Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 88
56 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Júlíus Jónasson, lands-
liðsþjálfari kvenna í handbolta, til-
kynnti í gær 16 manna hóp sinn
fyrir átökin í undankeppni
Evrópumótsins sem fram fer í
Litháen um næstkomandi mánaða-
mót, frá 26. nóvember til 3. desem-
ber.
Íslenska kvennalandsliðið er í
riðli með Ísrael, Grikklandi, Bosníu-
Hersegovínu og Hvíta-Rússlandi
auk heimaliðs Litháen og segir
Júlíus Jónasson að erfitt en verðugt
verkefni sé fyrir höndum.
„Við höfum svo sem ekki miklar
upplýsingar í höndunum um móth-
erja okkar eins og er, en ég á von á
því að allir leikirnir verði mjög
erfiðir. Verkefnið leggst samt
ágætlega í mig og það eru ákveðnir
hlutir sem við þurfum að fara yfir
þegar liðið kemur saman eftir
helgi,“ sagði Júlíus, sem er með
fremur óreynt lið í höndunum
fyrir undankeppnina.
„Við ætlum að nota vikuna vel
við æfingar og við sáum ákveðna
hluti á æfingamótinu í Hollandi
fyrir nokkrum vikum sem við
þurfum að æfa betur. Við erum
auðvitað með fremur lágvaxið lið
og það vantar kannski þessar stór-
skyttur í liðið, en við höfum bara
aðra eiginleika í staðinn sem við
þurfum að læra að nýta okkur
betur. Ég var sáttari við varnar-
leikinn en sóknarleikinn í Hollandi,
en ljóst er að við þurfum að vinna
mikið í báðum þáttum fyrir
undankeppnina,“ sagði Júlíus og
kvaðst tiltölulega sáttur með val
sitt á hópnum.
„Þetta er mjög ungt lið sem ég
valdi en stefnan hjá mér var ein-
mitt að reyna að yngja liðið aðeins
upp ásamt því að hafa nokkra
reynslubolta með í dæminu. Það
var þó eitthvað um forföll þegar
ég stóð að valinu þar sem þrír leik-
menn sem hafa verið í stórum
hlutverkum undanfarin ár eru í
barneignafríi og eitthvað var um
meiðsl, auk þess sem tveir leik-
menn komust ekki í verkefnið út
af skólamálum. Breiddin er því
miður ekki nógu mikil í kvenna-
handboltanum og ég hefði viljað
hafa fleiri reynslubolta í liðinu,“
sagði Júlíus. omar@frettabladid.is
Erfitt en verðugt verkefni fyrir liðið
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti 16 manna hóp sem tekur þátt í undankeppni EM sem
fram fer í Litháen um næstu mánaðamót. Júlíus telur verkefnið erfitt en verðugt og teflir fram fremur
ungu liði í undankeppninni. Hann hefði þó viljað vera með fleiri reynslubolta í hópnum.
JÚLÍUS JÓNASSON Er á leiðinni með
stelpurnar sínar til Litháen.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
LANDSLIÐSHÓPURINN:
Markmenn:
Berglind Íris Hansdóttir (Valur)
Íris Björk Símonardóttir (Grótta)
Aðrir leikmenn:
Anna Ú. Guðmundsdóttir (Grótta)
Arna Sif Pálsdóttir (HK)
Auður Jónsdóttir (HK)
Ásta Birna Gunnarsdóttir (Fram)
Dagný Skúladóttir (Valur)
Guðbjörg Guðmannsdóttir (Fox t. n.)
Hanna G. Stefánsdóttir (Haukar)
Hildigunnur Einarsdóttir (Valur)
Ragnhildur Guðmundsdóttir (FH)
Rakel Dögg Bragadóttir (Stjarnan)
Rut Jónsdóttir (HK)
Sara Sigurðardóttir (Fram)
Sigurbjörg Jóhannsdóttir (Fram)
Þórey Rósa Stefánsdóttir (Fram)
GOLF Birgir Leifur Hafþórsson
stendur ágætlega að vígi eftir
annan keppnisdaginn á loka-
úrtökumóti Evrópumótaraðar-
innar. Birgir lék höggi betur á
öðrum degi en þeim fyrsta, eða
70 höggum.
Hann er því samtals á þrem
höggum undir pari í 13.-17. sæti
mótsins. Alls taka 156 kylfingar
þátt í mótinu og 30 efstu fá
keppnisrétt á Evrópu-
mótaröðinni.
