Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 68

Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 68
36 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR Páll Óskar hefur verið ein skær- asta poppstjarna landsins síðustu fimmtán árin. Það segir sitt um stöðugildi íslenskra stjarna að þegar ég hitti Pál er hann sjálfur á fullu við að ganga frá upplagi nýju plötunnar sinnar, Allt fyrir ástina. Austurríska geisladiskaverk- smiðjan klikkaði um tvær vikur svo Palli brá á það ráð að láta framleiða fyrstu 1.700 eintökin á Íslandi. Nú situr hann í kjallaran- um heima hjá hörpuleikaranum Moniku Abendroth og föndrar. Þetta er eins og á síldarplani. Palli og vinir hans eru í akkorði við að koma plötunni saman. ,,Þetta er limited edition,“ segir Palli galvaskur, ,,handmade by me“. Nýju plötuna gefur Palli út sjálf- ur með áðurnefndri Moniku. Saman reka þau Pop ehf. Vöru- lagerinn er heima hjá Moniku og hún keyrir út diskinn. Það ætti að verða brjálað að gera hjá henni næstu vikurnar. Palla líður best þegar hann hefur alla þræði í hendi sér. ,,Smekkleysa gaf út Stuð-plötuna, en ég endaði með að borga helm- inginn fyrir hana,“ segir hann. ,,Eftir þá reynslu yppti ég bara öxlum og spurði sjálfan mig: af hverju geri ég þetta ekki bara sjálfur? Palla-platan 1995 er því fyrsta platan undir merkjum Pop og ég hef gefið allt út sjálfur síðan, nema eina jólaplötu sem Skífan gaf út. Eftir þá reynslu ákvað ég bara að halda áfram að gera þetta sjálfur. Það er meiri vinna en líka meiri ávinningur. Allt sem ég hef gefið út hefur gengið mjög vel fyrir utan Deep Inside sem flopp- aði 1999. Það er líka eina floppið. Ef plöturnar ganga illa þá vil ég taka ábyrgð og borga tapið sjálfur, en ef þær ganga vel vil ég líka njóta uppskerunnar.“ Ekki á leið í rokkið Myndirðu segja að þetta langa hlé á milli teknóplatna, átta ár, sé til- komið vegna þess að Deep Inside floppaði á sínum tíma? ,,Það er partur af því, já. Budd- an mín leyfði ekki að ég færi í svona stórt verkefni aftur. Á þess- um árum hefur buddan lést og þyngst til skiptis, en ég náði að verða skuldlaus í júní 2005. Frá og með þeim degi bjó ég til diskó- sparigrís og fór að leggja fyrir fyrir þessari plötu. Hún er unnin án þess að taka eitt einasta lán. Ég er í þeirri öfundsverðu aðstöðu að skulda engum, hvorki manneskju né stofnun.“ Þú ert þá eini skuldlausi maður- inn á landinu … ,,Nei, ég er líka skuldlaus,“ segir Monika. ,,Ég hef þýska genið í mér.“ Allt fyrir ástina er stuðplata, ekki rétt – engar ballöður? ,,Jú, það er ein Gazebo-ballaða í endann. Platan er hugsuð eins og dj-gigg. Ég byrja þau alltaf í med- ium tempói, keyri svo upp í tryllta hittara, lendi þeim aðeins um mið- bikið til að geta keyrt þau aftur upp í klímaxið. Og enda svo á vangadansi. Þannig er platan.“ Nú hefurðu fengist við alls konar tónlist á ferlinum. Er einhver tón- listartegund sem þig langar að taka fyrir en hefur ekki gert enn þá? ,,Neibb, það held ég ekki,“ segir Palli eftir stutta umhugsun. ,,Ég er til dæmis búinn að komast að því að ég er enginn rokkari. Ég nýt þess ekki að hlusta á rokk af plötum en fæ rosa kikk út úr rokki ef það er spilað á tónleikum beint í eyrun á mér. Bestu tónleikar sem ég hef farið á eru tónleikarnir með Rammstein og Ham. En ég hef ekki heyrt þessa orku fangaða á plötum.