Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 1

Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 1
Sigurður Líndal lagaprófessor er léttur á fæti þótt kominn sé á efri ár. Sjötugur hljóp hann hálft maraþon og nú skokkar hann annan h morgun í 20 30 í ú að að hlaupa reglubundið fyrir tuttugu árum ð ungum mönnum úr lagad ildmeð h Heimsóknavinir Kópavogsdeildar Rauða krossins eru alls konar fólk á ýmsum aldri. Þeir heimsækja fólk á einkaheimilum og stofnunum í Kópavogi til að draga úr einsemd og félagslegri einangrun, gefa lífinu lit. Gæti heimsóknavinur gefið þínu lífi meiri lit?Heimsóknavinirnir eru sjálfboðaliðar. Þeir veita félagsskap og nærveru. Til dæmis með því að spjalla, lesa, tefla, syngja og fara út að aka eða ganga. Margir reiða sig á heimsóknir sjálf- boðaliðanna til að gleyma gráma hvunndagsins um stund.Þekkirðu einhvern sem myndi hafa gott af því að fá heim- sókn sjálfboðaliða? Til dæmis einu sinni í viku, í klukku- stund í senn? Ekki hika við að hafa samband í síma 554 6626 eða í net- fangið kopavogur@redcross.is. Kó húsbyggjandinnÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2007 Teppin snúa afturDúnmjúk, umvefjandi og örugg teppaspor BLS. 4Hús úr hvítum kubbum Þéttbókaður fram að jólum Gífurlegir skógareldar geisa nú í Kali- forníu í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðar- ástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. Tæplega 405 ferkílómetrar landsvæðis hafa- brunnið í skógareldunum í San Diego-sýslu og þurftu 250.000 manns að yfirgefa heimili sín í gær. „Það eru fleiri hús að brenna en við höfum mannskap og búnað til að berjast gegn,“ sagði slökkviliðsstjórinn í San Diego, Lisa Blake, í samtali við AP-fréttastofuna. „Margir eiga eftir að tapa heimilum sínum í dag.“ Fréttablaðið hafði í gær spurnir af tveimur fjölskyldum sem flúið höfðu heimili sín. „Við fengum að vita fyrir um tíu mínútum að við þyrftum að rýma húsið okkar. Börnin eru komin út í bíl og við erum núna að safna saman því nauðsynlegasta,“ sagði Joel Valdez, sem flúði heimili sitt í gær ásamt íslenskri eigin- konu og þremur börnum. „Skógareldarnir hafa gríðarleg áhrif á allt líf í Kaliforníu. Verslunum er lokað, hundruð þús- unda manna eru á flótta og San Diego er umkringd eldum sem eru stjórnlausir,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari, sem búsettur er nærri hættusvæðunum í San Diego. Hann segir skólahald falla niður í dag vegna ástandsins. Fólk sé farið að hamstra mat og vatn og Rauði krossinn hafi opnað neyðarskýli. Engar flugvélar komust á loft í gær vegna vindanna og búist var við að herinn yrði kallaður út um eftirmiðdaginn. Þá tilkynntu yfirvöld að eldarnir myndu auk- ast og að þeir yrðu öllum líkindum verri en Cedar-eldarnir sem geisuðu á sama svæði árið 2003, þar sem 1.134 ferkílómetra svæði og 2.232 heimili urðu eldinum að bráð. Íslendingar flýja undan skógareldum í Kaliforníu Skógareldarnir í Kaliforníu hafa færst í aukana síðustu daga. Fleiri hundruð þúsund manns flýja heimili sín og búist er við að ástandið muni versna. Íslenskar fjölskyldur hafa þurft að yfirgefa heimili sín í flýti. Hljóp hálft maraþon sjötíu ára gamall Samkvæmt drögum að samningi milli Orkuveitu Reykja- víkur (OR) og Reykjavík Energy Invest (REI), sem kynnt voru sem umræðuskjöl á stjórnar- fundum REI, var gert ráð fyrir samningi til tíu ára en ekki tuttugu ára eins og niðurstaðan varð að lokum. Hinn 17. september voru stjórn REI kynnt drög að samningi sem gerðu ráð fyrir tíu ára samningi um einkarétt á hugverkum og þjónustu OR í erlendum verkefn- um REI. Sex dögum síðar kynntu, að þeirra sögn, Haukur Leósson, stjórnarformaður OR, og Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, samningsatriði fyrir Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, þáver- andi borgarstjóra. Þá var samn- ingstíminn kominn í tuttugu ár. Eftir að samningstíminn hafði tvöfaldast jókst virði REI og þar með hlutar OR í sameinuðu fyrir- tæki REI og Geysis Green Energy. Samkvæmt atriðum sem koma fram í drögunum er ráðgert að REI greiði OR fullt verð og rúm- lega það fyrir ráðgjöf og þjón- ustu starfsmanna. Til stóð að semja til tíu ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.