Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 42
● hús&heimili Í fyrra fengum við vinkonurnar algera tímamótahugmynd en hún gekk út á það að býtta á borðstofuborðum. Þar sem ég var í tíma- bundinni fýlu út í palesanderborðið mitt ákvað ég að slá til. Sama dag var ég búin að leggja niður sætin í bílnum mínum, búin að troða borðinu mínu aftur í og komin vestur í bæ þar sem býttin ógurlegu áttu að fara fram. Í staðinn fyrir hinn merkilega palesander fékk ég glært plastborð sem hafði sómt sér sérlega vel á heimili vinkonu minnar. Ég sá hennar borð í hillingum enda hafði það alltaf verið óstjórnlega fagurt á hennar heimili. Þegar þriðja vinkonan frétti af þessu varð hún svo æst af spenningi að hún vildi endilega skipta á borði við hina vinkonu mína. Við mynduðum því ódauðlegt skiptiborðaþríeyki. Ég dröslaði plastborðinu í bílinn minn og ætlaði aldrei að koma því órispuðu heim. Einhvern veginn náði ég að fela rispurnar undir bleik- um hörlöber og svona fyrsta hálftímann var ég bara nokkuð sátt. Eða þar til ég ákvað að flytja. Þá komst ég að því að gamla borðið mitt ætti eiginlega best heima heima hjá mér og dauðsá eftir öllu saman. Ég hringdi því í hina meðlimi þríeykisins með von um að býttitímanum væri lokið. Vinkonum mínum fannst það um það bil versta hugmynd í heimi þar sem þær voru báðar alsælar með þessi viðskipti. Ég verð að játa að þetta olli mér miklum vonbrigð- um og mér fannst ég mesti lúser í heimi að hafa samþykkt þetta enda vissi ég ekki til að díllinn hefði verið innmúraður. Þegar ég ræddi stóra borðamálið við betri helminginn var eins og að tala við vegg. Í þokkabót fullyrti hann að þessi palesandergarmur hefði aldrei sómt sér heima hjá okkur og hann væri alsæll að hafa losnað við „vibbann“. Hann minnti mig á að borðið hefði kostað álíka mikið og Living Ect og Elle Decoration til samans og spurði hvort það hefði eitthvað komið fyrir. Ég væri ekki vön að missa fótanna út af 2.000 krónum og stakk upp á því að ég myndi bara fara aftur í Góða hirðinn og kaupa nýtt. Næsta dag settist ég upp í bílinn minn og ráfaði örvæntingarfull á milli betri verslana bæjarins í von um að finna staðgengil „palesandergarmsins“ en fann ekkert. Hálfu ári seinna fékk einn af meðlimum borðaþríeykisins þá snilldarhugmynd að flytja til út- landa. Ég hoppaði af gleði þegar vinkonan sagði að ég mætti sækja gamla borðið mitt. Stuttu síðar hringdi hin vinkonan alveg miður sín og spurði hvað ég ætl- aði eiginlega að gera við hennar borð. Ég sagði henni að við hefðum rætt þetta og dílnum væri ekki hægt að slaufa. Nú sit ég uppi með tvö borð og er alsæl! Ást á palesandergarmi ● Forsíðumynd: Völundur Jónsson tók þessa mynd af Unni Jökulsdóttur og hundinum hennar Karra. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. HEIMILISHALD MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR Hann minnti mig á að borðið hefði kostað álíka mikið og Living Ect og Elle Decoration til samans og spurði hvort það hefði eitthvað komið fyrir. Kvikmyndagerðarmaðurinn Berg- steinn Björgúlfsson var áberandi á Edduverðlaunahátíðinni sem fór fram um síðustu helgi og var all- oft kallaður upp á svið til að taka við verðlaunum. Ekki er þó víst að hann muni gera mikið úr styttun- um sem hann fékk því hann seg- ist lítill efnishyggjumaður og á í vandræðum með að láta sér detta eitthvað veraldlegt í hug sem hann heldur upp á. „Ég hugsa þó að á heimilinu beri ég mestar taugar til trommu- settsins, segir Bergsteinn „þó að það fái reyndar að dúsa út í skúr,“ bætir hann við. Hann segist þó spila allt of lítið í seinni tíð enda fjölskyldumaður sem hefur nóg á sinni könnu. „Það er helst að ég spreyti mig með hljómsveit minni Íslands eina von en við höfum töluvert spilað á dansleikjum.“ Bergsteinn segist þó hafa tekið spilamennskuna af meiri alvöru áður þegar hann var í pönksveit- inni Jonee Jonee á Rokk í Reykja- vík tímabilinu. Bergsteinn hefur átt settið góða í ein tíu ár. Það er af Pearl- gerð og segir hann það hafa verið það allra flottasta á sínum tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi aldrei að selja hljóðfæri, ekki nema maður kaupi annað betra,“ segir Bergsteinn. Frá trommusettinu er aftur vikið að Edduverðlaununum en auk þess að bera sigur úr býtum í flokki heimildarmynda fyrir mynd sína Syndir Feðranna fékk Berg- steinn Eddu fyrir kvikmyndatöku í Foreldrum og átti þátt í fleiri verðlaunum. Hann er að vonum ánægðastur með velgengni heim- ildarmyndarinnar enda hafði hann unnið að gerð hennar í sjö ár en hún fjallar um níðingsverk sem framin voru á drengjum sem voru vistaðir á Breiðavíkurheimil- inu um miðbik síðustu aldar. Berg- steinn vonar að sem flestir fari að sjá myndina en hún er enn sýnd í bíó auk þess sem stefnt er að því að fara með hana út á land. „Það hvíldi leynd yfir svo stórum hluta af íslenskri sögu allt þar til þetta sprakk út í fjölmiðlum,“ segir Bergsteinn. „Þá fannst mér reynd- ar svolítið klæmst á þessu en þetta er þrjátíu ára saga og ég held að það sé mannbætandi að fara á þessa mynd. Það var að minnsta kosti mannbætandi að búa hana til,“ segir verðlaunahafinn hinn ánægðasti. - ve Selur ekki hljóðfærin sín ● Bergsteinn Björgúlfsson er ekki mikill efnishyggjumaður og er trommusettið hans dýr- mætasta veraldlega eiga. Bergsteinn Björgúlfsson geymir uppáhalds hlutinn sinn úti í skúr. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Danfoss ofnhitastillar Háþróuð og notendavæn hitastýring sem veitir þægilega húshitun og hámarks orkusparnað Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu ofnhitastilla Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 17. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.