Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 90
58 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Undankeppni Evrópu- mótsins í fótbolta fer fram í dag, en flestra augu munu annars vegar beinast að B-riðli þar sem Frakkar, Ítalir og Skotar berjast um tvö efstu sætin og svo hins vegar að E-riðli þar sem Englend- ingar standa í ströngu gegn Króötum og Rússum. Úrslit B-riðils geta ráðist í dag þegar heimsmeistarar Ítala leika gegn Skotum á Hampden Park í Glasgow. Frakkar eru sem stend- ur efstir í riðlinum og eiga einn leik eftir, Skotar eru einu stigi á eftir Frökkum og eiga aðeins leik- inn gegn Ítölum eftir og Ítalir eru einu stigi á eftir Skotum en eiga tvo leiki eftir. Fari svo að Skotar vinni eru þeir búnir að tryggja sér farseðilinn til Sviss og Austurríkis á næsta ári, en tapi þeir fara Frakkar og Ítalir áfram. Ef liðin gera hins vegar jafntefli þurfa Skotar að treysta á að Frakkland tapi gegn Úkraínu á útivelli eða að Ítalía tapi gegn Færeyjum á heimavelli næst- komandi miðvikudag. Alex McLeish, þjálfari Skot- lands, er þó hvergi banginn fyrir leikinn og telur möguleika liðs síns ágæta. „Ítalir eru ekki ósigrandi og við getum vel unnið leikinn, það er ekki spurning,“ sagði McLeish í viðtali við BBC en Skotar hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum undir hans stjórn og þar á meðal er sigur gegn Frökkum í París. Roberto Donadoni, þjálfari Ítalíu, er í einkennilegri stöðu þar sem allt annað en sigur gæti kostað hann starfið, en hann ítrekaði þó að Ítalir væru ekki smeykir fyrir leikinn. „Við erum ákveðnir og það er ekki til hræðsla í okkar herbúðum, það eru þeir sem ættu að vera hræddir,“ sagði Donadoni í viðtali við La Gazzetta dello Sport en Ítalir unnu fyrri leik liðana 2-0 með tveimur mörkum frá Luca Toni. Englendingar verða í sviðsljósinu í dag þrátt fyrir að vera ekki að spila, því ef Króatía vinnur Make- dóníu á útivelli og Rússland vinnur Ísrael á útivelli í dag eru mögu- leikar Englendinga á að komast áfram orðnir að nánast engu. Englendingar þyrftu þá að vinna Króatíu og treysta á að Andorra myndi vinna fáheyrðan sigur á Rússlandi næstkomandi miðviku- dag. Steve McClaren, þjálfari Eng- lendinga, var þó merkilega bjartsýnn yfir möguleikum þeirra í viðtali við útvarpsstöðina BBC 5 Live. „Það er enn löng leið eftir og mikið af möguleikum í stöðunni og ég trúi því enn fyllilega að við eigum eftir að komast áfram.“ - óþ Ítalir og Skotar mætast í stórleik B-riðils og Englendingar fylgjast máttvana með gengi Rússa og Króata í dag: Vonir Englendinga gætu orðið að engu BJARTSÝNI Steve McClaren heldur enn í veika von Englendinga um að komast á lokakeppni EM. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Samsæriskenningar hafa verið á vörum manna undanfarið fyrir þýðingarmikinn leik Rússlands og Ísraels í E-riðli undankeppni EM sem fer fram í dag, vegna sterkra tengsla rússneska auðjöfursins Roman Abramovich við Tel Aviv og ísraelskan fótbolta. Því vilja sumir meina að Ísrael eigi eftir að tapa viljandi gegn Rússlandi, en Dror Kashtan, þjálfari ísraelska liðsins, neitar þessum ásökunum harðlega. „Við erum flestir fæddir í Ísrael og erum afar stoltir af okkar þjóðerni. Þessar sögusagnir eru bara aum leið til þess að reyna að skapa eitthvert andrúms- loft og óróa fyrir leikinn gegn Rússum. Við ætlum okkur sigur í leiknum eins og alltaf og munum gera okkar besta til þess í níutíu mínútur,“ sagði Kashtan ákveðinn í viðtali við dagblaðið The Times. - óþ Undankeppni EM: Samsæriskenn- ingar á lofti SAMSÆRI Kenningar eru á lofti um að Roman Abramovich ætli að nota tengsl sín við Ísrael til að kaupa sigur Rússa. