Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 1

Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 1. desember 2007 — 327. tölublað — 7. árgangur Hús&heimili Innlit í risíbúð í miðbænum, jólaborðskreyting með ævintýra- blæ og leikföng frá Unicef eru meðal efnis í Hús&heimili. FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG hús&heimiliLAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 ● HÖNNUNHúllahringir og rólufjör ● JÓLABORÐIÐÆvintýrablær á matarborðinu ● INNLITEldhússtúss á toppnum VEÐRIÐ Í DAG Ekkert prinsessulíf Jóhanna Vala Jóns- dóttir keppir í Miss World í dag. FÓLK 76 Heima um jólin Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson vill vera á Íslandi yfir hátíðirnar. FÓLK 90 ROFAR TIL SYÐRA - Í dag verða norðaustan 5-13 m/s en sumstaðar hvassara, einkum suðaustan til. Éljagangur á víð og dreif nyrðra en léttir smám saman til syðra. Vægt frost fyrir norðan en nálægt frost- marki syðra. VEÐUR 4         Með Biblíuna í farteskinu GARÐAR THÓR CORTES FLÝGUR UM HEIMINN FIMM SINNUM Í VIKU 36 Adam átti syni sjö og hann sendi þeim öllum jólapakka með Póstinum www.postur.is STJÓRNMÁL Ágreiningur er innan Sjálfstæðisflokksins um framtíð varnarmála. Hluti þingflokksins er fylgjandi stofnun varnarmála- stofnunar og reglubundnum heim- sóknum orrustuþota, en annar hluti vill frekar sinna borgaralegum verkefnum innan Atlantshafs- bandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir efa- semdir innan beggja stjórnar- flokka um þá stefnu sem virðist vera í mótun í varnarmálum. Hann leggur til að upplýsingar frá loftvarnakerfinu verði sendar til þeirra bandalagsþjóða sem telji þær nauðsynlegar, og að lágmarks- vöktun hérlendis fari fram í Björg- unarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá sé engin þörf fyrir reglu- bundnar heimsóknir orrustuþota hingað til lands. Ljóst sé að heim- sóknirnar muni kosta hundruð milljóna á ári, en markmiðin séu í besta falli óljós. Með því að draga úr loftvörnum mætti spara talsvert fé. Það vilja Jón og fleiri nota til þess að byggja upp varnir gegn náttúruvá, hryðju- verkum og skipulagðri glæpastarf- semi. Þá ættu Íslendingar að taka forystu í borgaralegum verkefnum NATO, til dæmis í Afganistan. Jón ræddi þessi sjónarmið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra á opnum fundi um varnarmál í vikunni. Þar sagði hún að ef ekki ætti að stunda her- æfingar, ekki starfrækja loftvarna- kerfi og ekki taka þátt í starfi NATO í Afganistan snerist spurn- ingin um það hvort Ísland ætti að vera áfram í NATO. Þingflokkur Samfylkingarinnar virðist vera á svipaðri bylgjulengd og sá hluti þingflokks Sjálfstæðis- flokksins sem er hlynntur þeirri stefnu sem Geir H. Haarde forsætis- ráðherra hefur markað, að hingað komi orrustuþotur til æfinga að meðaltali fjórum sinnum á ári. Árni Páll Árnason, varaformað- ur utanríkismálanefndar og þing- maður Samfylkingarinnar, segir það ótvírætt mikilvægt að flug sveitir komi hingað til lands nokkrum sinnum á ári. Það sé liður í því að viðhalda loftvarnakerfinu að stunda æfingar hér við land. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist enn eiga eftir að heyra rökin fyrir stofnun varnarmálastofnun- ar, en hafi ekki forsendur til að mynda sér skoðun. „En ég held að við eigum að gæta okkar á því að ganga ekki of langt í því að efna til heræfinga á Íslandi með tilheyrandi kostnaði,“ segir Bjarni. - bj / sjá síðu 38 Ósammála um varnarmál Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins virðist klofinn í afstöðu til framtíðar varnarmála hér á landi. Samfylking- in fylgir formanni Sjálfstæðisflokksins og þeim sem vilja orrustuþotur og varnarmálastofnun. Hópur þing- manna vill að dregið verði úr loftvörnum og fé lagt í borgaraleg verkefni hér á landi og á vegum NATO. Stórsigur hjá stelpunum Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta sigraði Grikki með 13 marka mun í gær. ÍÞRÓTTIR 82 Ekkert jólafrí í rokkinu STRÁKARNIR Í SIGN ERU NÝBÚNIR AÐ GEFA ÚT FJÓRÐU PLÖTU SÍNA OG HALDA TÓNLEIKA Á NASA Í KVÖLD 56 VIÐ EFTIRLIT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tugi bíla á Sæbrautinni í gær en þá hófst átak gegn ölvunarakstri. Þó nokkrir ökumenn reyndust vera ölvaðir. Átakið stendur til áramóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Fimm ára drengur liggur þungt haldinn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítal- ans eftir að ekið var á hann í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Sá sem ók á drenginn flúði af vettvangi. Lögregla leitaði hans enn í gærkvöldi. Lögregla fékk tilkynningu um það um klukkan fimm í gær að ekið hefði verið á barn við gatnamót Vesturgötu og Birkiteigs í Reykjanesbæ. Þegar sjúkralið kom á vettvang var drengurinn meðvit- undarlaus. Lögreglan í Reykjavík greiddi fyrir för sjúkrabílsins að Landspítalanum í Fossvogi með því að stöðva umferð á gatnamótum á leiðinni. Lögreglan á Suðurnesjum reri að því öllum árum í gærkvöldi að finna bláan skutbíl sem sást yfirgefa vettvang slyssins. Fjölmargar ábendingar höfðu borist og unnu þrír rannsóknarlögreglumenn að því að kanna þær. Þær upplýsingar fengust hjá lækni á gjörgæslu- deild að drengurinn væri alvarlega slasaður og væri haldið sofandi í öndunarvél. - sh Lögregla leitaði í gærkvöldi ökumanns sem flúði af vettvangi alvarlegs slyss: Ók á fimm ára dreng og stakk af BANDARÍKIN, AP Geðsjúkur maður sem sagðist vera með sprengju innanklæða tók sjálfboðaliða á kosningaskrifstofu Hillary Clinton í New Hampshire í gíslingu í gær. Clinton var stödd á kosningafundi í Virginíu. Maðurinn ruddist inn á skrifstof- una og sýndi eitthvað sem líktist sprengju undir frakka sínum. Hann sleppti strax tveimur gíslum, konu með ungt barn, og skömmu síðar einum til viðbótar. Í gærkvöldi lá ekki fyrir hvort sprengjan var raunveruleg en talið var að ein kona væri enn í haldi mannsins. Lögreglan hafði gríðarmikinn viðbúnað og rýmdi nálægar byggingar, þeirra á meðal kosn- ingaskrifstofur helstu keppinauta Hillary Clinton um útnefningu demókrata til forsetaframboðs, Baracks Obama og Johns Edward. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. Hann er haldinn geðsjúkdómum og benti syni sínum fyrr um daginn á að hann skyldi fylgjast með fréttunum. - sdg / - sh Kosningaskrifstofa Clinton: Sprengjumaður tók fjóra gísla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.