Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 92
192 síður sem renna létti- lega niður eins og vel sam- ansett máltíð með besta hugsanlega víninu. Textinn er eins og tónlist. Setningar stuttar og meitlaðar og þýð- ing Paulos Turchi frábær. Þetta er á vissan hátt eins konar lærdómsbók. Hversu langt eru menn viðbúnir að ganga í dellum sínum? Örlög þriggja manna eru sögð á mismunandi stöðum í veröldinni og svo skarast þau í Reykjavík þar sem halda á einhverja merkustu tónleika sem um getur. Frægur hljómsveitarstjóri hefur ákveðið að ljúka ferli sínum með tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar býr hann ásamt tónlist- arfólki sínu á Hótel Borg og umhverfinu þar í kring er lýst með elskulegum augum gestanna. Eitthvað hrífst nú Lecca af norðrinu því hann hefur einnig skrif- að um Færeyjar í smá- sagnasafni sínu og þar dásamar hann Voga og seg- ist geta verið þar ævilangt. Í þessari bók er farið víða yfir og raunar er tilfinning- in svolítið eins og verið sé að horfa á kvikmynd þar sem sögumaður leiðir áhorfendur milli staða. Óskar er sænskur strákur. Pabbi hans á blómabúð við aðalgötu Gautaborgar og höndlaði sá hamingjuna þann dag er sjálf Greta Garbo kom inn og verslaði hjá honum. Hann þreytist aldrei á að segja sögur af því aftur og aftur. Óskar vill sjá meira af heiminum en litlu frið- sælu sænsku borgina og heldur því til Lundúna þar sem hann fer að starfa á hóteli. Hann er eins og pabbinn með Garbo, heltek- inn af hljómsveitarstjóran- um Alexander Norberg og gerir allt sem hann getur til þess að komast á tónleika með honum. Það er vonlaust að fá miða en honum tekst þó að fá starfsstúlku tónleika- hallarinnar til þess að leyfa sér að sjá og heyra þessa merku tónleika af skjá uppi í stjórnherbergi undir rjáfri hallarinnar. Alexand- er þessi Norberg fær síðan þá flugu í höfuðið að halda sína lokatónleika í Reykja- vík og eiga aðeins 52 áheyr- endur að vera í salnum. Þetta eru ekki fyrirmenn úr heimi tónlistarinnar heldur tekur hann upp á því að láta draga í beinni útsendingu úr íslensku símaskránni. Íslandi og Íslendingum er lýst svolítið eins og heimamenn vilja láta lýsa sér. Ungi söngvarinn Marcel fer í Laugardalslaugina og þar eignast hann vini, tvo unglingsstráka frá Grinda- vík sem segja honum frá öllum leyndardómum ungl- ingsáranna. Óskar eltir Norberg til Íslands og situr dag og nótt fyrir utan Dómkirkjuna í von um að komast yfir miða. Hann er sum sé alger- lega heltekinn af þessum tónlistarmanni. Án þess að afhjúpa nú hvernig fer fyrir Óskari í samskiptum hans við fal- legasta mann Reykjavíkur er óhætt að segja að niður- staðan er að það er hættu- legt að vera svo heltekinn af einhverju að maður miss- ir dómgreindina. Hver og ein af þeim per- sónum sem hér er lýst er einangruð, þannig að hér eru máluð portrett af fólki sem er ekki í eiginlegum samskiptum við aðra. Óskar er einn, Norberg er einn, Marcel er einn, íslenska konan sem missti son sinn er ein. Rósa fína í Grinda- vík er ein. Höfundur leikur sér með einsemdina án þess að beinlínis nefna hana nokkurn tíma á nafn. Þessi bók er eins og ævin- týri sem mælt er af munni fram án þess að vera nokk- uð að gera kröfu um að vera trúverðugt. Góð lesning og skemmtilegt ferðalag án morða og ofbeldisverka, og þó? Foreldrar sem löðrunga börnin sín átta sig sjaldan á því að huggunarfaðmlög eru vita gagnslaus. Maggi er í stuði þessa dagana. Þeir sögðu hann studdan á sviðið eftir tveggja og hálfstíma tónleika í Höllinni fyrir viku. Okkar maður er kominn á sjötugsaldurinn og þó hann taki sig stundum á í líkam- legri reglusemi og drekki hreinan djús segir aldurinn til sín. Aldrei fyrr á ferlinum hefur liðið svo skammt milli diska hjá honum. Skammt er síðan Frágang- ur kom út – var það ekki í vor? Hann er búinn að túra um landið og lauk þeirri törn í Laugardaln- um. Skýringa