Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 70
38 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR ■ Á uppleið „Twenties“-klippingin. Stutt, smart og töffaralegt. Að snobba niður á við. Kaupa borðstofuna í Góða hirðinum og keyra á sjö ára gömlum Subaru. Vænlegt hösl á börunum. Verð- bréfasalar grátandi í hverju horni yfir slæmu gengi markaðarins. Skipulag. Nú fara jólin að nálgast og hver helgi þarf að vera niðurnjörvuð. Ekki gleyma að panta hreindýrið og jólaklippinguna. Að flytja til útlanda. Húsnæðis- verð … leiguverð … matvöruverð. Allt að fara til fjandans á Íslandi. ■ Á niðurleið Brasilískt vax fyrir karlmenn. Hvað varð um hinn sanna íslenska víking? Gilzenegger er svoooo 2004. Þulur. Algjörlega úrelt starf sem þjónar engum tilgangi nema augnapunti fyrir karl- menn. En þeim finnast þær ekki einu sinni töff. Reykingar í bílum. Síðasta vígið þarf að falla. Það er gersamlega við- bjóðslegt að sitja í níkótínstybbu og ýtir líka undir bílveiki. Glamúr-gallabuxur. Allt sem er með einhverjum áföstum hringjum, sylgjum, steinum eða dótaríi er gífur- lega púkó. Egill Helgason. Verður forpokaðri með viku hverri og á heima á steinöld þegar karl- menn drógu kvenfólk inn í hellinn sinn á hárinu. Hver voru morgunverkin? Sættast við alheiminn á ný, fara svo á klósettið og því næst að lesa upp í Menntaskólanum við Sund. Eftirlætismánuður ársins og af hverju? September. Kannski vegna þess að ég á afmæli í lok ágúst. En það er eitthvað við það að náttúran í kring er að deyja eða leggjast í dvala sem fyllir mig orku. Svo er líka hið stórgóða Kurt Weill-lag September Song til að minna mann á að tíminn líður, en það gleymist stundum. Ef þú yrðir að vera einhver fræg manneskja í einn dag, hver mynd- irðu vilja vera og af hverju? Jón Ásgeir. Ætli ég myndi ekki byrja á því að lækka matvöru- verðið. Og fara síðan að eyða eitt- hvað af þessum peningum. Hver er þín syndsamlegasta nautn? Nautnir eru aldrei syndsamlegar. Sumar er bara erfiðari að nálgast en aðrar. Ef þú yrðir sendur í tímavél eitt- hvert og látinn dúsa þar í viku, hvaða tíma myndirðu velja þér? Helst vildi ég fara sem víðast. En þar sem ég er nýbúinn að vera að skrifa mikið um Finnland og Sví- þjóð á 6. öld myndi ég vilja fara í blótpartí í Uppsalahofi á þeim tíma. Og síðan líklega koma heim og henda bókinni. Hvaða freistingu áttu bágt með að standast? Þær allar. En sumar láta ganga á eftir sér. Þú festist í lyftu í sólarhring: Hvaða fimm hluti viltu hafa með þér? Biblíu til að lesa, klámblað til að skoða, vasaljós, pakka af sígarett- um, kveikjara. Hvað gerirðu þegar þú ert and- vaka? Það sama og annars. Mér finnst alltaf eins og ég sé að reyna að sofna eða reyna að vakna. Þú ert að fara á grímuball og mátt fara í hvaða búningi sem er. Í hverju ferðu? Hef aðeins einu sinni farið á grímuball og þá sem John Tra- volta í Saturday Night Fever. Það er langt síðan. Ætli ég myndi ekki frekar líta út eins og Elvis gerði síðustu árin, ef ég færi í sömu fötum í dag. Frægasti ættingi þinn? Enginn í nánustu fjölskyldu. Reikna með að Jón Arason biskup hafi verið forfaðir minn eins og annarra. Ef þú yrðir að fylla heimilið af einhverri dýrategund (allavega 20 stykki), hvaða dýr myndirðu velja þér að búa með? Sniglum. Ég hef mikla samkennd með sniglum. Alltaf á leiðinni eitthvað með allt sitt hafurtask, en komast í raun aldrei neitt. Þeir myndu líka vera fyrirferðarlitlir, og ef ég yrði leiður á þeim væri alltaf hægt að steikja þá upp úr hvítlauk. Ef ég fengi klukkustund með Halldóri Laxness myndi ég … Líklega reyna að koma honum aftur undir mold áður en hann færi að lykta. Myndi þó skála fyrir honum fyrst. Ef þú værir persóna í Harry Potter-bók, hver myndirðu vera? Hef satt að segja aldrei lesið Harry Potter-bók. Reikna þó með að ég myndi frekar vilja vera per- sóna í Harry Potter-bók en í íslenskum krimma. Hver er staða íslensku skáldsög- unnar í dag? Hún tórir enn. Ætli skáldsagan deyi ekki endanlega daginn sem ég klára meistaraverk mitt, sem verður því ekki lesið af neinum. Hvað gerir þig þunglyndan? Þunglyndi er hið eðlilega ástand. Það er hins vegar ýmislegt sem gerir mig glaðan. Hver er eftirlætisrithöfundurinn þinn? Prédikarinn í Gamla testament- inu. „Allt er hégómi.“ Hver er besta minning síðasta árs? Síðasta ár fór í súginn. Vona að það næsta verði betra. Hvaða kæki ertu með? Setja uppvafin eiturefni í munn- inn á mér og kveikja í þeim. Poka af hverju gætirðu borðað án þess að blása úr nös? Harðfisk. Myndi þó blása úr nös yfir kostnaðinum. Hvað ættirðu í raun að vera að gera núna? Drekka í mig kjark fyrir kvöldið. Hvaða leikara myndir þú fá til að leika í ævisögulegri kvikmynd um þig? Hver yrði lokasetning kvik- myndarinnar? Mér var sagt á Næsta bar í gær að ég liti nákvæmlega út eins og Jói fiskur. Ég veit ekki hvaða maður það er, en ég myndi treysta honum til að leika mig í bíómynd. Ætli lokasetningin yrði ekki: „Ég sagði ykkur að þetta myndi fara svona.“ Hvaða frasa ofnotar þú? „Vei, vei, vei þeim sem á jörðu búa.“ Hef mikla samkennd með sniglum Valur Gunnarsson er nýbúinn að senda frá sér sitt fyrsta skáldverk sem fjallar um þunglyndan, feitan, drykkfelldan og einmana Finna sem lendir svo í æsispennandi atburðarás árþúsundanna á milli. Anna Margrét Björnsson tók Val í þriðju gráðu yfirheyrslu. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Valur Gunnarsson FÆÐINGARÁR:1976, árið sem Maó dó og Sex Pistols gáfu út smáskífuna Anarchy in the UK. Á HUNDAVAÐI: Vann í Ikea í Noregi, í vodkaverksmiðju í Finnlandi og sem bréfberi í Reykjavík. BA í sagnfræði og MA í ritlist. Fyrrverandi ritstjóri Reykjavík Grapevine og blaða- maður hjá ýmsum íslenskum miðlum. VALUR GUNNARSSON RITHÖFUNDUR Getur borðað heilan poka af harðfisk án þess að blása úr nös. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.