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Það var aldrei spurning hvernig rimma Íslandsmeistara KR og bikarmeistara ÍR myndi fara í gær. KR-ingar voru mikið mun betra liðið allan leikinn og vann ákaflega auðveldan og fyrirhafnar- lítinn sigur á lélegu ÍR-liði. Munur- inn í lokin var 32 stig, 92-60, en KR hefði hæglega getað unnið stærri sigur hefði það viljað. Íslandsmeistararnir tóku strax frumkvæðið í leiknum. Jovan Zdravevski var óvenju sprækur og sýndi sín bestu tilþrif það sem af er vetri. Með hann, Helga Má, Fogel og Helm í fínu formi náði KR fljót- lega góðri forystu. Munurinn var 9 stig eftir fyrsta leikhluta, 23-14. ÍR-ingar voru í talsverðum vand- ræðum með sinn leik á báðum endum vallarins og ekki bætti úr skák að Kaninn þeirra var gjörsam- lega meðvitundarlaus og hafði ekkert fram að færa. Staða KR var vænleg í leikhléi, 44-29. Þriðji hálfleikur var algjörlega eign KR-inga. Þeir hreinlega léku sér að arfaslökum ÍR-ingum og gengu auðveldlega í gegnum grát- lega lélega vörn þeirra. Breið- hyltingar áttu nákvæmlega ekkert svar og nánast lögðust niður og buðu KR-ingum að ganga yfir sig sem og þeir gerðu. Munurinn var 29 stig eftir þriðja leikhluta, 73-44, og ballið búið. Lokaleikhlutinn var þar af leiðandi algjört formsatriði. KR tók sér það bessaleyfi að hvíla alla sína lykilmenn og yngri og óreynd- ari menn fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Þessi niðurstaða kemur mér ekkert rosalega á óvart. Við erum að spila sama varnarleik og gegn Stjörnunni um daginn og erum að halda ÍR í 60 stigum. Ég var reyndar að gæla við að halda þeim undir 60 stigum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, en hann var einnig mjög sáttur við sóknarleikinn hjá sínu liði. „Við kláruðum skotin okkar mikið mun betur en síðast. Það eina sem vantar hjá okkur er að skotin fyrir utan fari að detta niður. Þá fer ég að verða sáttur. Annars er ég ánægður með hvernig liðið er farið að virka hjá mér. Það er kominn stöðugleiki í varnarleikinn. Þegar skotin að utan fara svo að detta þá verðum við illviðráðanlegir.“ henry@frettabladid.is Eins og auðveld æfing Íslandsmeistarar KR hreinlega niðurlægðu bikarmeistara ÍR á heimavelli sínum vestur í bæ í gær. KR vann leikinn með 32 stiga mun, 92-60, og virtist hafa ákaf- lega lítið fyrir því. Leikurinn var í raun eins og létt æfing fyrir KR-inga. LOK, LOK OG LÆS KR-ingurinn Joshua Helm sést hér varna því að ÍR-ingurinn Ómar Örn Sævarsson komist að körfu KR-inga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Iceland Express-deild karla: KR-ÍR 92-60 (44-29) Stig KR: Joshua Helm 18, Avi Fogel 18, Helgi Már Magnússon 16, Jovan Zdravevski 15, Brynjar Þór Björnsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Skarphéðinn Ingason 4, Páll Fannar Helgason 2, Eldur Ólafsson 2. Stig ÍR: Ómar Örn Sævarsson 14, Sveinbjörn Claessen 13, Steinar Arason 9, Hreggviður Magnússon 7, Eiríkur Önundarson 5, Davíð Þór Fritzson 4, Þorsteinn Húnfjörð 4, Ray Cunningham 4. Skallagrímur-Snæfell 81-80 Stig Skallagríms: Milojica Zekovic 21, Allan Fall 19, Darrell Flake 12 (8 fráköst), Hafþór Gunnarsson 12, Axel Kárason 8, Pétur Sig- urðsson 6, Pálmi Sævarsson 3. Stig Snæfells: Justin Shouse 31, Sigurður Þorvaldsson 17, Slobodan Subasic 12, Hlynur Bæringsson 10 (17 fráköst), Anders Katholm 6, Atli Hreinsson 4. Vináttulandsleikur U-21 árs: Þýskaland-Ísland 3-0 ÚRSLIT FÓTBOLTI England og Austurríki mættust í vináttulandsleik í Austurríki í gær. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið einhver flugeldasýning. Peter Crouch skoraði eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með skalla eftir hornspyrnu Davids Beckham sem var í byrjunarliði Englendinga. Michael Owen tognaði í leiknum og varð að fara af velli. - hbg Vináttulandsleikur: England lagði Austurríki FAGNAÐ David Beckham og Peter Crouch fagna hér marki Englendinga í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.