á flæðinu í útgáfu nýrra og gamalla laga úr smiðj- unni við Þórsgötuna verður að leita víðar en í andagiftinni. Fyrst ber að nefna að Sena virð- ist gefa gripinn nýja út þó þess sé hvergi getið á koverinu. Menn eins og Megas verða að hafa útgef- anda. Hitt er líka kýrskýrt: Senu- þjófarnir eru sennilega besta band sem hefur unnið með Magnúsi um langt árabil og þá tölum við í ára- tugum. Nú svo er gleðilegt að hann virðist eiga sér víðari hljómgrunn nú en fyrir bara fáum árum. Hvort þar ræður hin myndarlega endur- útgáfa sem ráðist var í á stærst- um hluta katalóksins þá þannig að verk hans urðu aftur aðgengileg á cd-tímum eða að hann rímaði betur við tíma, veit ég ekki. Allar eldri plötur hans voru gefnar út í litlum upplögum og seldust lítið. Þá. Nú svo bætist líka við að Magnús hafði um síðir þann fræga sigur sem við nokkur töldum honum áskapaðan þegar í upp- hafi. Hold er mold er sextán laga safn: það er skemmtilega samsett, sumt á þessum diski er býsna fornt: Kæra Karí er gamall ópus en laglínan ber þess nokkur merki. Svo eru þarna enn eldri lög og eftir aðra en hann: Önundur Póli, sú gamla drykkjuvísa, Flærðar- senna séra Hallgríms og Hversu fánýt að fordildin sé fá hér lag og einnig Leirkarlsvísur kenndar honum. Þrjá texta úr búi Hall- gríms Péturssonar gæti enginn sett á poppplötu nema Megas. Það er í raun ánægjulegt að hann skuli gefa lagasmíðum sínum við kvæði annarra rúm undir geislanum. Glöggir menn geta líka heyrt aðkomulög sem sveigð eru undir braginn: Fífa er gamla Fever- lagið, Tóbaksvísan felur í flutn- ingi hans Ríótríóminninguna og hét þá Flaskan mín fríð – hvaðan sem sá söngur er kominn. Ferða- lok er umsnúningur á Sennilega það síðasta sem var á Millilend- ingu. Magnús semsagt er á sínum slóðum og endurvinnur hratt og vel og bætir í braginn. Nú er það svo að kveðskapur hans hefur í seinni tíð orðið tals- vert flóknari en var, íslenskan brotin og víða tætt. Hann leyfir sér líka að vera enn meira flökt- andi, jafnvel myrkari og reikull í merkingu. Sum kvæðin á disknum eru samt býsna einföld: Dáblá dauðarauða er ekki flókið kvæði – hin bitra kveðjustund bara klædd þannig. Ná þér heldur ekki í sínum glaða ásetningi sem má reyndar lesa á fleiri vegu en einn. Stubbur og Ögn er kynlegur epos. Tímamót þekkilegur kveðskapur um þrykk. Aðrir bragir eru þyngri undir tönn og útheimta langa yfir- legu ef lesa á í málin. Magnús eignar sér útsetning- arnar en Senuþjófarnir eru leiftr- andi létt rokkband með húmor- íska sveiflu sem hentar þessum lögum vel. Þeir eiga samt líka til þyngri tóna, geta nánast hvað sem er – kántríið verður meira segja sannfærandi í fangi þeirra. Þá er til fyrirmyndar að Magnús vand- ar sig við sönginn. Brotin röddin verður alltaf nokkuð reikandi í efri skalanum. Hann hefur aldrei sótt niður í raddregistrið sem hæfði oft efninu. Hraðinn verður oft fullmikill fyrir þjappaðar línur en með góðum friði má heyra hvert orð. Þetta er klassapopp með þjóðlegum blæ hreintungu- meistara sem kann bæði að yrkja og smíða nýtt í slangrinu. Páll Baldvin Baldvinsson Á öldunnar hátoppi er hægindi mitt Megas - Magnús Þór Jónsson - hefur verið óhemju afkastamikill á þessu ári við upptökur og hljómleikahald. Nýtt safn á disknum Hold er mold geymir bæði ný lög og gömul, sum hundgömul. MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HOLD ER MOLD. Megas & Senuþjófarnir Þrjár raddir ljóðsins: Fyrsta röddin er rödd skáldsins að tala við sjálft sig eða öngan. Önnur röddin er rödd skáldsins sem ávarpar les- anda eða áheyrendur. Sú þriðja er rödd skáldsins þegar það skapar dramat- ískar persónur sem síðan mæla sjálfar. Allar eru þess- ar raddir í felum bakvið gluggatjöld Þórdísar og samfléttun þeirra listilega spunnin. Raddir sem opna augu. Í bókinni fer nefnilega fram sögu (í felum) með holdi klæddum persónum, drama