Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 10
1. desember 2007 LAUGARDAGUR
Úrgangurinn endurnýttur
Ný jarðgerðarstöð hefur verið tekin í
notkun í Skagafirði. Mikið fellur til af
úrgangi frá fyrirtækjum á svæðinu,
einkum sláturhúsum, fiskvinnslu og
steinullarframleiðslu en stór hluti
þessa úrgangs verður endurnýttur
í nýju stöðinni, samkvæmt fréttum
Íslenskum iðnaði, Fréttablaði Sam-
taka iðnaðarins.
SKAGAFJÖRÐUR
Opið til 22:00
fram að jólum
©
In
te
r I
KE
A
Sy
ste
m
s B
.V
. 2
00
7
ISIG gjafapappír 3x0,7 m
ýmsir litir 6 rúllur í pk.
495,-
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
39
98
6
11
/0
7
húfur og vettlingar
1.590
Verð frá
fyrir fríska krakka
BJÖRGUNARMÁL Dómsmálaráðherr-
ar Íslands og Noregs, Björn
Bjarnason og Knut Storberget,
undirrituðu í gær samkomulag um
samstarf um kaup og rekstur
nýrra langfleygra björgunarþyrla.
Miðað er við að Ísland kaupi þrjár
þyrlur en Noregur tíu til tólf.
Stefnt er að því að þær verði
afhentar á árunum 2011 til 2014.
Vonast er til að með samstarf-
inu muni nást ýmiss ávinningur og
hagræði, bæði við innkaup og
rekstur þyrlanna. Skipti þar einna
mestu viðhaldsþjónusta og þjálf-
un flugmanna og flugvirkja.
Samkomulagið er í samræmi
við áður samþykktar tillögur
Björns um eflingu þyrlusveitar
Landhelgisgæslunnar, sem gera
ráð fyrir að í sveitinni verði alls
fjórar björgunarþyrlur, nýju stóru
þyrlurnar þrjár auk einnar minni.
Þar með verði að lágmarki unnt
að sinna leit og björgun með þyrlu
á landi og innan 200 sjómílna efna-
hagslögsögunnar við erfiðar veð-
uraðstæður og bjarga mönnum
um borð í þyrlu á þeim ystu mörk-
um. Enn fremur verði þyrla ávallt
til taks þegar önnur fer í lengri
ferðir.
Kaupverð skýrist þegar niður-
staða útboðs liggur fyrir eftir ár,
en gert er ráð fyrir að það verði
um tveir milljarðar fyrir hverja
þyrlu. Þá er búist við hækkun
rekstrarkostnaðar Gæslunnar
vegna aukins mannafla.
Þar til nýju þyrlurnar verða
afhentar notast Landhelgisgæslan
við leiguþyrlur. - aa
Norðmenn og Íslendingar undirrita samkomulag:
Sameinast um kaup
á björgunarþyrlum
TAKA HÖNDUM SAMAN Björn Bjarnason og Storberget handsala samkomulagið í
Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR
VIRKJUNARMÁL Kárahnjúkavirkjun
var ræst í gær í Fljótsdalsstöð og
á Nordica hóteli í Reykjavík.
Fimm vélar af sex framleiða nú
orku. Sú sjötta, varavélin, verður
rekstrarhæf fljótlega, eftir því
sem segir í fréttatilkynningu frá
Landsvirkjun.
Ætlunin var að halda gangsetn-
ingarathöfnina eingöngu í Fljóts-
dalsstöð, en vegna óveðurs og
óvissu um færð í innanlandsflugi
var ákveðið að halda hluta henn-
ar á Nordica hótelinu. Þangað
komu Árni Mathiesen fjármála-
ráðherra og Össur Skarphéðins-
son iðnaðarráðherra, auk fjölda
gesta. Hægt var að fylgjast með
hinni athöfninni á sjónvarpsskjá
á hvorum staðnum fyrir sig.
Vélarnar sjálfar voru gangsett-
ar eftir „skýrar ordrur“ frá Öss-
uri til stöðvarstjórans, sem var í
Fljótsdalsstöð, um að ræsa. Árni
spurði síðan hvort ekki væri
kominn tími til að tengja, og þá
var rafmagnið „fasað“ við kerf-
ið.
Framkvæmdir við Kárahnjúka-
virkjun hófust vorið 2003, og átti
fullri afkastagetu upphaflega að
vera náð í byrjun október á þessu
ári. Það gerðist þó ekki fyrr en í
gær vegna tafa við borun
aðrennslisganga og tímafrekrar
frágangsvinnu vegna þeirra. - sþs
Iðnaðarráðherra gaf stöðvarstjóra í Fljótsdalsstöð „skýrar ordrur“ um að ræsa:
Kárahnjúkavirkjun sett í gang
GANGSETNINGU FAGNAÐ Össur sagði að
með gangsetningu virkjunarinnar væri
settur lokapunktur í hörðustu deilum á
Íslandi um langt árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA