Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 11
Aldrei hafa fleiri nem-
endur útskrifast úr framhalds-
skólum og háskólum hér á landi en
skólaárið 2005-2006, samkvæmt
nýjum tölum frá Hagstofu
Íslands.
3.362 nemendur með 3.388 próf
útskrifuðust af háskólastigi og þar
með fjölgaði brautskráðum nem-
endum um 453, eða 15,6 prósent
frá árinu áður. Aldursdreifing
útskrifaðra nemenda var frá nítj-
án ára og upp í 75 ára.
Þá útskrifuðust fimmtán með
doktorsgráðu og fjölgaði um einn
frá árinu áður. Þeim sem útskrif-
uðust með meistaragráðu fjölgaði
um 119 frá fyrra ári, sem er 40,8
prósenta fjölgun. Flestar braut-
skráningar á háskólastigi eru
vegna nemenda sem ljúka fyrstu
háskólagráðu og voru þær 2.441
talsins skólaárið 2005-2006. Það er
tólf prósenta fjölgun frá fyrra
ári.
Af framhaldsskólastigi braut-
skráðust alls 4.832 nemendur með
5.317 próf skólaárið 2005-2006 og
er það fjölgun um 31 nemanda frá
fyrra ári. Aldrei hafa fleiri nem-
endur útskrifast úr framhalds-
skóla á einu skólaári.
Athygli vekur að mun fleiri
konur en karlar ljúka stúdents-
prófi en skólaárið 2005-2006 luku
1.450 konur stúdentsprófi. Það er
73,3 prósent af fjölda tvítugra
kvenna það árið en aðeins 1.002
karlar luku stúdentsprófi, sem eru
49,2 prósent af fjölda tvítugra
karla.
Konur í meirihluta útskrifaðra
Lögregla og
sjálfboðaliðar á Norður-Jótlandi
eltu í gær þúsundir minka sem í
fyrrinótt var sleppt úr búrum
sínum á minkabúi í grennd við
bæinn Asp. Lögreglu grunar að
róttækir dýraverndarsinnar hafi
verið að verki.
Í kringum aldamótin var
algengt að dýraverndarsinnar
slepptu loðdýrum úr búrum
sínum en minna hefur verið um
slíkt síðustu misserin. Um tólf
milljónir minka og refa eru aldar
árlega á dönskum loðdýrabúum.
Dýraverndarsinnar eru grunaðir
um að hafa sleppt 2.500 minkum af
búi í Finnlandi í ágúst.
Dýraverndar-
sinnar grunaðir
Innflytjendur á
landsbyggðinni búa frekar við
félagslega einangrun en þeir sem
sest hafa að á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta kemur fram í nýrri
könnun sem Rauði krossinn á
Norðurlandi lét gera. Niðurstöður
könnunarinnar voru bornar
saman við niðurstöður sambæri-
legrar könnunar sem gerð var á
höfuðborgarsvæðinu.
Könnunin er byggð á viðtölum
við innflytjendur víða á Norður-
landi. Flestir segja að léleg
íslenskukunnátta sé meginorsök
félagslegrar einangrunar en í
minnstu byggðarlögunum er
námskeiðahald stopult. Þá nefna
margir að samfélagið sé lokað og
erfitt að komast inn í það.
Erfiðara að búa á
landsbyggðinni
Allir þingmenn Vinstri
grænna hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu á Alþingi þar
sem lagt er til að gert verði óháð
mat á arðsemi og heildaráhrifum
þess að ráðast í frekari stóriðju-
og virkjanafjárfestingar.
Lagt er til að leitað verði til
hóps sérfræðinga, innlendra og
erlendra, með breiðan faglegan
bakgrunn til að stýra verkinu, og
að niðurstöður þeirra verði
ræddar á Alþingi.
Tillagan var fyrst lögð fram
haustið 2006 en hlaut ekki
framgang. Í greinargerð segir að
efnið sé enn brýnt, nú séu uppi
enn viðameiri stóriðjuáform en
haustið 2006.
Sérfræðingar
meti áhrifin
Um þrjú þúsund
finnskir tæknimenn hófu verkfall
í gær eftir að slitnaði upp úr
kjaraviðræðum við atvinnurek-
endur um helgina.
Samtök launþega, sem eru með
120.000 meðlimi, boðuðu til
verkfallsins, sem nær til sjö
finnskra fyrirtækja. Ef sam-
komulag næst ekki er búist við
því að 30. október verði verkfall
boðað hjá starfsmönnum í tuttugu
fleiri fyrirtækjum í Finnlandi,
þar á meðal hjá Nokia.
Juhani Salonius ríkissáttasemj-
ari segir of mikið bera í milli til
að hægt sé að leggja fram tillögu
að lausn deilunnar.
Finnskir tækni-
menn í verkfall
Mánudaga - föstudaga
10 - 18
Laugardaga
10 - 14
5.590.000 kr.
MAMMA
BIRTÍNGUR
VÍNBÚÐIN
HEIÐRÚN
PRENTMET HARÐVIÐARVAL
JDC