Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 4

Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 4
Sex menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir að hafa ýmist skipulagt eða flutt hingað til lands rúmlega 700 grömm af kókaíni á síðasta ári. Tveir mannanna eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt og lagt á ráðin um innflutning efnanna, sem flutt voru í tvennu lagi hingað til lands frá Hollandi í gegnum Dan- mörku. Efnin ætluðu þeir til sölu- dreifingar hér á landi í ágóða- skyni. Þremur mannanna er gefið að sök að hafa tekið á móti hluta kóka- ínsins í Hollandi, haft það í vörslu sinni og flutt hingað. Einn mann- anna flutti rúm 400 grömm hingað en hinir tveir tæp 300 grömm. Sjötti maðurinn er ákærður fyrir að hafa aðstoðað við innflutnings kókaínsins. Tvö burðardýranna komu efnunum inn í landið. Þau voru handtekin að kvöldi komudags á Reykjanesbraut og fundust efnin við leit í bifreið þeirra. Á þriðja burðardýrinu fundust efnin við komuna til landsins. Efnin voru sögð komin frá óþekktum vitorðs- manni í Amsterdam. Aðeins tveir hinna ákærðu mættu við þingfestingu í gær; meintur skipuleggjandi og burðar- dýr. Hinn fyrrnefndi neitaði sök en hinn játaði. Með 700 grömm af kókaíni „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem undrast að Siglingastofnun segi koma til greina að rekstur ferju- hafnar í Bakkafjöru verði í höndum einkaaðila. Í nýlegri auglýsingu útboðs vegna reksturs og eignarhalds á ferju milli Bakkafjöru og Eyja segir hugsanlegt að rekstur hafnar í Bakkafjöru verði innifalinn í útboðsverkefninu. „Hingað til hefur verkefnið verið kynnt þannig fyrir okkur að höfnin verði í meirihlutaeigu Vestmanna- eyjabæjar og rekin í samstarfi Vest- mannaeyjabæjar og Rangárþings eystra. Og við stefnum ótrauð á það,“ segir Elliði, sem kveður Eyja- menn þegar hafa gert athugasemd við auglýsinguna. „Ég held að menn séu reyndar bara að skoða þennan flöt og á ekki von á öðru en að menn verði við beiðni okkar um að höfnin verði í okkar rekstri. Þetta verður sér- hannað ferjulægi fyrir Vestmanna- eyjaferjuna og við erum það sveitar- félag í landinu sem hefur mesta og bestu reynslu af rekstri hafnar,“ segir Elliði og upplýsir að Vest- mannaeyjabær vinni nú að stofnun sameiginlegs hafnarsjóðs með Rangárþingi eystra. Siglingastofnun heyrir undir samgönguráðuneytið. „Þetta virðist sprottið af misskilningi. Það myndi aldrei koma til að einkaaðili ætti höfnina heldur er verið að horfa til þess að rekstur mannvirkjanna við höfnina færi til þess aðila sem hefði með rekstur ferjunnar að gera,“ segir Róbert Marshall, aðstoðar- maður Kristjáns L. Möllers sam- gönguráðherra. Meðal mannvirkja sem ferju- fyrirtækið myndi annast eru ramp- ar fyrir bíla og aðstaða fyrir far- þega að sögn Róberts. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið myndi sjálft eiga ferjuna. „Hugmyndin er að nota sérþekk- ingu markaðarins á skiparekstri,“ segir Róbert, sem leggur áherslu á að í samningi um rekstur Vest- mannaeyjaferjunnar verði ákvæði sem taki á hugsanlegum vanefnd- um af hálfu verktakans og sömu- leiðis ákvæði sem taki til breyttra aðstæðna sem kunni að koma upp á þeim fimmtán árum sem útboðs- tíminn tekur til. Höfn í Bakkafjöru ekki einkarekin Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum undrast að rætt sé um að einkaaðilar eigi höfn í Bakkafjöru. Aðstoðarmaður samgönguráðherra segir rekstraraðila Vest- mannaeyjaferju ekki munu eiga höfnina sjálfa heldur aðstöðu fyrir farþega. Þrír nýir varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær, þær Dögg Pálsdótt- ir, Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Engin þeirra hefur tekið sæti á Alþingi fyrr. Þar sem varaþingmenn- irnir setjast á þing í byrjun kjördæmaviku, þegar engir þingfundir eru haldnir, munu þær ekki vinna drengskapar- heit að stjórnar- skránni fyrr en á næsta þingfundi, 30. október, segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir það síður en svo sjald- gæft að varamenn taki sæti í miðri kjördæmaviku. Dögg er varamaður Ástu Möller, Erla Ósk sest á þing fyrir Birgi Ármannsson og Valgerður tekur sæti Helga Hjörvars. Taka sæti í kjördæmaviku Logi Freyr Einars- son, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðs- fjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði. Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísir.is. Skútan Lucky Day hefur áður verið í fréttum tengdum Fáskrúðsfjarðarmálinu. Fram hefur komið að henni var siglt til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum og hún skilin þar eftir í nokkra mánuði. Upphaflega var hugmyndin sú að nota Lucky Day við smyglið. Heimildir Vísis herma hins vegar að það hafi Logi Freyr ekki tekið í mál. Vildi ekki lána skútuna í smygl Árni Logi Sigurbjörnsson meindýraeyðir hefur ákveðið að áfrýja dómi, sem hann hann hlaut í síðustu viku, til Hæstaréttar, að því er hann hefur tjáð Fréttablaðinu. Árni Logi var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á vopnalögum. Hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir vörslu vopna með ólögmætum hætti, þar sem stórt vopnasafn hans hafði ekki verið geymt í læstum hirslum eins og lög gera ráð fyrir. Árni Logi kveðst ekki ætla að una þessum dómi. Hann kveðst vera starfandi meindýraeyðir og sinna starfi sínu um allt land. Meindýraeyðir áfrýjar dómi Innanríkisráðherra Pakistans hafnaði því í gær að farið yrði að áskorun stjórnarand- stöðuleiðtogans Benazir Bhutto um að leitað yrði erlendrar sérfræðiaðstoð- ar við rannsókn sjálfsmorðssprengjutilræðisins sem framið var í Karachi fyrir helgi við heimkomu Bhutto úr útlegð. Bhutto sagði á sunnudag að hún vildi að bandarískir og breskir sérfræðingar yrðu fengnir til að aðstoða við rannsóknina á tilræðinu. Það kostaði 136 manns lífið, særði hundruð og vakti vafa á því hvort kosningafundir yrðu heimilaðir í aðdraganda komandi þingkosninga. Bhutto vill er- lenda aðstoð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.