Fréttablaðið - 23.10.2007, Side 2
Barði, ert þú þessi Sval-Barði?
PTP HÁRSNYRTIVÖRUR
Þegar keypt er sjampó og hármótunarefni
í PTP línunni fylgir PTP hárnæring frítt með.
FRÍ NÆ
RING
„Með þessu skrefi mun íslenska þjóðkirkjan
ganga lengra en nokkur lúthersk kirkja hefur gert til
að jafna hlut samkynhneigðra,“ segir Hulda Guð-
mundsdóttir guðfræðingur um tillögur sem Kirkju-
þing vísaði til allsherjarnefndar Kirkjuþings í gær.
Búist er við að tillögurnar verði samþykktar á
fimmtudag.
Tekist var á um það hvernig orða ætti kirkjulega
athöfn um staðfesta samvist samkynhneigðra og
tvær tillögur ræddar. Í annarri var framsögumaður
hr. Karl Sigurbjörnsson biskup. Í tillögu hans var lýst
yfir stuðningi á ályktun kenningarnefndar Þjóðkirkj-
unnar um að prestum yrði heimilað að staðfesta
samvist samkynhneigðra. Gert er ráð fyrir því að
málið verði samþykkt af allsherjarnefnd á fimmtu-
dag. Hins vegar er lögð áhersla á að um jafngilda
athöfn og hjónaband sé að ræða en staðið verður við
hefðbundinn skilning á orðinu hjónaband sem
sáttmála fullvaxta karls og konu.
„Með því hefur verið gerð ný athöfn sem verður
jafngild hjónabandinu og ættu þá öll réttindi samkyn-
hneigðra að vera komin í höfn,“ segir Einar Karl
Haraldsson kirkjuþingsfulltrúi. „Ekkert misrétti ætti
að felast í þessu fyrirkomulagi nema menn vilji fara í
baráttu um merkingu orða, slík barátta getur þó ekki
flokkast sem jafnréttismál,“ bætir hann við.
Í hinni tillögunni, sem Hulda Guðmundsdóttir
mælti fyrir ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og
séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur, er sömuleiðis lagt
til að prestar fái leyfi til að staðfesta samvistir
samkynhneigðra. „Áhersla okkar er þó að haldið
verði í vígsluhugtakið. Það er talað um hjónavígslu og
eins viljum við tala um vígslu staðfestrar samvistar,“
segir Hulda.
Þá sagði biskup að þrýstingurinn á kirkjuna í
málinu hefði verið með ólíkindum. Afar ómaklegt
hefði verið að brigsla kirkjunni um að níðast á fólki
og standa gegn jafnrétti.
Séra Halldór Gunnarsson taldi tillögurnar ganga of
langt. Ef lögum yrði breytt á þá leið að prestar fengju
leyfi til að staðfesta samvist myndi hann vilja leggja
fram breytingartillögu sem fæli í sér að prestar
þjóðkirkjunnar yrðu ekki lengur löggiltir hjóna-
vígslumenn.
Þjóðkirkjan jafnar
hlut samkynhneigðra
Staðfastlega er búist við því að allsherjarnefnd Kirkjuþings samþykki tillögur
um að prestum verði heimilað að staðfesta samvist samkynhneigðra. Þjóð-
kirkjan gengur lengra en nokkur önnur kirkja hefur gert að sögn guðfræðings.
Össur Skarphéðins-
son iðnaðarráðherra mun í dag
eiga fund með forseta Indónesíu,
Susilo Bambang Yudhoyono.
Fundinn sitja einnig orkumála-
ráðherra Indónesíu og ráðherra
sjávarútvegsmála. Tilefni
fundarins er að ræða mögulegt
samstarf Indónesíu og Íslands á
sviði jarðvarmaorkuvinnslu og
fiskveiða.
Ráðherrarnir munu einnig
ræða aukið samstarf á sviði
rannsókna og menntunar í
tengslum við jarðhita, þar á
meðal hugmynd um árleg
námskeið fyrir jarðhitafræðinga
frá Asíulöndum um rannsóknir
og nýtingu jarðhita til raforku-
framleiðslu, sem haldin yrðu í
Indónesíu.
Ræða um jarð-
varma og fisk
Karlmaðurinn sem
fíkniefnadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit
hjá á fimmtudagskvöld reyndist
hafa í fórum sínum um 15.000
steratöflur og tvö hundruð
skammta af stungulyfjum,
samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins.
Fíkniefnalögreglan fór í
húsleitina á heimili mannsins í
austurborginni að fengnum
úrskurði. Maðurinn hefur áður
komið við sögu lögreglu vegna
vörslu mikils magns af sterum.
Málið er enn til rannsóknar hjá
lögreglunni.
