Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 90
E
kki er lát á daglegum hryll-
ingi í Írak; ofbeldi, órétt-
læti, blóðsúthellingum og
óskaplegu mannfalli. Borg-
arar sundraðs samfélags
leita allra leiða til að hafa í
sig og á. Forngriparán og sala eru þó
ekki eina áhyggjuefni sérfræðinga í
sögu manns og menningar. Umsvif
nútíma hersveita á þungavígvélum á
viðkvæmum fornleifasvæðum eins og
Babýlon, Niniveh, Samarra og Úr mylja
söguna undir sandinum mélinu
smærra.
Á langri leið hefur mannkyni skilist að
menningarvöggur þess eru margar,
jafnt á sviði handverks sem hugmynda.
Ein þeirra liggur á sléttunni milli fljót-
anna Efrat og Tígris í núverandi Írak.
Grikkir kölluðu landsvæðið Mesópót-
amíu eða Millifljótaland en heimamenn
nefna það Al Jazirah, Skagann eða
Eylandið. Frjór framburður fljótanna
jók landgæði þar svo mjög að fyrir um
12.000 árum þótti flakkandi forfeðrum
okkar rétt að staldra við, sá fyrir hinu
og þessu og hefja með því akuryrkju á
jörðinni. Með tímanum lærðist þeim að
hemja flóðin í fljótunum og byggja
áveitur.
Á sléttunni var gnægð veiðidýra, svo
sem geitur, sauðfé, svín og naugripir.
Ekki leið á löngu þar til kyrrsetumönn-
unum á sléttunni tókst að laða þessi
dýr til fylgilags og húsdýrahald hófst.
Gripirnir og afurðir þeirra voru ekki
bara aukinn matarforði ættarinnar
heldur mikilvægur gjaldmiðill og nú
gátu menn lagt loðskinnum sínum og
borið spunnin klæði og ofin. Sérhæfing
fylgdi í kjölfarið, myndun þorpa og
borga og stéttaskipting. Og þá var hægt
að deila um lönd og árfarvegi og í fram-
haldi af því herja á nærliggjandi byggð-
ir með skipulögðum hætti. Viðskipti
jukust; íbúar sléttunnar seldu fjallabú-
um leirker og korn fyrir trjávöru,
málma og skinn.
Gósenland þetta freistaði auðvitað
margra og hver þjóðin af annarri sett-
ist þar að til að deila og drottna. Súm-
erar vildu halda skikk á stjórn sinni og
viðskiptum og fundu því upp fleyg-
rúnir til að skrá allt hjá sér. Þeim þótti
augljóst að sólarhringurinn skiptist í
60 mínútna klukkustundir, tólf mánuð-
ir væru í einu ári og 360 gráður í hring
um leið og þeir suðu saman tin og
kopar og bjuggu til brons. Aðrir ortu
sálma og ljóð á leirtöflur sínar.
Konungi Babýlóníumanna þótti rétt
að skrá fleira en viðskiptasamninga
og stjórnskipanir; hann bætti við laga-
setningum og dómum svo tryggja
mætti „réttlæti í landinu, að brjóta ill-
viljuð niðurrifsöfl á bak aftur og sjá
til þess að þeir voldugu sætu ekki yfir
hlut þeirra sen minna mættu sín“.
Hammúrabí lét fleyga þetta á opinber-
ar leirtöflur fyrir um 3.700 árum,
nokkru eftir að Abraham lagði af stað
frá Úr í Kaldeu að leita fyrirheitna
landsins.
Sargon konungur Assýríumanna úr
norðri færði út landsvæði ríkisins og sá
ekkert athugavert við fjölmenningar-
ríki. Afkomendur hans glutruðu völdun-
um til Babýlóníumanna eftir tæpar
tvær aldir og Nebúkadnessar II náði að
mölva Jerúsalem og teyma íbúa hennar
og nærsveita í útlegð í Babýlon. Kýros
mikli Persakonungur hleypti fólkinu
aftur heim með gamla testamentið í far-
teskinu. Sjálfur var hann sennilega hall-
ur undir Zaraþústrasið; taldi manninn
hafa frjálsan vilja og val milli góðs og
ills. Þessu næst bar að Alexander mikla
frá Makedóníu að leggja undir sig heim-
inn og sá fyrir hellenismanum í leiðinni.
Persar fengu enn að reyna sig við stjórn-
völinn um hríð eða þangað til fólk innan
af Arabíuskaga æddi yfir með boðskap
Múhameðs spámanns. Taka þá við inn-
ansveitarátök í heimi múslima í um þús-
und ár. Og ekki einu sinni komið að olíu-
auðnum. En söguna alla má finna í
írakskri jörð.
