Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 93
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Anna Guðmundsdóttir • Anna Gunnarsdóttir • Anna
Þórunn Hauksdóttir • Auður Vésteinsdóttir • Ásdís
Birgisdóttir • Bergrós Kjartansdóttir • Bjargey
Ingólfsdóttir • Bjarni Þór Kristjánsson • Björg Juto
Dóra Árna • Friðgeir Guðmundsson • Fríða Gylfa-
dóttir • Guðný Hafsteinsdóttir • Guðrún H. Bjarna-
dóttir • Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir • Hafdís
Sverrisdóttir • Hélene Magnússon • Inga Elín
Kristinsdóttir • Ingibjörg Hanna Pétursdóttir • Jóna
Björg Jónsdóttir • Kristveig Halldórsdóttir • Oddný
Magnúsdóttir • Ófeigur Björnsson • Ólöf María Ólafs-
dóttir • Philippe Ricart • Rósa Helgadóttir • Sif
Ægisdóttir • Sigga á Grund • Sigríður Ásdís Jóns-
dóttir • Sigrún Lára Shanko • Sigrún Skarphéðins-
dóttir • Steinunn Bergsteinsdóttir • Védís Jónsdóttir
• Þórey Sigríður Jónsdóttir • Þórunn Símonardóttir
Sýningin stendur til 11. nóvember
og er opin virka daga frá kl. 11-17
og um helgar frá kl. 13-16.
Ókeypis aðgangur!
Leiðsögn á sunnudögum kl. 14.
Hópar geta pantað leiðsögn
í síma 575 7700.
Menningarmiðstöðin Gerðuberg,
Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
www.gerduberg.is - s. 575 7700
Handverkshefð í hönnun
Bækur þýska rithöfundarins og tónlistarmannsins Alexöndru
Kui eiga sér tryggan og sífellt stærri hóp aðdáenda, enda
tekst henni að byggja upp dulmagnaða spennu án þess að
fara troðnar slóðir. Bækur hennar ná stöðugt vaxandi
útbreiðslu, því hér er sleginn nýr tónn bæði hvað varðar stíl
og efnistök.
www.skjaldborg.is
Óvenjuleg og spennandi
skáldsaga um glæp
Portrett nú!
Hafnarborg
Kaupendur Sunday Times fá í
dag glaðning með blaðinu:
. Diskurinn heitir
Workingmans Cafe og eru lögin
tekin upp í Nashville en fullfrá-
gengin í Konk-hljóðveri hans í
London. Hann mun koma fram á
BBC Electric Proms á sunnudag-
inn kemur en diskurinn kemur
í verslanir daginn eftir. Þá hefur
vefur Timesonline ókeypis lag
fyrir áhugasama til niðurhlaðning-
ar þessa dagana. Þetta er önnur
sólóplata Davies sem kom hingað
og flutti stóran hluta af Others
Peoples Lives í Háskólabíói en
hann á sér tryggan aðdáendahóp
hér á landi. Nýja safnið er sagt
vera til marks
um snilld hans
sem laga-
höfundur
og flytj-
andi.
Tvær framúrskarandi tónlistar-
konur frá fyrrum Sovétríkjunum,
ung, sívaxandi og glæsileg selló-
stjarna, Tanya Anisimova, og píanó-
leikarinn, Lydia Frumkin, halda
tónleika í Tíbrárröðinni í Salnum í
kvöld og hefjast þeir kl. 20. Þær
Tanya og Lydia hafa nýverið leikið
þessa sömu efniskrá á tónleikum í
Moskvu við frábærar undirtektir
og má sjá umsögn um þá tónleika á
vef Salarins: www.salurinn.is. Í til-
efni af þessum tónleikum í TÍBRÁ
hefur Anisimova, sem einnig er
tónskáld, samið nýtt verk sem ber
heitið Íslensk ballaða fyrir selló og
píanó, og er verkið byggt á hinu
sérstæða íslenska Liljulagi frá 14.
öld „Almáttugur guð allra stétta“.
Tanya Anisimova hefur á undan-
förnum árum heillað áheyrendur
upp úr skónum á tónleikum víða
um heim. Hún stundaði sellónám
við Tónlistarháskólann í Moskvu og
lauk síðar doktorsprófi í sellóleik
við Yale-háskólann. Lydia Frumkin
lærði píanóleik við Tónlistarháskól-
ann í Leníngrad en flýði til Banda-
ríkjanna að loknu námi og hefur
undanfarna áratugi verið prófessor
í píanóleik við Oberlin-tónlistarhá-
skólann. Hún kom til Íslands á
vegum Listaháskóla Íslands haust-
ið 2003 og hélt píanónámskeið í
Salnum í Kópavogi við sérlega
góðar undirtektir og hafa margir
nemendur beðið þess með óþreyju
að hún snúi aftur hingað til lands.
Þær Tanya og Lydia eru nú báðar
búsettar í Bandaríkjunum og hafa
getið sér einstaklega gott orð fyrir
tónlistarflutning sinn og kennslu.
Tanya og Lydia hafa leikið marg-
víslegar efnisskrár í gegnum tíðina
en á tónleikum nú leika þær Sónötu
fyrir fiðlu og píanó í A-dúr eftir
César Franck í umritun Jules Dels-
art, Sónötu fyrir selló og píanó í g-
moll op. 19 eftir Sergei Rachmani-
noff og loks nýja verkið eftir Tönju
sem hún tileinkar Lydiu en verkið
heitir Íslensk ballaða.
Selló og píanó í kvöld
Tanya og Lydia teljast brátt í hópi
Íslandsvina.