildinni. Það
virðist því vera sem
öfund og samantekin
ráð leikmanna hafi hér ráðið
um hver fengi verðlaunin.
Margrét Lára Viðarsdóttir er
besti leikmaður Vals og mikill
leiðtogi í Íslandsmeistaraliðinu.
Hún skoraði 38 mörk í
16 leikjum og bætti
ársgamalt markamet
sitt sem fáir töldu að
væri hægt og
hafði fyrir
þann tíma stað-
ið óhaggað í 25 ár.
Það var aðeins eitt lið
(KR) sem skoraði fleiri
mörk en Margrét Lára og
hún skoraði tvöfalt fleiri
mörk en Hrefna Huld
Jóhannesdóttir sem fékk
silfurskóinn. Margrét Lára
lagði auk þess upp stóran
hluta af hinum 50 mörk-
unum sem Valur skoraði.
Valur og KR háðu einvígi um
titilinn í sumar og mættust í
tveimur úrslitaleikjum. Fyrri
leiknum lauk með 1-1 jafntefli
þar sem Margrét Lára tryggði
Valsliðinu jafntefli með því að
skora jöfnunarmarkið. Valur
vann síðan seinni leikinn, óopin-
beran úrslitaleik, 4-2 á KR-vellin-
um. Margrét Lára skoraði tvö
mörk, lagði upp eitt og átti stóran
þátt í undirbúningi þess fjórða.
Hún átti því þátt í öllum fimm
mörkum Valsliðsins í toppleikj-
unum við KR, mörk sem tryggðu
Valsliðinu fjögur stig sem gerðu
útslagið í baráttunni um titilinn.
Margrét Lára skoraði síðan
tvennu í báðum sigrunum á
Breiðabliki (3. sæti) og sjö mörk í
leikjunum gegn Keflavík (4.
sæti). Hún var því allt í öllu gegn
bestu liðum deildarinnar.
Kröfurnar sem settar eru á
Margréti Láru eru engu líkar og
það að hún skyldi standast þær
með jafnglæsilegum hætti er
mikið afrek.
Hún er stjarna íslenskrar
kvennaknattspyrnu og er mikið í
sviðsljósinu, greinilega of mikið
að mati margra kollega hennar í
Landsbankadeild kvenna. Þeir
leikmenn gerðu sér og öllum
kvennaboltanum mikinn grikk
með því að láta öfund og afbrýði-
semi leiða sig út í að ganga fram
hjá langbesta leikmanni Lands-
bankadeildar kvenna.
Eftir stendur að verðgildi kosn-
ingarinnar er hrunið og kröfur
hljóta að vera háværar að KSÍ
leiti leiða til þess að koma í veg
fyrir önnur eins „mistök“ í fram-
tíðinni.
Er öfundin og afbrýðisemin svona mikil
út í bestu knattspyrnukonu landsins?
Ég kaus sjálf Margréti Láru besta leikmanninn
Átta leikir fóru fram í
ensku úrvalsdeildinni í gær en
staðan er óbreytt á toppnum þar
sem sjö efstu liðin unnu öll leiki
sína. Arsenal hélt sigurgöngu
sinni áfram, Manchester liðin
United og City unnu bæði sína
leiki og Liverpool vann borgar-
slaginn gegn Everton.
Arsenal vann lánlaust lið Bolton
2-0 á heimavelli sínum og heldur
því toppsæti deildarinnar áfram.
Arsenal átti í þó nokkrum vand-
ræðum í leiknum gegn baráttu-
glöðu liði Bolton og fyrsta markið
kom ekki fyrr en á 68. mínútu
þegar Kolo Toure skoraði. Arsenal
náði svo að bæta öðru marki við
þegar tíu mínútur voru til leiks-
loka þegar Tomas Rosicky skoraði
eftir undirbúning varamannsins
Theo Walcott og þar við sat. Ars-
ene Wenger, stjóri Arsenal, sá
ástæðu til þess að hrósa liði Bolton
eftir leikinn. „Þeir gerðu okkur
lengi vel erfitt fyrir og eru með
reynda og góða leikmenn, en við
vorum verðlaunaðir fyrir þolin-
mæðina og ég var mjög ánægður
með að við héldum okkar leik-
skipulagi til enda,“ sagði Wenger.
Elano var enn og aftur bjarg-
vættur Manchester City og skor-
aði sigurmarkið gegn Birming-
ham í gær og Sven-Göran Eriksson,
stjóri Mancester City, var ánægð-
ur með sinn mann. „Hann er frá-
bær leikmaður og er að skora mik-
ilvæg mörk og ég held að hann
eigi eftir að bæta sig enn meira á
næstu árum,“ sagði Eriksson.
Manchester United vann Aston
Villa 1-4 á Villa Park eftir að hafa
lent undir í leiknum. Wayne Roon-
ey skoraði tvö mörk fyrir United
og feilaði einni vítaspyrnu í leikn-
um, en Rio Ferdinand og Ryan
Giggs skoruðu hin mörkin tvö.
Alex Ferguson, stjóri United, var í
hæstu hæðum í leikslok. „Þetta er
sennilega besti leikur okkar á
tímabilinu. Það eru vonbrigði hvað
við erum búnir að skora lítið til
þessa á tímabilinu þannig að þetta
voru frábær úrslit,“ sagði Fergu-
son.
Það er alltaf mikið undir þegar
Everton og Liverpool mætast og
leikurinn í gær var engin undan-
tekning. Liverpool vann leikinn 1-
2 eftir að hafa lent undir í fyrri
hálfleik, en tvö mörk úr vítaspyrn-
um frá Dirk Kuyt voru nóg til þess
að Liverpool hirti öll stigin. Evert-
on missti mann útaf með rautt
spjald í hvoru vítinu fyrir sig, því
fyrra í byrjun síðari hálfleiks og
því seinna í uppbótartíma. Eftir
markið var Everton svo neitað um
vítaspyrnu á lokaandartökum
leiksins og David Moyes, stjóri
Everton, var því skiljanlega súr í
bragði í leikslok. „Svona er fót-
boltinn. Ákvarðanir eru ekki alltaf
þér í hag og mér fannst við eiga
skilið að fá víti í lokin og jafntefli
hefðu verið sanngjörn úrslit,“
sagði Moyes svekktur.
Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gærdag þar sem sigurganga Arsenal hélt áfram, Chelsea
vann á útivelli og Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir Manchester United sem vann Aston Villa 4-1.
Enska úrvalsdeildin: