Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 78
46 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR Leikhópurinn Borgarbörn frumsýnir jólaleikritið María, asninn og gjaldkerarnir á Nýja sviði Borgar- leikhússins næstkomandi þriðjudag. María, asninn og gjaldkerarnir er söngleikur þar sem öll hlutverk eru skipuð börnum og unglingum úr söng- og leiklistarskólanum Sönglist sem starfrækt- ur er í samstarfi við Borgarleikhúsið. Í fyrra setti sami hópur upp jólasýninguna Rétta leiðin við frá- bærar undirtektir. Verkið fjallar um krakka í unglingadeild sem fá það verkefni að setja upp sjálfan helgileikinn. Þeim líst ekki nógu vel á þá hugmynd og ekki batnar ástandið þegar nokkur börn eru send til að taka þátt í uppfærslunni með þeim. Unglingarnir ákveða þó að setja upp helgileikinn á nýstárlegan hátt og fylgjast áhorfendur með æfing- um þeirra, sem oft verða skondnar. Inn í sögu Maríu og Jóseps flækist ástarsaga Edda og Dísu, sem eru nemendur í skólanum, misskilningur á íslensku máli og ýmislegt fleira. En það sem mestu máli skiptir er að helgileikurinn kemst þó rétt til skila og þar með boðskapur jólanna. Góð og fræðandi skemmtun fyrir börn á öllum aldri. Leikstjóri er Gunnar Helgason, söngstjóri er Ragn- heiður Hall og danshöfundur er Halla Ólafsdóttir. Valdimar Kristjónsson sér um tónlistina og er leik- myndahönnuður Sigurjón Jóhannsson. Höfundur leikritsins er Erla Ruth Harðardóttir. Eins og í fyrra geta sýningargestir komið með jóla- pakka og lagt undir jólatré Borgarleikhússins. Leik- arar Borgarbarna munu síðan sjá um að koma þeim í hendur Mæðrastyrksnefndar til dreifingar. Eftir sýningu verður gestum boðið upp á djús og piparkökur áður en haldið er heim á leið. - vþ Skemmtileg barnasýning Nýr kvennakór við Háskóla Íslands heldur tónleika í sal Tónlistarskóla Árnesinga við Eyrarveg 9 á Sel- fossi í dag kl 15. Í tilefni af 200 ára afmæli lista- skáldsins Jónasar Hallgrímssonar verða flutt Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar ásamt kórtónlist eftir Edvard Grieg, en í ár er minnst 100 ára ártíðar hans. Flutt verða mörg af þekktustu ljóðum Jónasar, til að mynda Smá- vinir fagrir, Söknuður og Ferðalok. Af tónlist Griegs má nefna brúðar- mars, barnavísur og einsöngslög. Kvennakórinn hefur fengið til liðs við sig unga tónlistarnema. Benedikt Kristjánsson, tenór, syng- ur þrjú þekkt einsöngslög eftir Grieg og þeir Joaquin Páll Pal- omares, fiðla, Víðir Pedersen, klar- inett, og Þorkell Sigfússon, selló, leika allir með í Jónasar lögunum ásamt Sólveigu Önnu Jóndóttur píanóleikara. Kvennakórinn skipa um 30 stúlk- ur sem stunda flestar nám við Háskóla Íslands. Stjórnandi kórs- ins er Margrét Bóasdóttir. Kórinn hóf formlegt starf fyrir ári síðan og hefur haldið sjálf- stæða tónleika, sungið jólasöngva í Háskólanum og tekið þátt í tón- leikum og bókmenntadagskrám. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 15 og er aðgangseyrir 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri borgara. - vþ Norræn kórrómantík og Jónasarlög KVENNAKÓR HÍ Heldur tónleika á Selfossi í dag. KRAKKAR LEIKA Mynd frá jólasýningunni Rétta leiðin sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í fyrra. „Mér er til efs að Íslendingar hafi nokkurn tíma áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján.“ ÞT. Mbl, 2006 „Bráðfyndinn og undraverður látbragðsleikari.“ V.W. Berlinske Tidene Frelsarinn eftir Kristján Ingimarsson Sýning í Þjóðleikhúsinu 22. nóvember. Sýningar í Samkomuhúsinu á Akureyri 24. og 25. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.