Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 78
46 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR
Leikhópurinn Borgarbörn frumsýnir jólaleikritið
María, asninn og gjaldkerarnir á Nýja sviði Borgar-
leikhússins næstkomandi þriðjudag.
María, asninn og gjaldkerarnir er söngleikur þar
sem öll hlutverk eru skipuð börnum og unglingum úr
söng- og leiklistarskólanum Sönglist sem starfrækt-
ur er í samstarfi við Borgarleikhúsið. Í fyrra setti
sami hópur upp jólasýninguna Rétta leiðin við frá-
bærar undirtektir.
Verkið fjallar um krakka í unglingadeild sem fá
það verkefni að setja upp sjálfan helgileikinn. Þeim
líst ekki nógu vel á þá hugmynd og ekki batnar
ástandið þegar nokkur börn eru send til að taka þátt í
uppfærslunni með þeim.
Unglingarnir ákveða þó að setja upp helgileikinn á
nýstárlegan hátt og fylgjast áhorfendur með æfing-
um þeirra, sem oft verða skondnar. Inn í sögu Maríu
og Jóseps flækist ástarsaga Edda og Dísu, sem eru
nemendur í skólanum, misskilningur á íslensku máli
og ýmislegt fleira. En það sem mestu máli skiptir er
að helgileikurinn kemst þó rétt til skila og þar með
boðskapur jólanna. Góð og fræðandi skemmtun fyrir
börn á öllum aldri.
Leikstjóri er Gunnar Helgason, söngstjóri er Ragn-
heiður Hall og danshöfundur er Halla Ólafsdóttir.
Valdimar Kristjónsson sér um tónlistina og er leik-
myndahönnuður Sigurjón Jóhannsson. Höfundur
leikritsins er Erla Ruth Harðardóttir.
Eins og í fyrra geta sýningargestir komið með jóla-
pakka og lagt undir jólatré Borgarleikhússins. Leik-
arar Borgarbarna munu síðan sjá um að koma þeim í
hendur Mæðrastyrksnefndar til dreifingar.
Eftir sýningu verður gestum boðið upp á djús og
piparkökur áður en haldið er heim á leið. - vþ
Skemmtileg barnasýning
Nýr kvennakór við Háskóla Íslands
heldur tónleika í sal Tónlistarskóla
Árnesinga við Eyrarveg 9 á Sel-
fossi í dag kl 15.
Í tilefni af 200 ára afmæli lista-
skáldsins Jónasar Hallgrímssonar
verða flutt Jónasarlög Atla Heimis
Sveinssonar ásamt kórtónlist eftir
Edvard Grieg, en í ár er minnst 100
ára ártíðar hans.
Flutt verða mörg af þekktustu
ljóðum Jónasar, til að mynda Smá-
vinir fagrir, Söknuður og Ferðalok.
Af tónlist Griegs má nefna brúðar-
mars, barnavísur og einsöngslög.
Kvennakórinn hefur fengið til
liðs við sig unga tónlistarnema.
Benedikt Kristjánsson, tenór, syng-
ur þrjú þekkt einsöngslög eftir
Grieg og þeir Joaquin Páll Pal-
omares, fiðla, Víðir Pedersen, klar-
inett, og Þorkell Sigfússon, selló,
leika allir með í Jónasar lögunum
ásamt Sólveigu Önnu Jóndóttur
píanóleikara.
Kvennakórinn skipa um 30 stúlk-
ur sem stunda flestar nám við
Háskóla Íslands. Stjórnandi kórs-
ins er Margrét Bóasdóttir.
Kórinn hóf formlegt starf fyrir
ári síðan og hefur haldið sjálf-
stæða tónleika, sungið jólasöngva
í Háskólanum og tekið þátt í tón-
leikum og bókmenntadagskrám.
Tónleikarnir hefjast sem fyrr
segir kl. 15 og er aðgangseyrir
1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri
borgara.
- vþ
Norræn kórrómantík og Jónasarlög
KVENNAKÓR HÍ Heldur tónleika á Selfossi í dag.
KRAKKAR LEIKA Mynd frá jólasýningunni Rétta leiðin sem sett
var upp í Borgarleikhúsinu í fyrra.
„Mér er til efs að Íslendingar hafi nokkurn tíma
áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján.“
ÞT. Mbl, 2006
„Bráðfyndinn og undraverður látbragðsleikari.“
V.W. Berlinske Tidene
Frelsarinn
eftir Kristján Ingimarsson
Sýning í Þjóðleikhúsinu 22. nóvember.
Sýningar í Samkomuhúsinu á Akureyri
24. og 25. nóvember.