“ Ástin og Guð Nýja platan er hálfgerð konsept- plata þar sem ástin er rauði þráð- urinn. Hvað kom til? ,,Hugmyndin kviknaði þegar ég var að horfa á músikvídeó í sjón- varpinu. Svo gífurlegt ójafnvægi í samskiptum kynjanna blasti við. Ég hugsaði með mér: Djísús, hvað ég er orðinn þreyttur á að horfa upp á stelpur á bikiníi einum fata og háum hælum á meðan strák- arnir við hliðina á þeim eru kapp- klæddir með húfu, trefil og vett- linga. Textarnir ganga allir út á það að ástarsambönd séu einskis virði nema viðkomandi sé að sturlast úr ást og helst í sjálfs- morðshugleiðingum eða sé tilbú- inn til að gefa sér viðkomandi algjörlega á vald. Ég vil ekki að popptónlist komist upp með þetta bull gagnrýnislaust og ákvað að búa til plötu þar sem ástin er skoð- uð frá öllum hliðum. Það eru textar þarna sem eru sjúkir og óheilbrigðir og líka þar sem ástin er búin að ná jafnvægi.“ Hvað er þá ást – þú færð sex orð. ,,Samband milli tveggja jafningja í jafnvægi.“ Öll þessi ást og þú bara sóló. Hvenær bjóstu síðast með ein- hverjum? ,,Guð minn almáttugur … var það ekki frostaveturinn mikla? Ég fíla sjálfan mig í botn og þarf engan karlmann inn í líf mitt til að gera mig hamingjusaman. Ég er ham- ingjusamur.“ Hvað með að ættleiða barn – er það eitthvað sem þig langar til að gera? ,,Ég að ættleiða?! Nei, það er nú ekki á dagskránni.“ En langar þið ekki til að koma sæði þínu einhvern veginn á fram- færi … ,,Æ kommon! Ég er alveg til í að skoða svona en fyrst verð ég að vera kominn í samband. Ég er ekki að fara að ala upp barn einn, sko!“ Hvað finnst þér um tregðu þjóð- kirkjunnar við að leyfa samkyn- hneigðum að ganga í hjónaband? Skiptir það þig einhverju máli? ,,Við Monika erum búin að koma fram í hundruðum brúðkaupa, bæði í „straight“ og „gay“-brúð- kaupum, og við sjáum engan mun á þessari athöfn svo fremi sem kærleikur og ást er forsendan fyrir henni. Það eru prestar sem eru pro-gay og mér finnst að það eigi að leyfa það að gifta samkyn- hneigða. Hinir, sem vilja ekki gifta samkynhneigða, gott og blessað, þeir hafa þann rétt, en þeir eiga þá ekki að þiggja laun frá þessu sama fólki.“ Þú trúir á Guð … ,,Já, ég trúi því að Guð hafi skapað mig og fíli mig í botn og ég fíla hann líka í botn.“ En ef Guð er í rauninni jafn for- pokaður og sá í gömlu Biblíunni – Viltu þá samt trúa á hann? ,,Ég kaupi ekki þann Guð. Þessi refsiglaði Guð í Biblíunni er auð- sjáanlega skrásettur af mönnum sem vildu nota hann sem stjórn- tæki. Ég trúi því að Guð búi í hjart- anu á mér en ekki í kirkjunni. Mín upplifun af Guði er einstaklings- bundin og persónuleg.“ Mögnuðustu giggin eru jarðarfarir Það verða 15 ár á næsta ári síðan þú hellti þér óskiptur út í poppbransann. Á þessum tíma hefur samfélagið gjörbreyst, skarpari skil orðin á milli ríkra og fátækra. Færðu stundum djobb hjá ríka fólkinu – og eru það best borguðu giggin? ,,Nei, ekkert endilega. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi á ferlinum að fá að syngja fyrir allt litrófið. Ég hef sungið fyrir æðstu ráða- menn þjóðarinnar og mjög ríkt fólk. Ég hef líka fengið að syngja fyrir deyjandi fólk á sjúkrahús- um, börn á barnaheimilum, á menntaskólaböllum, í mötuneyt- um hjá verkafólki og líka í beinni útsendingu fyrir framan 300 Ég stend og fell með diskóinu Páll Óskar er mættur með látum. Ný plata og útgáfutónleikar á Nasa í kvöld. Palli setur í gang nákvæmlega klukkan ellefu og stendur sína plikt til klukkan sex. Ég hitti hann á síldarplani á Seltjarnesi. GÓÐAN DAGINN Dr. Gunni tekur viðtal

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.