Grafar- og fornleifarán eru ekki
nýlunda meðal mannkyns. Þar sem
mest ber á fortíðinni hefur sérþekk-
ing á þessu sviði jafnvel varðveist í
ættum í ótal kynslóðir. Fornleifafræð-
ingar fullyrða þó að í Írak hafi orðið
nokkur breyting á verklagi og vinnu-
hraða. Auðugir landeigendur eða
kaupsýslumenn kaupa upp stór sands-
væði og senda þangað fagmannasveit-
ir sínar. Ræningjahópar eru misstórir
með stórvirkar vinnuvélar eða skóflur
en eira engu. Enda til mikils að vinna;
meðalárslaun í Írak samsvara nú um
60.000 ísl. kr. en fyrir vænan kassa af
fornminjum má fá rúma íslenska
milljón. Þeir færustu ná 2-3 kössum á
viku. Á tímum Saddams lá dauðarefs-
ing við fornminjaránum, nú er talið að
um 15.000 munir finnist á degi hverj-
um og flestir þeirra eru fluttir úr
landi. Í Írak eru um 10.000 fornminja-
svæði þekkt og skráð, í Nassariyah
einni og nágrenni eru leifar um 840
byggða frá tímum Súmera. Ræningja-
hóparnir hafa tæmt þær allar enda
hamla fjárskortur og ófremdarástand
í landinu öllu eftirliti.
Samkvæmt Haag-sáttmálanum frá
1954 er herjum heims óheimilt með
öllu að reisa herstöðvar á þjóðar- eða
heimsminjum. Bandaríkjamenn sam-
þykktu ekki þennan sáttmála og her-
stöðvar þeirra og búðir eru m.a. við
hinar fornu borgir Babýlon, Samarra,
Úr og Niniveh svo nokkrar séu nefnd-
ar. Umsvif hersveita og ekki síst
þungra vígvéla mylja fornleifarnar
undir sandinum ekki síður en þær sem
upp úr honum standa. Stjórnvöld í
BNA hafa ekki tjáð sig um ástandið í
fornleifamálum Íraks síðan í apríl árið
2003 en þá sagði þáverandi varnar-
málaráðherra, Donald Rumsfeld, í við-
tali við CNN: „Hlutir fara í rugl. Frelsi
er sóðalegt og frjálst fólk gerir mis-
tök, fremur glæpi og gerir slæma
hluti.“
Menn standa ráðþrota frammi fyrir
menningarhamförunum í Írak og velta
fyrir sér hvað valdi, hverjir græði.
Grunur sumra beinist að fjölmörgum
baráttusveitum og öfgahópum í land-
inu og aðferðum þeirra við að fjár-
magna baráttuna, aðrir telja auðmenn
og ættarhöfðingja maka krókinn, þar
heima og í útlöndum. Hitt er víst að
eftirspurnin eykst – auðjöfrar í Evr-
ópu, BNA, Japan og Sameinuðu Arab-
ísku furstadæmunum þreytast ekki á
að panta sér muni úr menningar-
vöggunni, stóra og smáa. Fulltrúar
UNESCO, Interpol og fleiri alþjóð-
legra stofnana vinna þrotlaust með
safna-, sagn- og fornleifafræðingum
við að leita muni uppi, m.a. á netsíðum
sínum, en válistar þeirra lengjast jafnt
og þétt.
Mannkynssaga skoðar manninn, þróun
hans og samfélaganna sem hann hefur
smíðað, aðferðirnar sem hann hefur
notað til að komast af. Tómstundir
hans, hugmyndir um guði, menn og
heim, sýn hans á sjálfan sig og
umhverfið. Smíðar hans, störf og list,
verkfæri, skáldskap og skynjun. Dag-
legt líf og tyllidaga, orrustur, harðindi
og ofgnótt. Frá ýmsum hliðum og
sjaldnast einróma. Vitneskjuna hafa
menn ekki síður notað til að skyggnast
um í samtíma sínum, skilja hann og
barning manna við að lifa af og aðlag-
ast hörðum heimi.
Sérfræðingar í mannkyni og sögu
þess reyna hvað þeir geta til að vekja
athygli á þeim fjársjóðum heimilda
sem nú tínast inn á einkasöfn auðugra
um allan heim eða fjúka burt molnað-
ar undan herjum og vígvélum með
sandinum. Þeir segja forna sögu Íraks
í bráðri útrýmingarhættu og þar með
sögu einnar af vöggum siðmenningar-
innar.
Bandarískur hermaður gengur hjá
veggmynd í Þjóðminjasafni Írak.
Þúsundir fornminja hafa horfið
frá Írak á þeim tíma sem hernám
Bandaríkjanna og stuðningsþjóða
þeirra hefur staðið AFP/KARIM SAHIB
Á síðustu fjórum
árum hefur forn
atvinnugrein, safna-
og fornleifarán,
þróast með slíkum
ágætum austur í
Mesópótamíu, að
sumir eru jafnvel
stoltir af. Fagmenn
tæma söfn og þefa
uppi ævafornar
rústir í söndum
landsins til að selja
með leynd auðugum
söfnurum í Evrópu,
Bandaríkjunum,
Asíu og öðrum Mið-
Austurlöndum.
FORNLEIFAR RAGNHEIÐUR
GYÐA JÓNSDÓTTIR