15.000 steratöfl-
ur og stungulyf
Íbúum Íslands fjölgaði um 3.700 manns,
eða 1,2 prósent, á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma
var fjöldi aðfluttra umfram brottflutta af landinu
2.561 en náttúruleg fjölgun, það er fæddir umfram
dána, var 1.139 manns.
Brottfluttir frá höfuðborgarsvæðinu til lands-
byggðarinnar voru 234 fleiri en aðfluttir á fyrstu
þremur fjórðungum ársins. Aðfluttir frá útlöndum
voru hins vegar 2.343 fleiri en brottfluttir og því
fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu um 2.109 manns
vegna flutninga.
Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að
höfuðborgarsvæðið sem atvinnusvæði sé að stækka,
það sjáist af miklum fólksflutningum til Suðurnesja
og þeirra byggða á Suðurlandi sem næst liggja hinu
skilgreinda höfuðborgarsvæði.
Það svæði sem var öflugast um aðdrætti í innan-
landsflutningum á fyrstu þremur fjórðungum ársins
voru Suðurnes þar sem íbúum fjölgaði um 769. Í
öðrum landshlutum fækkaði. Í öllum landshlutum
fjölgaði hins vegar íbúum vegna millilandaflutninga
nema á Austurlandi. Þar voru Suðurnes í farar-
broddi sé höfuðborgarsvæðið undanskilið.
Á tveimur svæðum fækkaði fólki af völdum
búferlaflutninga í heild, á Vestfjörðum og Austur-
landi.
Mest aukning á Suðurnesjum
Flugfreyjufélag
Íslands á fyrsta samningafund
með fulltrúum Samtaka atvinnu-
lífsins, fyrir hönd Icelandair á
miðvikudaginn í næstu viku. Flug-
freyjufélagið er þar með eitt
fyrsta stéttarfélagið til að hefja
samningalotuna í haust.
„Við erum konur og erum mjög
skipulagðar,“ segir Sigrún Jóns-
dóttir, formaður Flugfreyju-
félagsins en viðræður vegna Ice-
land Express og Flugfélags Íslands
hefjast síðar. „Það er fullt af
hlutum sem snúa að okkar vinnu-
umhverfi,“ segir hún um umræðu-
efni fyrstu funda en vill ekki gefa
upp kröfurnar áður en þær verða
kynntar viðsemjendum.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, átti fundi með
fulltrúum helstu landssamband-
anna í gær til að fara yfir stöðuna
og heldur sú fundaröð áfram í dag.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
hitti Vilhjálm í gærmorgun. Hann
segir að gengið hafi verið frá
viðræðuáætlun og rafiðnaðar-
menn hafi kynnt kröfur sínar.
„Mér finnst full ástæða til að
vera þokkalega bjartsýnn með það
að geta landað þessu fyrir jól en
það er með kjarasamningavið-
ræður eins og pólitíkina, það getur
verið grenjandi rigning eftir
hádegi þótt það sé fallegt veður
fyrir hádegi.“
Flugfreyjurnar eru fyrstar
„Við gullsmiðir höfum
puttann á púlsinum og erum þeir
fyrstu sem finnum fyrir því ef
það harðnar á dalnum og svo
öfugt,“ segir Sigurður Steinþórs-
son hjá Gulli & silfri. Hann
hyggst panta meira af demöntum
fyrir þessi jól en oft áður enda
salan mikil. Helga Jónsdóttir í
Gullkúnst tekur undir orð
Sigurðar og telur sig þurfa að
vera betur undirbúna fyrir þessi
jól. „Ég býst við því að það verði
meiri demantssala fyrir þessi jól
en oft áður,“ segir Helga sem
nýlega fékk pöntun upp á hálfrar
milljónar króna giftingarhring.
Íslendingar vilja
stærri demanta
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu þurfti að sinna
nokkrum útköllum vegna
hvassviðrisins sem gekk yfir
vesturhluta landsins í gær.
Lögreglan hafði til aðstoðar hóp
björgunarsveitarmanna sem
aðallega þurftu að sinna útköll-
um vegna lausamuna sem fuku.
Vindhraði náði 25 metrum á
sekúndu í mestu hviðunum á
höfuðborgarsvæðinu. Flugi frá
Reykjavík til Vestmannaeyja og
Ísafjarðar var aflýst.
Vindhraði náði 40 metrum á
sekúndu undir Hafnarfjalli og
Vegagerðin varaði við umferð á
léttum bílum. Engar fréttir eru
af óhöppum þrátt fyrir sterkan
vind. Veðurstofan býst við
ríkjandi suðvestanáttum í dag,
hvassast á Vestur- og Norð-
vesturlandi.
Flugi frestað og
lausamunir fuku