Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 8

Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 8
 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR PÓLLAND, AP Ný ríkisstjórn sór embættiseið í Póllandi í gær. Fyrir henni fara fyrrverandi andófsmenn gegn kommúnista- stjórninni sem ríkti í landinu til ársins 1989, en þeir vilja beita sér fyrir markaðshyggjuumbótum á efnahagskerfinu. Lech Kaczynski, forseti Póllands, tók embættiseiðinn af nýja forsætisráðherranum Donald Tusk, flokksleiðtoga Borgaravettvangs, og öðrum ráðherrum í ríkisstjórn- inni við athöfn í forsetahöllinni í Varsjá. Hún markar upphafið að stjórnartíð samsteypustjórnar Borgaravettvangs og Pólska bændaflokksins, sem er búist við að muni leggja sig fram um að bæta tengslin við grannríki Póllands og Evrópusambandið sem höfðu liðið undan harkalegri þjóðernisstefnu fyrri stjórnar síðastliðin tvö ár, en fyrir henni fór Jaroslaw Kaczynski, eineggja tvíburabróðir forsetans. Með Tusk við stjórnvölinn er þess vænst að ýmsum umbótum í anda frjálshyggju í efnahagsmálum verði hrint í framkvæmd, svo sem aukinni einkavæðingu, afnámi hafta og að evran verði með hraði tekin upp sem gjaldmiðill í stað pólska zlotýsins. Meðal ráðherra í nýju stjórninni er Radek Sikorski, sem var varnar- málaráðherra í fyrri stjórn en tekur nú við utanríkismálunum. - aa Ný ríkisstjórn sór embættiseið í Póllandi í gær: Tusk hyggur á kerfisumbætur SÓR EIÐ Lech Kaczynski forseti og nýi forsætisráðherrann Donald Tusk við athöfnina í forsetahöllinni í Varsjá í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hörður Torfason tónlistarmaður og Þjóðleikhúsið hafa náð sátt í skaðabótamáli sem Hörður höfðaði á hendur leikhúsinu eftir að tónleikaröð hans í Þjóðleikhúskjallaranum var aflýst. Haustið 2005 samdi Þjóðleikhúsið við Hörð um að halda sjö tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum þá um veturinn. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í október en vegna dræmrar mætingar ákvað Þjóðleikhúsið að ekki yrði framhald á tónleikaröðinni með Herði. „Það mættu kannski einn eða tveir gestir, enda voru tónleikarnir ekkert auglýstir og markaðssetn- ingin í kringum þá glötuð,“ segir Hörður, sem aflýsti árlegri tónleikaferð sinni um Austurland til að spila á tónleikaröð Þjóðleikhúskjallarans og kveðst hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum þess. Í kjölfarið stefndi Hörður Þjóðleikhúsinu fyrir samningsbrot, en það neitaði að borga honum fyrir tónleikana sex sem eftir voru. Aðalmeðferð málsins átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en eftir að Tinna Gunnlaugsdótt- ir Þjóðleikhússtjóri og Örn Árnason leikari, sem hafði milligöngu vegna samningsins, höfðu gefið skýrslu fyrir dómi, náðist sátt í málinu. Hún felst í því að Þjóðleikhúsið greiðir Herði bætur fyrir tónleikaröð sem aldrei varð. Hörður neitaði að tjá sig um upphæðina en sagði hana vera einhver hundruð þúsunda. Hann sagði upphæðina þó minni en um var samið í fyrstu. „Ég er voða lítið fyrir málaferli og eitthvert vesen og gekk að sáttinni því mér var ráðlagt að gera það, ég kaus það frekar en að standa í einhverju stappi,“ segir Hörður Torfason. - æþe Þjóðleikhúsið bætir tekjutap vegna aflýstrar tónleikaraðar í Þjóðleikhúskjallaranum: Herði Torfa bættur skaðinn HÖRÐUR TORFASON TÓNLISTARMAÐUR Stefndi Þjóðleikhúsinu fyrir samningsbrot, en leikhúsið aflýsti tónleikaröð hans. Hann þáði sátt frekar en að standa í málaferlum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FÉLAGSMÁL „Það er mjög mikill