Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 36
[ ]Augnlínupenni er vinsæll nú í vetur og minnir á töfra hinna klassísku kvikmynda. Margar Hollywood-stjörnur hafa tekið ástfóstri við augnlínupennann og má þar til dæmis nefna Angelinu Jolie sem er sérstaklega glæsileg með svört breið strik á augnlokunum. Rómantíkin verður allsráðandi vorið 2008. Valentino hefur afhjúpað vorlínu árs- ins 2008 sem er í aðra röndina aftur- hvarf til fortíðar, með ákveðnum vísun- um í fimmta áratug síðustu aldar. Klassískir síðkjólar og hnésíðir kjólar eru áberandi, ýmist einlitir, tvílitir eða doppóttir og þá helst í svörtu og hvítu, bleiku, rauðu og fjólu- bláu. Klassískt og rómant- ískt. - rve Vor hjá Valentino Pönkari og prinsessa. Kvenleiki og fínlegheit koma líklega ekki fyrst upp í hugann þegar talað er um söng- konuna smáu Avril Lavigne. Víðar buxur í hermannalitum, hlýrabolir, grófir klossar og dökkur augnfarði er það sem flestir tengja við hina orkumiklu stjörnu. „Ekki bögga mig,“ virtist Avril segja með þess- um klæðaburði og átti vel við persónuna og tónlistina. Hin síðari ár hefur þó borið á nokkr- um tilburðum af hálfu Avril að klæðast kvenlegar. Fyrst fór líklega að bera á þessu árið 2004 þegar stúlkan fór að birt- ast í pilsum og jafnvel kjólum við ýmis tæki- færi. Yfirleitt var þó lítið kvenlegt við þann klæðnað enda undirstrikaði Avril útlitið með hermanna- klossum og bleikum strípum. Árið 2006 urðu svo vatna- skil þegar söngkonan kom fram á nokkrum samkomum í sett- legum kjól og háum hælum. Dökki maskarinn var látinn flakka fyrir léttan farða og kom þá í ljós ljómandi fögur ung kona. Það er þó ekki þar með sagt að Avril sé að taka stökkbreytingum. Yfirleitt kann hún best við sig í víðum hettupeysum og poka- buxum. En hún hefur sýnt og sannað að hægt er að aðhyll- ast fleiri en einn stíl. - sgi Stjörnustíll Hnésíðir, rómant- ískir kjólar verða áber- andi næsta sumar. Doppóttir kjólar eru áberandi í vorlínu Valentin- os. Hlýtt fyrir veturinn Skemmtileg húfa með litlu deri frá Accessorize í Kringlunni. Verð: 2.499 krónur. Svört og hlý húfa með semilíustein- um frá Friis Company í Kringlunni. Verð: 1.890 krónur. Þykkur og hlýr kragi undir káp- una eða jakkann frá Company í Kringlunni. Verð: 3.990 krónur. Falleg og góð húfa frá Company í Kringlunni. Verð: 3.990 krónur. Uppháar grifflur með gati fyrir þumalinn frá Friis Company í Kringlunni. Verð: 1.990 krónur. Hlýir og notalegir hanskar frá Access- orize í Kringlunni. Verð: 2.099 krónur. Nú þegar veturinn er farinn að gera vart við sig er þó engin ástæða til að láta sér verða kalt því mikið úrval af góðum hlífðarfatnaði má finna í verslunum á þessum árstíma. Heilmikið úrval er af hlífðar- fatnaði í verslunum í dag og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Húfur, vettlingar, treflar og kragar eru til í ýmsum litum og gerðum svo nú er bara að hafa augun opin og gefa sköpunargáfunni lausan tauminn. Húfa og vettlingar í fallegum litum geta til dæmis lífgað heilmikið upp á svarta kápu. - sig Litir norðurpólsins LEYFÐU HUGMYNDAFLUGINU AÐ TAKA VÖLDIN MEÐ GLITRANDI LITUM NÁTTÚRUNNAR. Í nýrri sexlitapallettu Creative Eyes- augnskugganna frá Nivea Beau- té má finna allt frá glansandi hvít- um litum ís- kalds norð- urpólsins yfir í bláa og græna lóntóna, en með hverjum lit fæst frelsi til að velja skugga- og lita- blöndur sem allar eiga sér samhljóm í náttúr- unni. Augn- skuggarn- ir haldast lengi án þess að klessast og tryggja hrífandi útlit, en alla lit- ina má nota eina sér eða í bland við aðra tóna. Hægt er að velja létta, náttúrulega tóna á dag- inn en þyngri liti á kvöldin. Ef húðin er ljós eru hlýir náttúrutónar klæði- legastir. Brúnettur með ívið dekkri húð geta notað kalda og litríkari tóna og rauðhausar eru fegurstir með jarðliti umhverfis augun. - þlg Í her- manna- klossum og kjól. Komin á háa hæla. G O T T F O L K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.