Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 10

Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 10
Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, þótti bíða lægri hlut fyrir stjórnar- andstöðuleiðtoganum Kevin Rudd í heitum sjónvarpskapp- ræðum á sunnudaginn sem yfir 2,1 milljón Ástrala, eða tíu prósent þjóðarinnar, fylgdist með. Meðan á kappræðunum stóð mátti sjá hvernig hópur níutíu óákveðinna kjósenda í myndver- inu mat frammistöðu leið- toganna á línulegu grafi, svokölluðum „ormi“. Í heildina voru 65 prósent ánægð með frammistöðu Rudds og aðeins 29,5 prósent ánægð með How- ard. Aðrir voru óákveðnir. Réttarhöld hófust í Svíþjóð í gær yfir 29 fótboltabull- um á aldrinum átján ára til fertugs í stærsta dómsmáli af þessari gerð í Svíþjóð að sögn talskonu réttarins. Hinir ákærðu, sem eru allir stuðningsmenn fótboltaliðsins AIK í Stokkhólmi, eru sakaðir um að hafa slegist á áhorfendapöllum á tveimur fótboltaleikjum árin 2004 og 2005. Gera þurfti hlé á leik AIK og Hammarby árið 2004 í 45 mínútur vegna átaka stuðningsmanna AIK við lögreglu. Árið 2005 lenti stuðningsmönnum AIK saman við stuðningsmenn GAIS í Gauta- borg. Réttarhöld yfir fótboltabullum Verkalýðshreyf- ingin hyggst setja fram skýra kröfu um að gerð verði „hörð atlaga að launamun kynjanna í næstu kjarasamningsviðræðum. Þetta kom fram í ræðu Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, á ársfundi ASÍ í síðustu viku. Talið er að kynbundinn launa- munur nemi fimmtán til sextán prósentum og að hann hafi ekki breyst síðustu tólf ár. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra segir að tekist hafi að minnka launamuninn um helming í gegnum kjarasamninga í borgar- stjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. „Ég býst við að menn reyni að leysa þetta í gegnum kjarasamn- inga, að minnsta kosti að hluta til,“ segir félagsmálaráðherra og kveður mikla samstöðu um þetta í ríkisstjórninni. Nokkrar nefndir munu á næst- unni vinna tillögur að því hvernig kynbundinn launamunur verður jafnaður. Bæði er um að ræða aðgerðanefnd á almennum mark- aði og ráðgjafahóp sem skipaður er fulltrúum háskóla og fagaðila sem verður aðgerðanefndinni til ráðgjafar. Síðan er hópur á opin- berum markaði undir stjórn fjár- málaráðherra. „Auðvitað vona ég að þetta ger- ist sem fyrst og að við getum sem fyrst tekið áfanga í þessu,“ segir Jóhanna og bendir á breiða sam- stöðu milli stjórnvalda og verka- lýðsforystu. „Þetta er tvíþætt, það er kynbundinn launamunur og síðan þarf að fara í endurmat á launum umönnunarstétta.“ Ráðherra býst við samningum um málið Forseti Kína, Hu Jintao, hefur seinna fimm ára kjörtíma- bil sitt með aukin pólitísk völd að loknu flokksþingi Kommúnista- flokksins í Kína. Hann hefur nú frjálsari hendur til að fást við vaxandi spennu vegna launa- munar og til að auka fjárframlög til vanræktrar félagsþjónustu. Níu manna framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins var skipuð á flokksþinginu og munu fjórir nýir menn taka sæti í stjórninni. Þykir sumum það áhyggjuefni að tveir mögulegir eftirmenn Hu í embætti forseta, Li Keqiang og Xi Jinping, voru skipaðir í fram- kvæmdastjórnina þar sem það geti leitt til innri ágreinings í flokknum. Það hefur ítrekað gerst í sögu flokksins þrátt fyrir þá miklu áherslu sem þar er lögð á einingu. Xi, flokksleiðtogi frá Sjanghæ og sonur virts byltingarleiðtoga, hefur markað sér stöðu sem val- kostur fyrir þá valdamenn í Kommúnistaflokknum sem vilja ekki gefa Hu of mikil völd. Li, flokksleiðtogi úr norðaustur- héraðinu Liaoning, er skjólstæð- ingur Hu og þykir forsetinn hafa sýnt stuðning sinn við hann. Xi fékk þó valdameiri stöðu innan framkvæmdastjórnarinnar en Li, sem þykir gefa honum meiri möguleika á að taka við af Hu eftir að seinna kjörtímabili hans lýkur eftir fimm ár. Aukin pólitísk völd Hu eftir flokksþing

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.