Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 80
48 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Það lífgar sannarlega upp á skammdegið að líta yfir litadýrðina sem er í vændum næsta vor og sumar frá tískuhúsum eins og Burberry, Aquascutum og Versace og spennandi ungum hönnuðum eins og Jonathan Saunders og Eley Kishimoto. Samsetningar á litum voru frumlegar og smekklegar í senn og mikið bar á sterkum einlitum flötum. Sem sagt, skærir litir koma aftur næsta vor og njóttu þess að klæða þig í skærblátt, skær- grænt, tómatrautt og appelsínugult. -amb HÖNNUÐIR SÝNA LITAGLEÐINA Sterkir litir í sumar Það eru ófáar sjálfshjálparbækur til um hvernig maður getur breytt útliti sínu, fundið betri stíl eða klætt af sér aukakílóin. Tul dæmis hin skelfilega Victoria Beckham er með bók um hvernig maður á alltaf að vera smart. Ég get ekki ímyndað mér hver myndi nokkurn tíma fara eftir tískuráðum frú Beckham, en kom sjálfri mér á óvart þegar ég gluggaði í bókina og las ráð eins og að „allar konur eigi að eiga klassískan svartan kjól“ og að fótboltafrúin líti til Audrey Hepburn sem stílfyrirmyndar. Hún hefði kannski átt að lesa eigin bók betur. Ég var samt ánægð með bók sem ég sá í Eymundsson um daginn og er nýútkomin í London. Höfundurinn heitir Lucia Van Der Post og er fyndin týpa að skríða á áttræðisaldurinn. Hún hefur skrifað tískupistla í Sunday Times í áraraðir og hefur sumsé sett saman biblíu sem hún kallar „Things I wish my mother had told me“ og inniheldur ýmsar ráðleggingar sem ég held að allar konur á öllum aldri hefðu gagn og gaman af. Van der Post segir nefnilega, því miður, að það skipti bara miklu máli í hinum vestræna heimi hvernig við lítum út og að spjarirnar sem við klæðumst dagsdaglega segi heiminum hver við erum. Henni finnst bara almenn kurteisi að líta vel út og að það sé verulega ókurteist að mæta í matarboð sem einhver hefur haft fyrir í einhverjum druslum. Ég hafði sérstaklega gaman af kaflanum þar sem hún lýsir því hvernig maður á að klæða sig í vinnunni, því að ég eins og flestar konur eyði flestum mínum dögum í vinnunni. Hún orðar þetta skemmtilega: „ Við þekkjum öll konur sem mæta í algjörlega óviðeigandi fatnaði í vinnuna. En ég hef aldrei skilið hvers vegna maður á ekki að geta sameinað glæsileika og gáfur. Hvers vegna sumar bráðgáfaðar og menntaðar konur halda að gáfnavísitala standi og falli með því að ganga í drungalegum fötum finnst mér órökrétt.“ Bókin er uppfull af skemmtilegum upplýsingum um allt frá fótsnyrtingu upp í hvort maður eigi að íhuga botox. Nokkur aðalatriði eru þó gegnum- gangandi: að verða ekki þræll tískunnar heldur fylgja tískunni og nota úr henni hluti sem klæða mann. „Glæsileiki lífgar upp á lífið. En þú þarft ekki að kaupa þér stanslaust ný föt. Frábær klipping, fallegir skór, sætar töskur og skartgripir gera svo mikið.“ „Things I wish my mother had told me“ eftir Lucia Van Der Post fæst í betri bókabúðum og á amazon.com. Almenn kurteisi að líta vel út > FJÓLUBLÁTT ER ÞAÐ SEM KOMA SKAL... Þessi munúðarfulli og nautnalegi litur fer eins og eldur í sinu um bæði tískupall- ana og innanhúshönnunina. Prufaðu að poppa upp heimilið með fylgihlutum í eggaldinbláum lit til að fylgja tíðarand- anum. Habitat og Ikea eru til dæmis með fallega hluti eins og vasa, púða og sængurverasett. Verdi-stóllinn frá Habitat er ódýr og frábær til þess að endurskapa borðstofuna í vetur. GUL REGNKÁPA Frá Aquascutum. GYÐJULEGUR Appelsínugulur kjóll með bleikum röndum frá Eley Kishimoto. LITARDÝRÐ Blár kjóll frá Burberry, gulur frá Jonathan Saunders og taska frá Burberry SKÆRBLEIKT Frá Burberry Prorsum. GULLFALLEG LITABLANDA Appelsínugult og blát t frá Versace. BLÁIR TÓNAR Skemmtileg samsetning frá Gianni Versace. Silfurlita tösku með alls kyns vösum frá Anya Hindmarch. Fæst í 3 hæðum, Laugavegi. OKKUR LANGAR Í … Ótrúlega kvenleg og fögur hekluð nærföt frá Systrum, Laugavegi. Skemmtilegt geirfuglakerti til að lýsa upp skammdegið. Fæst í gjafabúðinni við +/- 874 safnið í Aðalstræti. STÓRSKEMMTILEG RÓMANTÍSK GAMANMYND Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRUMSÝND 16. NÓVEMBER! af he nd ir hj á BT S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . SMS LEIKUR SENDU SMS JA WFF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, D VD myndir, varningur tengdur my ndinni og margt fleira!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.