Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 99
Í guðsþjónustu í Grafarvogs-
kirkju í dag kl. 11 verður opnuð
sýning á málverkum Magnúsar
Kjartanssonar myndlistarmanns.
Dr. Gunnar Kristjánsson prófast-
ur predikar og séra Vigfús Þór
Árnason þjónar fyrir altari. Enn
fremur mun Aðalsteinn Ingólfs-
son listfræðingur flytja erindi
um myndlistarmanninn.
Magnús Kjartansson myndlist-
armaður lést fyrir aldur fram
árið 2006. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla
Íslands og síðar við Konunglegu
Dönsku listakademíuna. Magnús
hélt margar einkasýningar á
myndverkum sínum og tók þátt í
mörgum samsýningum heima og
erlendis. Hann rak ásamt öðrum
myndlistarmönnum Gallerí Sólon
Íslandus. Hann var einnig þátt-
takandi í rekstri leirlistaverk-
stæðis Koggu að Vesturgötu 5.
Magnús fékk margar viðurkenn-
ingar og verðlaun sem myndlist-
armaður. Meðal annars fékk hann
verðlaun í alþjóðlegri samkeppni
myndlistarmanna í Lúxemborg
l972, Menningarverðlaun DV
l986, Starfslaun menntamálaráðu-
neytisins 1980, 1988 og 1990.
Vigfús Þór Árnason sóknar-
prestur í Grafarvogskirkju er
hugmyndasmiður sýningarinnar.
„Magnús setti upp sýningu í Graf-
arvogskirkju fyrir 15 árum síðan
og á henni heillaðist ég gjörsam-
lega af verkum hans. Eftir að
hann lést fór mig að langa til að
setja upp minningarsýningu um
þennan einn fremsta myndlistar-
mann þjóðarinnar hér í kirkj-
unni.“
Verkin sem eru til sýnis í Graf-
arvogskirkju að þessu sinni eru
þau sömu og voru sýnd þar fyrir
15 árum, að nokkrum nýrri verk-
um viðbættum. Vigfús segir verk
Magnúsar passa vel inn í umhverfi
kirkjunnar. „Það eru viss trúar-
stef í myndum hans og því þykir
mér afar viðeigandi að hafa þau
til sýnis í kirkjunni, en þau munu
hanga á veggjunum inn allt kirkj-
urýmið.“
Sýningin er öllum opin á opnun-
artímum kirkjunnar. „Það er ef til
vill eilítið óvenjulegt fyrir fólk að
fara á myndlistarsýningu í kirkju,
en það er stundum sagt að móðir
listarinnar sé kirkjan og því má
kannski segja að þar sé hennar
annað heimili,“ segir Vigfús að
lokum.
Magnús Kjartansson í
Grafarvogskirkju
Ítalski rithöfundurinn Claudio
Magris heldur fyrirlestur um bók
sína, Alla Cieca, sem kemur út um
þessar mundir á Norðurlöndun-
um, í Norræna húsinu á morgun
kl. 17.30. Bókin fjallar að hluta til
um Ísland og mun höfundur gera
því sérstaklega skil í fyrirlestrin-
um. Hann hefur gengið svo langt
að skilgreina bókina sem „íslenska
skáldsögu“.
Fyrirlesturinn er haldinn á
vegum Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur í samvinnu við ítalska
sendiráðið í Ósló og er í tengslum
við menningarviku ítalskrar
tungu, 22.-30. október sem haldið
er upp á víða um heim.
Skrif Magris eru oft fræðilegs
eðlis og lýsa mikilli þekkingu hans
og innsæi á
viðfangsefn-
inu. Fræði-
legar vanga-
veltur
haldast í
hendur við
heillandi lýs-
ingar á fólki
og stöðum,
ævintýraleg-
ar frásagnir
og oftar en
ekki kaldhæðnislegan húmor.
Honum hefur verið líkt við ítalska
heimspekinginn Benedetto Croce
og menningarsagnfræðingana
Jacob Burckhardt og Egon Fried-
ell. Magris sagði eitt sinn að
skriftir væru ekkert annað en
umritun: Jafnvel þegar höfundur
er að skapa, þá byggir hann alltaf
á atburðum sem lífið hefur gert
hann þátttakanda í. Án hversdags-
legra upplifana væru margar
blaðsíður enn óskrifaðar.
Magris hefur unnið til fjölda
verðlauna. Hann fékk gullorðu
hjá Círculo de Bellas Artes í
Madrid 2003 og Prince of Asturi-
as-verðlaunin 2004 fyrir framlag
sitt til bókmennta. 2005 hlaut hann
Giuseppe Tomasi di Lampedusa
bókmenntaverðlaunin. Í ár var
hann tilnefndur til Nóbelsverð-
launa.
Fyrirlesturinn, sem fer fram á
ensku, er öllum opinn og boðið
verður upp á léttar veitingar að
honum loknum.
Magris á Íslandi
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
94
28
1
0/
07
VERÐ FRÁ 67.000 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI
Björgvin Halldórsson, ásamt stórhljómsveit og strengjasveit
Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu Óperunnar í Kaupmannahöfn,
kemur fram á stórtónleikum í CIrkusbygningen í Kaupmannahöfn,
sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl 2008.
Gestasöngvarar: Stefán Hilmarsson, Svala Björgvins,
Sigga Beinteins, Eyjólfur Kristjánsson, Regína Ósk o.fl.
Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi og síðan er dansleikur
til kl. 02:00 þar sem Björgvin og hljómsveit hans, ásamt
gestasöngvurum, halda uppi stuðinu.
+ Nánari upplýsingar á www.icelandair.is
*Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting á Hotel Du Nord og miði á tónleika og dansleik ásamt 3ja rétta kvöldverði (frá kl. 19:30 til 22:00)
í Cirkusbygningen 24. apríl. Hægt er að velja um gistingu á fleiri hótelum í Kaupmannahöfn og í allt að 4 nætur. Í boði eru flugferðir til Kaupmanna-
hafnar 23. eða 24. apríl og frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur 25., 26. eða 27. apríl. Eingöngu bókanlegt á netinu! Takmarkað sætaframboð!
Safnaðu
Vildarpunktum
Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir
ICELANDAIR Í SAMSTARFI
VIÐ WWW.KOBEN.IS KYNNA:
BO Í KÖBEN Í APRÍL 2008
UNDIR STJÓRN ÞÓRIS BALDURSSONAR
Lykill að fortíðinni
Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til
að skyggnast inn í lífið á landnámsöld. Miðpunktur sýningar-
innar er skálarúst frá 10. öld. Einnig má þar finna fornleifar
frá því um 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist
hafa á Íslandi.
Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda
sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var
háttað og hvernig umhverfi og landslag borgarinnar var við
landnám.
Aðalstræti 16
www.reykjavik871.is
Auglýsingasími
– Mest lesið