Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 99

Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 99
Í guðsþjónustu í Grafarvogs- kirkju í dag kl. 11 verður opnuð sýning á málverkum Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns. Dr. Gunnar Kristjánsson prófast- ur predikar og séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Enn fremur mun Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur flytja erindi um myndlistarmanninn. Magnús Kjartansson myndlist- armaður lést fyrir aldur fram árið 2006. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar við Konunglegu Dönsku listakademíuna. Magnús hélt margar einkasýningar á myndverkum sínum og tók þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis. Hann rak ásamt öðrum myndlistarmönnum Gallerí Sólon Íslandus. Hann var einnig þátt- takandi í rekstri leirlistaverk- stæðis Koggu að Vesturgötu 5. Magnús fékk margar viðurkenn- ingar og verðlaun sem myndlist- armaður. Meðal annars fékk hann verðlaun í alþjóðlegri samkeppni myndlistarmanna í Lúxemborg l972, Menningarverðlaun DV l986, Starfslaun menntamálaráðu- neytisins 1980, 1988 og 1990. Vigfús Þór Árnason sóknar- prestur í Grafarvogskirkju er hugmyndasmiður sýningarinnar. „Magnús setti upp sýningu í Graf- arvogskirkju fyrir 15 árum síðan og á henni heillaðist ég gjörsam- lega af verkum hans. Eftir að hann lést fór mig að langa til að setja upp minningarsýningu um þennan einn fremsta myndlistar- mann þjóðarinnar hér í kirkj- unni.“ Verkin sem eru til sýnis í Graf- arvogskirkju að þessu sinni eru þau sömu og voru sýnd þar fyrir 15 árum, að nokkrum nýrri verk- um viðbættum. Vigfús segir verk Magnúsar passa vel inn í umhverfi kirkjunnar. „Það eru viss trúar- stef í myndum hans og því þykir mér afar viðeigandi að hafa þau til sýnis í kirkjunni, en þau munu hanga á veggjunum inn allt kirkj- urýmið.“ Sýningin er öllum opin á opnun- artímum kirkjunnar. „Það er ef til vill eilítið óvenjulegt fyrir fólk að fara á myndlistarsýningu í kirkju, en það er stundum sagt að móðir listarinnar sé kirkjan og því má kannski segja að þar sé hennar annað heimili,“ segir Vigfús að lokum. Magnús Kjartansson í Grafarvogskirkju Ítalski rithöfundurinn Claudio Magris heldur fyrirlestur um bók sína, Alla Cieca, sem kemur út um þessar mundir á Norðurlöndun- um, í Norræna húsinu á morgun kl. 17.30. Bókin fjallar að hluta til um Ísland og mun höfundur gera því sérstaklega skil í fyrirlestrin- um. Hann hefur gengið svo langt að skilgreina bókina sem „íslenska skáldsögu“. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í samvinnu við ítalska sendiráðið í Ósló og er í tengslum við menningarviku ítalskrar tungu, 22.-30. október sem haldið er upp á víða um heim. Skrif Magris eru oft fræðilegs eðlis og lýsa mikilli þekkingu hans og innsæi á viðfangsefn- inu. Fræði- legar vanga- veltur haldast í hendur við heillandi lýs- ingar á fólki og stöðum, ævintýraleg- ar frásagnir og oftar en ekki kaldhæðnislegan húmor. Honum hefur verið líkt við ítalska heimspekinginn Benedetto Croce og menningarsagnfræðingana Jacob Burckhardt og Egon Fried- ell. Magris sagði eitt sinn að skriftir væru ekkert annað en umritun: Jafnvel þegar höfundur er að skapa, þá byggir hann alltaf á atburðum sem lífið hefur gert hann þátttakanda í. Án hversdags- legra upplifana væru margar blaðsíður enn óskrifaðar. Magris hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann fékk gullorðu hjá Círculo de Bellas Artes í Madrid 2003 og Prince of Asturi- as-verðlaunin 2004 fyrir framlag sitt til bókmennta. 2005 hlaut hann Giuseppe Tomasi di Lampedusa bókmenntaverðlaunin. Í ár var hann tilnefndur til Nóbelsverð- launa. Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er öllum opinn og boðið verður upp á léttar veitingar að honum loknum. Magris á Íslandi ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 94 28 1 0/ 07 VERÐ FRÁ 67.000 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI Björgvin Halldórsson, ásamt stórhljómsveit og strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu Óperunnar í Kaupmannahöfn, kemur fram á stórtónleikum í CIrkusbygningen í Kaupmannahöfn, sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl 2008. Gestasöngvarar: Stefán Hilmarsson, Svala Björgvins, Sigga Beinteins, Eyjólfur Kristjánsson, Regína Ósk o.fl. Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi og síðan er dansleikur til kl. 02:00 þar sem Björgvin og hljómsveit hans, ásamt gestasöngvurum, halda uppi stuðinu. + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is *Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting á Hotel Du Nord og miði á tónleika og dansleik ásamt 3ja rétta kvöldverði (frá kl. 19:30 til 22:00) í Cirkusbygningen 24. apríl. Hægt er að velja um gistingu á fleiri hótelum í Kaupmannahöfn og í allt að 4 nætur. Í boði eru flugferðir til Kaupmanna- hafnar 23. eða 24. apríl og frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur 25., 26. eða 27. apríl. Eingöngu bókanlegt á netinu! Takmarkað sætaframboð! Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir ICELANDAIR Í SAMSTARFI VIÐ WWW.KOBEN.IS KYNNA: BO Í KÖBEN Í APRÍL 2008 UNDIR STJÓRN ÞÓRIS BALDURSSONAR Lykill að fortíðinni Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til að skyggnast inn í lífið á landnámsöld. Miðpunktur sýningar- innar er skálarúst frá 10. öld. Einnig má þar finna fornleifar frá því um 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var háttað og hvernig umhverfi og landslag borgarinnar var við landnám. Aðalstræti 16 www.reykjavik871.is Auglýsingasími – Mest lesið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.