með atburðarás, stíg- andi, afhjúpun, risi og ógur- legu klímaxi, viðbjóðsleg- um glæp, (bakvið tjöldin) „atviki sem aldrei mun gleymast“ (75), eftirþönk- um og uppgjöri. En ljóð- mælandinn, ég, er eina röddin sem mælir, Ég er eina persónan sem hefur orðið (þótt hún mæli með öllum röddum ljóðsins – í senn og á víxl). Þetta er mín saga, mín sýn, „ég er ekki blind“ (31). Persónurnar eru Ég, Hún, Hann og Þú. Ég er ung kona, skáldkonan, einnig blinda stúlkan með eldspýturnar, gerandi ljóðanna, þolandi glæpsins. Hann er tvískipt- ur, „báðir“ tilheyra liðinni tíð; „maðurinn með hattinn“ (56) (gerandi glæpsins) „tréð“ 78 (föðurmynd) og einnig „elskan mín“ (44) (birtist þá oftast í 2. pers. t. d. bls. 25-33) sem er horfin ást (elskhugi, bróðir). Hún er dáin (móðurmynd, syst- urmynd) og hennar er sárt saknað (Hún getur líka verið Ég, sem líka er kona). Þú er ýmist Hann (horfin ást) eða Hún (dáin ást) (t.d. 70-71), jafnvel Ég (hugsan- lega fleiri). Ekki einfalt en alltaf í fullu samræmi. Flétta sem þjónar tilgangi og þyngir slagkraftinn þótt hún flæki samskiptin. Tungumál ljóðanna sprett- ur af (kvenlegri) reynslu (fullt samræmi) og líkam- leg hrynjandi magnar trú- verðugleika þeirra í ósýni- legum takti við holdlegt táknmálið. Frjótt og aldrei klúrt, æpandi en aldrei groddalegt, stílhreint og sannfærandi tungutak. Táknum og minnum beitir skáldkonan af íþrótt og miklu hugarflugi og ljóð- stíllinn er mjög áreynslu- laus, „eins og þegar áin rennur“. Það er nautn að lesa þessa bók alveg ofan í kjölinn og hvet ég lesendur mjög til þess; þetta er krefjandi skáldskapur, hlaðinn tákn- máli, myndirnar ögrandi, opinberunin vægðarlaus og endurtekningin stríð. Glæp- urinn stór og orðfærið í stíl. Samræmið aðdáunarvert. Efnið viðkvæmt „bakvið vegginn“; vargur í véum, „vondu börnin“, blóð og dauði, synd og skömm. Líka mjög aðlaðandi bók, einlæg ljóð, skarpur kveðskapur. Angist og dauði, fjötrar, ofbeldi, misþyrming, nauðg- un og blinda... „ég missti augun mín“ (56) – (höfuð- minnið) augun sem gluggar, augun blind (gluggatjöld) blinduð, augun blóðug, tóm, stungin, skorin, farin, boðin, gefin – samviskan, sektin; sígild minni, bókleg fremur en bókstafleg (a.m.k. hjá körlum). En það magnaða við afhjúpun glæpsins og lestur myndmálsins í þess- um ljóðum (þegar táknin hafa að endingu verið ráðin??) er að þetta er ekki gotneskur hryllingur, ekki hræðsluefni fyrir börn, ekki ljóð um ljóð, ekki bók af bók, ekki gamlar ljósmynd- ir – þetta er alíslenskt slát- ur, hjarta og grátur og vömb. Þrátt fyrir „gotneskt“ táknmál (auga, blinda, saumur, nál, hnífur, fugl, fjara, sjór, lík, spegill, skuggi, draugur, kerti, bruni, tré, gröf, mold, steinn, veggur, gluggi) þar sem augun og blindan eru stigmagnandi leiðarminni (frelsi/fjötrar – glæpur/ afneitun – sekt/borgun) er veruleiki ljóðanna ekki ímyndaður hryllingur held- ur harmsaga sem er að ger- ast (við lestur) og illfyglið „goggar í mig (lesandann) alla nóttina svo mig verkjar sárlega“ (25) og „spörfugl- arnir flögra áfram milli greina, berja vængjum og hvísla án afláts í eyra þitt“ (lesandans): „Er þetta nægi- legur blástur, ástin mín?“ (78). Úff! „Ekkert svar, bara niður í ánni sem þú hefur aldrei augum litið“ (79) – svarar ljóðið og opnar les- andanum sýn um leið. Sýn á öðruvísi náttúru. Það er leynilegur tilgang- ur allra bóka að fá lesand- ann til að trúa sér, fá hann til að trúa eigin augum. Það gerist í felum bakvið glugga- tjöldin. Dýr og tímabær skáldskapur. Sigurður Hróarsson Ljóð sem opna augu Þórdís Björnsdóttir ljóðskáld. MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Skemmtilegt ferðalag Nicola Leccha: Sögumaður leiðir lesendur milli staða. Í FELUM BAKVIÐ GLUGGATJÖLDIN. Þórdís Björnsdóttir HÓTEL BORG Nicola Lecca Þýðing: Paulo M.Turchi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.