Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LÖGREGLUMÁL Kona, 35 ára að aldri, lést í Reykjavík á fimmtu- dagsmorgun eftir að hafa sprautað rítalíni í æð. Konan missti meðvitund og kallaði fólk sem var með henni í íbúðinni eftir aðstoð sjúkraliðs. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins var hópur fólks í íbúð- inni og hafði áfengi og fíkniefni um hönd. Átta voru á staðnum, auk látnu konunnar, þegar lög- reglu bar að. Áhöld til fíkniefna- neyslu, einkum sprautur, voru í íbúðunni. Fólkið var flutt á lög- reglustöð til skýrslutöku. Efni, sem talin eru vera hass og amfet- amín, fundust á tveimur til þrem- ur úr hópnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sprautaði konan sig með rítalíni. Stuttu síðar fékk hún krampaflog, missti svo með- vitund og fór í öndunarstopp. Konan sem lést hefur glímt við vímefnavanda um langt skeið og hefur verið á götunni síðustu misserin. Lögregla bíður nú niðurstaðna réttarrannsókna. - jss Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 17. nóvember 2007 — 313. tölublað — 7. árgangur Ungt landslið Landsliðsþjálfari kvenna í hand- bolta, Júlíus Jónasson, valdi í gær leikmannahópinn sem tekur þátt í undan- keppni EM sem fram fer um næstu mánaðamót. ÍÞRÓTTIR 56 FÓLK „Á bekkjarmyndunum stend ég uppi á kassa af því að ég var svo lítill. Þeir voru nokkrir strákarnir sem sátu stundum fyrir mér eftir að skóladegi lauk. Ég nefni engin nöfn enda væri þetta sennilega það sem kallað er einelti í dag,“ segir Björgvin Hall- dórsson í viðtali við Fréttablaðið í dag þegar hann rifjar upp æskuárin í Hafnarfirði og skólagönguna í Lækjarskóla. „Ég lærði hins vegar snemma að verja mig og þá ekki með hnefanum heldur kjaftinum,“ bætir Björgvin við. Uppselt er á þrenna jólatónleika söngvarans í Laugardalshöll í byrjun desember. - fgg/sjá síður 26 og 28 Björgvin Halldórsson: Lærði snemma að verja sig með kjaftinum Stafræn framtíð tónlist- arinnar Einar Örn Benediktsson stofnaði hina ört vaxandi heimasíðu Grapewire. net og segir tónlist eiga sér framtíð á netinu. FÓLK 54 Brúðkaup ársins í dag Garðar Thor Cortes syngur fyrir brúðkaupsgesti í Fríkirkjunni í dag. FÓLK 62 Lést eftir að hafa tekið rítalín í æð Kona lést í fjölbýlishúsi á Lindargötu í Reykjavík á fimmtudagsmorgun eftir að hún hafði sprautað sig með rítalíni. Átta manns voru í íbúðinni auk konunnar. HRÍÐ NYRÐRA - Í dag verða norðlægar áttir, 13-23 m/s, hvassast norðaustan til eftir hádegi og austan til með kvöldinu. Snjókoma eða él á landinu norðan- og austan- verðu en skýjað með köflum syðra. Hiti nálægt frostmarki. VEÐUR 4     VEÐRIÐ Í DAG OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 www.tengi.is • tengi@tengi.is MORA INXX BLÖNDUNARTÆKI Smiðjuvegi 76 • 200 Kópavogur • Sími 414 1000 Baldursnes 6 • 603 Akureyri • Sími 414 1050 ÞJÓÐSKÁLDSINS MINNST Skáld og menntamenn komu saman við styttuna af Jónasi Hallgrímssyni í Hljómskálagarðinum í gær og minntust þess að tvö hundruð ár voru liðin frá fæðingu hans. Styttan, sem Einar Jónsson myndhöggvari gerði, var afhjúpuð fyrir eitthundrað árum, á hundrað ára ára afmæli Jónasar. Pétur Gunnarsson flutti minningarorð við athöfnina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANASLYS 76 ára karlmaður lést eftir árekstur við gámaflutningabíl við Rauðhóla á Suðurlandsvegi um klukkan sex í gær. Maðurinn, sem ók jepplingi, reyndi að taka u- beygju en flutningabíllinn sem kom úr gangstæðri átt ók í hlið hans. Maðurinn var fluttur á slysadeild, þar sem hann lést. Ökumann flutningabílsins sakaði ekki. Báðir voru þeir einir í bílunum. Suðurlandsvegi var lokað í um tvær klukkustundir vegna slyssins og var umferð veitt um hjáleið. Vitnum að slysinu var boðin aðhlynning á Land- spítalanum eftir áfallið. - sgj Ökumaður jepplings ók í veg fyrir gámaflutningabíl við Rauðhóla: Banaslys á Suðurlandsvegi FRÁ SLYSSTAÐNUM Suðurlandsvegur var lokaður fyrir umferð í um tvær klukkustundir. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR BANGLADESS, AP Að minnsta kosti 1100 manns hafa farist í fellibyl sem skók Bangladess í gær. Fellibylurinn jafnaði þúsundir híbýla við jörðu, reif upp síma- staura og lagði akra í eyði í strandhéruðum landsins. Hjálparstofnanir hafa eftir fremsta megni reynt að aðstoða þau hundruð þúsunda manna sem lifðu fellibylinn af, en illa hefur gengið vegna rafmagnsleysis og slælegs símasambands á þeim svæðum sem verst urðu úti. „Við höfum glatað öllu,“ sagði Moshararf Hossain, bóndi í Bagerhat-fylki. „Við höfum í engin hús að venda.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa lofað miklum fjárframlögum til hjálparstarfs í Bangladess. - sgj Hörmungar í Bangladess: Yfir 1100 látnir í fellibylnum BJÖRGVIN HALL- DÓRSSON RÍTALÍN SKYLT AMFETAMÍNI Rítalín er lyfseðilsskylt lyf sem notað er við ofvirkni og athyglisbresti. Það er systurlyf amfetamíns, hefur svipaða virkni en er ekki eins örvandi. „Hægt er að misnota þetta lyf,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Það er hægt að sprauta því í æð. Þá hefur það gríðarleg vímuáhrif og fólk verður mjög háð því, sé það þannig notað. Þess vegna hafa menn í vaxandi mæli viljað nota annað lyf sem ógjörningur er að misnota með þessum hætti. Það heitir Conserta.“ Sterkir litir lífga upp á skammdegið LITADÝRÐ Í VÆNDUM FRÁ HELSTU TÍSKUHÚSUM HEIMS 48 Ég fíla sjálfan mig í botn og þarf engan karlmann inn í líf mitt til að gera mig hamingjusaman PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON SPJALLAR VIÐ DR. GUNNA Leynilundur í fögrum skógi Unnur Jökulsdóttir býr á töfrastað í Heiðmörk. Þar hefur hún skapað sér yndislegt heimili fullt af fögrum munum og andagift. HÚS&HEIMILI ● INNLITLeynilundur í fögrum skógi ● Í UPPÁHALDIBergsteinn Björgúlfsson selur ekki hljóðfærin sín ● HEIMILIÐKaffi ilmur í eldhúsinu hús&heimiliLAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.