uggur í fólki vegna þessarar ákvörð- unar,“ segir Gylfi Baldursson, heyrnarfræðingur og íbúi í húsnæði Sjálfsbjargar í Hátúni 12, um þá ákvörðun samtakanna að hætta rekstri húsnæðisins. Um 70 manns búa í Hátúni 12 en þar er rekið heimili fyrir hreyfi- hamlaða og hjúkrunarheimili. Ragn- ar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, hefur greint frá því að reksturinn sé orðinn of þungur, ekki sé við hæfi að frjáls félagasam- tök reki úrræði fyrir velferðarkerf- ið auk þess sem það sé ekki í takt við hugmyndafræði nútímans að láta fatlaða búa í sérstökum blokkum. Svipaðar hugmyndir eru einnig uppi hjá Öryrkjabandalagi Íslands, sem áformar að leigja ófötluðu fólki íbúðir á húsnæði bandalagsins í Hátúni 10 til að blanda byggðina. Gylfi segir hugmyndir sérfræð- inga og yfirvalda um blöndun hljóma fallega en um leið lykta af forræðishyggju gagnvart minni- hlutahópum. „Ég óttast að úr þessu verði sýndarblöndun. Fólki verði tvístrað tvist og bast um borg og bý, væntanlega ekki í dýrustu svæðin heldur í úthverfin þar sem langt getur verið í þá þjónustu sem það þarfnast,“ segir Gylfi. „Ég veit að það er mikið af fólki hér sem þekkir varla annan veru- leika en þann sem hér er. Miklar líkur eru á að þetta fólk kunni að einangrast enn meira ef það þarf að búa eitt og langt frá nauðsynlegri þjónustu. Ég hef heyrt að margir sem hér búa myndu hreinlega leggja upp laupana ef þeir misstu félags- skap sinn hér,“ segir hann. Gylfi segir áformin úr takt við kröfur 21. aldarinnar. Stjórnvöld hafi þó ekki treyst sér til að leggja fram mikið fé til rekstursins sem þar fer fram og hann geti ekki ímyndað sér að skyndilega verði til peningar til að reka þjónustuna úti um allan bæ. Gylfi segir að suma verði ekki hægt að steypa í sama mót og fjöld- ann. „Ég lamaðist níu ára gamall eftir að hafa fengið lömunarveik- ina. Það var allt gert til að gera mig að eðlilegum strák aftur og kostað til fjölda aðgerða, kílóum af spelkum og leðri. Nítján ára gat ég gengið örfáa metra með erfiðis- munum og hækjum. Það var ekki fyrr en þá sem danskur læknir spurði mig hvernig mér liði best. Ég sagði honum að mér liði best í hjólastól. Stýrikerfið hafði verið sett í gang en strákurinn var aldrei spurður,“ segir Gylfi og bætir við að svipað hafi gerst þegar sérstofn- anir fyrir heyrnarlausa hafi verið leystar upp án þess að úrræði væru til staðar í samfélaginu. Hann gruni að það sama gerist í þeim breytingum sem eru í bígerð gagn- vart búsetuúrræðum öryrkja. karen@frettabladid.is Óttast að um sýndar- blöndun sé að ræða Gylfi Baldursson heyrnarfræðingur óttast að hugmyndir yfirvalda um svokall- aða blöndun öryrkja verði ekki til góðs. Hugmyndirnar hljómi fallega en lykti af forræðishyggju gagnvart minnihlutahópum. Íbúar Hátúns séu mjög uggandi. SÝNDARBLÖNDUN Gylfi Baldursson heyrnarfræðingur segir stýrikerfi oft sett í gang til að steypa allt fólk í sama mót. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Eina blaðið á sunnudegi Allt sem þú þarft – alla daga “Ísland gæti verið fyr- irmyndarland í innfl ytjendamál- um.” Paul Nikolov, fyrsti inn- fl ytjandinn á Alþingi. Magga Stína og Gísli Einars- son: “Það sem gerir mig hálf- þunglyndan er að það er enda- laust otað að manni einhverjum stinningarlyfjum og hvað heit- ir það? “Penis enlargement”. Fleygustu orð Íslendinga. Skrautlegir eigendur í enska boltanum. Sport Eina blaðið með allt um íþróttir laugardagsins. Menning Týnd verk frá stríðsárunum eftir Þorvald Skúlason komin í leitirnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.