Birgir er fjórum höggum á
eftir efsta manni en alls er leikið
í sex daga á mótinu og Birgir
þarf því að halda vel á spilunum
næstu daga ætli hann sér að
öðlast keppnisrétt á mótaröðinni
annað árið í röð.
Skagamaðurinn fékk flugstart
í gær þegar hann fékk örn á
fyrstu holu. Hann fékk svo tvo
fugla á sjöttu og sjöundu holu.
Hann fékk skolla á tíundu braut
en paraði síðan átta síðustu
holurnar. - hbg
Birgir Leifur Hafþórsson í ágætismálum:
Birgir í 13.-17. sæti
BIRGIR LEIFUR Stendur vel að vígi í
baráttunni um að komast á Evrópu-
mótaröðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
> Jóhannes ekki með gegn Dönum
Það heldur áfram að kvarnast úr landsliðshópi Íslands í
knattspyrnu en miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjóns-
son dró sig út úr hópnum í gær vegna veikinda. Hann er
með sýkingu í lungum og verður ekki búinn að jafna sig
fyrr en eftir helgi og því ákvað Ólafur að velja FH-inginn
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson í hans stað. Jóhannes er annar
leikmaðurinn sem dregur sig úr
hópnum á tveim dögum en í gær
dró Eiður Smári Guðjohnsen sig
úr hópnum vegna persónulegra
ástæðna sem ekki voru útskýrðar
frekar. Svo er Ívar Ingimarsson
hættur að leika með landsliðinu.
FÓTBOLTI Þróttur samdi í gær við
hinn 28 ára gamla Dana, Dennis
Danry.
Danry er að sögn fjölhæfur
leikmaður sem getur leikið bæði
á miðju og í vörn. Hann kemur
frá 1. deildarliðinu Herfølge. - hbg
Nýliðar Þróttar styrkja sig:
Fjölhæfur Dani
til Þróttar
Kári Árnason, leikmaður AGF í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki
valinn í fyrsta landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar fyrir leikinn
gegn Danmörku í næstu viku og var ekkert að leyna von-
brigðum sínum með það þegar Fréttablaðið tók stöðuna á
honum í gær.
„Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég var ekki
að standa mig neitt rosalega vel í síðasta landsleik sem
ég spilaði á móti Lettum heima, en ég átti nú samt von á
því að fá símtal frá Ólafi fyrir leikinn á móti Dönum. Ég tel
mig klárlega eiga heima í hópnum en það er auðvitað
Ólafur sem velur liðið og ég virði það og held bara
mínu striki,“ sagði Kári og var jafnframt ósáttur
við leiðan misskilning sem átti sér stað á milli
Knattspyrnusambands Íslands og AGF.
„Ég fékk fréttir frá mínu liði, AGF, um að ég
hefði verið valinn í landsliðshópinn. KSÍ sendir
gjarnan út fax þar sem félögum er tilkynnt
að leikmenn gætu hugsanlega verið kallaðir
inn í landsliðið, en það hefur greinilega ekki
verið á betri ensku en það að stjórnarmenn hjá AGF skildu það
þannig að ég hefði verið valinn í hópinn og tilkynntu mér það.
Þegar það kom svo upp úr krafsinu að ég væri ekki í hópnum
var þetta náttúrlega frekar svekkjandi og mér finnst þetta
ófagleg vinnubrögð og ekki mönnum bjóðandi,“ sagði Kári
óhress.
Nokkurt tal hefur átt sér stað í þjóðfélaginu um að ákveðið
agaleysi hafi verið innan landsliðsins undir stjórn Eyjólfs
Sverrissonar en Kári gaf lítið út á þann orðróm.
„Menn verða náttúrlega að átta sig á því að landsliðs-
mennirnir eru engin börn og eðlilega vilja menn
ekki sitja læstir inni á hótelherbergi að horfa á
sjónvarp í rúma viku þegar kemur að landsleikja-
hrinu á Íslandi. Ég veit til dæmis að hand-
boltalandsliðið gistir bara í heimahúsum þegar
það kemur og keppir á Íslandi og ég skil ekki
af hverju þetta ætti að vera eitthvað öðruvísi
með fótboltalandsliðið.“
KÁRI ÁRNASON, AGF: ER ÓSÁTTUR VIÐ AÐ HAFA EKKI VERIÐ VALINN Í LANDSLIÐSHÓP ÓLAFS JÓHANNESSONAR
Ég tel mig klárlega eiga heima í landsliðshópnum