Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 42
vinbud.isHva› hæfir best me› ? Get ekki neitað því að ég er mjög sár Óli Stefán Flóventsson hugsar sér til hreyfings þessa dagana en hann er að losna undan samningi við Grindavík. „Ég og fjölskyldan erum orðin nokkuð þreytt á tímanum sem fer í þetta. Nú kemur fótboltahúsið upp í janúar og fyrir vikið mun ferðunum til Grindavíkur fjölga verulega,“ sagði Óli Stefán, sem býr í Grafarvogi. Hann þurfti áður aðeins að koma einu sinni í viku á æfingar suður með sjó yfir vetrartímann en með tilkomu hússins myndi þeim ferðum fjölga í 4-5 sinnum í viku. „Ég ætla að tala við Grindvík- inga áður en ég tek ákvörðun en ég hef reyndar ekkert heyrt í Grindvíkingum. Ég hef þess utan heyrt í þrem félögum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Óli Stefán en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Fram gangi fast á eftir Óla þessa dagana. Ekki heyrt frá Grindavík Þróttarar ætla sér stóra hluti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þeir hafa þegar fengið Sigmund Kristjánsson frá KR og annar uppalinn Þróttari, Hjálmar Þórarinsson, hefur mikinn áhuga á að gera slíkt hið sama sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hjálmar spilaði með Fram í sumar en hann var þar sem lánsmaður frá skoska félaginu Hearts. Hjálmar er samnings- bundinn skoska félaginu fram í maí á næsta ári. „Framtíðin er óráðin hjá mér en skýrist vonandi á næstu dögum. Það er alveg inni í myndinni að fara til Þróttar en Fram kemur vissulega einnig til greina. Ég er að hugsa málið,“ sagði Hjálmar við Fréttablaðið í gær en bæði hann og félögin bíða eftir svörum frá Hearts varðandi stöðu leikmannsins; hvort það sé til í að leysa Hjálmar undan samningi eða hvort félagið vilji fá greiðslu fyrir hann og þá hve háa. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur Fram forkaupsrétt á leikmanninum en það eitt og sér verður ekki nóg standi vilji Hjálmars til þess að fara í heimahagana. Sterklega orð- aður við Þrótt Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona í kvöld sem mætir Glasgow Rang- ers í Skotlandi. Vonir standa til að Eiður verði loksins í byrjunarliði Barcelona en hann leysti Deco af hólmi um síðustu helgi er Portú- galinn meiddist og stóð sig vel. Það verður áhugavert að sjá hvernig Barca gengur gegn Rangers, sem kom mjög á óvart með því að leggja Lyon að velli í síðustu umferð, 3-0, og hefur ekki tapað síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Manchester United mætir Dynamo Kiev í Úkraínu. Nem- anja Vidic ætti að koma aftur inn í vörn United eftir meiðsli en Louis Saha er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Hjá Kiev eru allir leikmenn heilir nema fyrrverandi framherji Totten- ham, Sergei Rebrov. Eiður í byrjunarliðinu gegn Rangers? FH gekk frá samningum við tvo sterka leikmenn í gær; varnarmanninn Höskuld Eiríks- son frá Víkingi, eins og getið er um ofar á síðunni, og svo við fram- herjann Jónas Grana Garðarsson sem var markakóngur Lands- bankadeildarinnar í sumar. Aðeins eru tvö ár síðan Húsvík- ingurinn fór frá FH þar sem hann fékk afar fá tækifæri með liðinu. Mikið fjaðrafok var í kringum félagaskipti Jónasar enda stóð FH í vegi fyrir því að hann fengi að spila með öðru liði í Landsbanka- deildinni. Til að losna frá FH varð Jónas því að semja við lið í 1. deild- inni. Úr varð að hann gekk í raðir Fram. Hann minnti FH síðan ræki- lega á hverju félagið var að missa af er hann skoraði tvö mörk gegn FH í Krikanum. „Ég er kominn heim. Nýr þjálf- ari er aðalástæðan fyrir því að ég er kominn í FH og að mér bauðst að koma í FH. Ég óttast ekki að þurfa að sitja á bekknum. Annars hefði ég ekki farið að semja við FH og ég geri ekki ráð fyrir því að Heimir sé að fá mig á sömu for- sendum og voru áður. Það er samt enginn áskrifandi að sæti í FH-lið- inu,“ sagði Jónas Grani, 34 ára, sem hefur mikla trú á Heimi Guð- jónssyni sem þjálfara en hann gerir eins árs samning við FH. „Það var samt vissulega erfitt að yfirgefa Fram enda átti ég góðan tíma þar og mér gekk vel í bláu treyjunni.“ Eins og áður segir var talsvert fjaðrafok í kringum brotthvarf Jónasar Grana á sínum tíma og sitt sýndist hverjum um aðferðir stjórnar FH í málinu. Sjálfur var Jónas ekki sáttur. „Vissulega var ég ekki sáttur enda taldi ég mig hafa skilað mínu til félagsins og eiga betra skilið. Staðreyndin er samt sú að FH er mun stærra og meira en nokkrir einstaklingar sem vildu ekki leyfa mér að fara í úrvalsdeildarlið á sínum tíma,“ sagði Jónas Grani, sem er löngu hættur að velta sér upp úr fortíðinni og hlakkar til næsta sumars. „Þetta er mikil áskorun fyrir mig og ég vildi taka henni. Óli taldi sig ekki hafa not fyrir mig á sínum tíma og menn geta deilt um þá ákvörðun. Árangur hans talar aftur á móti sínu máli og því ætla ég ekkert að rífast um það. Ég tel mig samt hafa sýnt hjá Fram að ég hef ýmislegt fram að færa í fót- bolta. Vonandi sýni ég það áfram næsta sumar.“ Markakóngur Landsbankadeildarinnar, Jónas Grani Garðarsson, gekk í raðir FH á nýjan leik í gær. Aðeins eru tvö ár síðan FH losaði sig við Jónas Grana og þvingaði hann þess utan til þess að semja við lið utan Landsbankadeildarinnar. Það gengur hvorki né rekur hjá Tottenham Hotspur þessa dagana og liðið er enn í fallsæti eftir 3-1 tap gegn Newcastle í gær. Obafemi Martins, Claudio Cacapa og James Milner skoruðu fyrir Newcastle en Robbie Keane klóraði í bakkann fyrir Spurs. Tottenham enn í fallsæti Íslendingafélagið Brann frá Björgvin varð í gær norskur meistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í 44 ár. Brann varð meistari án þess að að spila því eina liðið sem gat skákað því, Stabæk, tapaði gegn Viking, 2-1. Þrír Íslendingar eru í liði Brann – Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson. Brann meistari

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.