Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 44
● hús&heimili Við hittumst á haustsíðdegi og fangaði Unnur strax athygli mína þar sem ég mætti henni hárri og glæsilegri með snjóhvíta hund- inn Karra. Umhverfis hús Unnar er mikið landsvæði og gróður og liggur það stutt frá hinu fallega Elliðavatni. Þegar inn er komið fyllist maður þeirri tilfinningu að hér sé gott að vera og vill helst ekki fara aftur. Unnur segir að heimili hennar sé eins og nokk- urs konar safn þar sem finna má hluti sem hún hefur viðað að sér um árin. „Ég bjó í tólf ár erlendis. Þar af bjó ég í fimm ár á skútunni Kríu og sigldi um heiminn. Það var lítið pláss þar og því bara hafðir með- ferðis nauðsynlegustu hlutir. Ég kann því vel að meta það núna að eiga heimili þar sem ég get haft allt í kringum mig sem safn- ast hefur saman á ævinni,“ segir Unnur einlæg enda eyðir hún drjúgum tíma heima við. „Stund- um vinn ég heima. Síðustu sjö árin hef ég unnið eingöngu við ritstörf en síðasta vetur leigði ég vinnu- stofu í Reykjavíkurakademíunni og fannst mér mjög gott að fara líka aðeins að heiman og í vinn- una,“ útskýrir Unnur. Unnur hefur búið á Lynghóli í tæp tíu ár og er ekkert á leiðinni í burtu. En hvað kom til að hún valdi þennan sérstaka stað til að búa á? „Ég var að leita mér að stað aðeins fyrir utan borgina og þegar ég var að klára menntaskóla hafði ég unnið á sumrin sem fjárgæslu- maður borgarinnar og fengið þá lánaðan lítinn kofa sem var á land- inu við hliðina á þessu húsi. Ég bjó þar með hestana mína í kringum mig og svo var ég að reka kindur út úr Reykjavík þannig ég var eins konar smali Reykjavíkur,“ segir Unnur kímin og heldur áfram: „Þannig hafði ég skotið rótum hér á þeim tíma. Svo fyrir um tíu árum þegar ég er að leita mér að hús- Leynilundur í fögrum skógi ● Í Heiðmörk er fallegt um að litast og fyllist maður mikilli kyrrð í hjarta þegar ekið er þrönga vegarslóðana. Þó svo borgin sé steinsnar hinum megin við vatnið þá raskar það ekki þeirri ró og friði sem einkennir svæðið. Unnur Jökulsdóttir, rithöfundur með meiru, er það lánsöm að búa á þessum töfrastað en þar hefur hún skapað sér yndislegt heimili fullt af fögrum munum og andagift. Í ævintýra- garðinum gróð- ursæla er lítill kofi fyrir heimasæt- una. Flísarnar á baðher- berginu eru innfluttar frá Mexíkó en Unnur sagði að flísaleggj- arinn hefði í fyrstu fengið áfall þegar hann sá hve skakkar þær voru en sættist smám saman á þær þegar þær röðuðust saman. Könnurnar í glugganum keypti faðir Unnar í Istanbúl. Unnur er mikill nátt- úruunn- nandi. Í garðin- um henn- ar vaxa tré sem eru ævin- týraleg á að líta þar sem þau teygja anga sína út og suður. Eldiviður úr skóginum tilbúin til notkunar í kamínuna. Vaskurinn er upp- runalegur og hefur alltaf verið í húsinu. Hundurinn Karri í ástarhorninu svokallaða sem tekur mið af feng-shui fræðum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V Ö LU N D U R 17. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.