Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 22
 23. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 fréttablaðið húsbyggjandinn Sumir taka áhugamál sín alvar- legar en aðrir. Á meðan einn hengir upp veggspjald af uppá- halds knattspyrnumanninum inni í svefnherbergi eru aðrir eins og Bretinn Tony Alleyne sem hefur innréttað alla íbúð sína eins og geimskip í þáttun- um Star Trek. Alleyne býr í stúdíóíbúð í ósköp venjulegri blokk í smábæ norður af Lundúnum. Gestir hans verða varir við hið sér- stæða áhugamál um leið og ýtt er á dyrabjölluna en þá galar rödd Patrick Stewart „Welcome to the 24th century.“ Alleyne hóf að breyta íbúð sinni árið 1994 þegar eiginkon- an yfirgaf hann og þremur árum síðar var verkinu lokið. Hann þurfti að smíða allar innrétting- ar sjálfur enda fást Star Trek- innréttingar ekki hvar sem er. Íbúðin lítur ekki aðeins út eins og sviðsmynd úr Star Trek-þætti heldur hefur hann einnig komið fyrir alls konar tækni- nýjungum sem gera upplifunina enn raun- verulegri. Þótt ótrúlegt megi virð- ast hafa fleiri áhuga á að innrétta íbúðir sínar í sama stíl og hefur Alleyne fengið þó nokkr- ar fyrirspurnir um að hanna Star Trek-íbúðir fyrir hina og þessa „trekkara“ um allan heim. Star Trek í hólf og gólf Öll íbúðin er eins og sviðsmynd úr bíómynd. Meira að segja baðherbergið hefur fengið Star Trek-yfirhalningu. Tony Alleyne hefur innrétt- að alla íbúð sína í Star Trek-stíl. Flestir kaupa tilbúið húsnæði, aðrir lóð og láta fagmenn byggja fyrir sig. Enn eru þeir þó til sem koma sér upp húsi með eigin höndum. Kolbrún Þorleifs- dóttir sjúkraliði og Harry Herlufsen pípulagningamaður eru meðal þeirra og þau líta á það sem skemmtilega tómstundaiðju. Eftir að hafa ekið um ein þrjátíu hringtorg og skyggnst um á nýbyggingarsvæðinu Völlunum í Hafnarfirði er staðnæmst innst í botnlanga. Þar er einmitt fólkið sem verið er að leita að. Hjón að byggja sitt eigið hús og hjálpast að. Aðspurð segjast þau heita Kolbrún og Harry. Það er líkast sem þau séu í legókubbaleik þar sem þau raða saman ein- ingamótum úr laufléttu frauðplasti. Steypu- styrktarjárnin eru bundin í mótin jafnóðum og lóðréttu járnunum smeygt ofan í. Hjónin búast við að steypa eftir helgina. Plastið verður svo sem einangrun utan og innan á steypunni og verður annaðhvort pússað eða klætt. Þau Kolbrún og Harry segja mótin vera íslenska framleiðslu og sýna umbúðir frá Víkinghúsum. „Við byggðum tveggja hæða hús með sömu tækni fyrir átta árum og búum í því núna. Það er mjög hlýtt og gott. Okkur langaði bara að byggja annað. Þetta er svo skemmtilegt efni að vinna með,“ segir Kolbrún og virðist meina hvert orð. Harry tekur undir það. „Við förum hingað þegar laus tími er og veður og vindar leyfa, ýmist saman eða hvort um sig. Hún hefur verið hér heilu dagana án þess að ég hafi komið,“ segir hann og bendir á frúna. Þetta er semsagt tómstundagaman þeirra hjóna. „Útiveran er holl og það er fínt að vera á kaupi við að reyna aðeins á sig hér í stað þess að borga fyrir það í einhverri heilsuræktarstöð,“ segir Kolbrún bros- andi. Hún segir börnin þeirra, sem reynd- ar séu orðin fullorðið fólk, líka vera þeim til hjálpar. Til að forða lausa plastinu frá foki hafa hjónin fengið að geyma það inni hjá næsta nágranna. Hér er greinilega gott samkomulag á milli bæja. Það er líka eins gott því húsin standa mjög þétt. Bara fimm metrar á milli og útsýnið úr gluggum á einni hliðinni eru beint inn í glugga nágrannans. Hús Harrys og Kolbrúnar verður 230 fer- metrar á einni hæð og tvöfaldur bílskúr inni í því. Það eru um tvö ár frá því framkvæmdir hófust í grunninum, sem áður var djúpur hraunbolli. Kolbrún og Harry segjast hafa fengið smið til að hjálpa sér við grunninn svo hann yrði réttur. Hitalögn er í gólfinu og þar kom pípulagningakunnátta Harrys að heppilegum notum. Sonurinn er rafvirki svo raflagnir verða ekki vandamál heldur. „Sparnaðurinn liggur í eigin vinnu,“ segja þau hjónin. Gluggarnir verða settir tilbúnir í húsið þegar búið er að steypa veggina. Þeir verða frá Glugga- og glerhöllinni á Akranesi. Viðhaldsfríir plastgluggar með ál- prófílum, að sögn Harrys. Kolbrún og Harry ólust bæði upp í Hafnarfirði en Harry kveðst Strandamaður að upplagi. Þau rifja upp berjaferðir og aðrar ævintýraferðir út í hraunið sem þau eru að byggja á núna. Þar sem þau eru við enda á götu eru þau svo heppin að hafa smá sýnishorn af ósnortnu hrauni við hliðina á sér. „Dóttursonurinn þriggja ára var hér í berjum í sumar,“ segir Kolbrún brosandi. gun@frettabladid.is Hús úr hvítum kubbum Kolbrún og Harry ákváðu að byggja hús sér til gamans þótt þau eigi þegar eitt. Veggirnir eru komnir nánast í fulla hæð og það styttist í að steypunni verði rennt í mótin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONEinu áhöldin sem uppslátturinn þarfnast eru málbönd og sagir. „Foreldrar mínir byggðu hús þegar ég var lítil þannig að maður þekkir ekkert annað,“ segir Kolbrún og Strandamaðurinn Harry tekur undir það. „Það gerist ekkert af sjálfu sér,“ segir hann. VERKFÆRI N1 býður upp á mikið úrval af hágæða rafmagns- og handverkfærum. WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.