Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 42

Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 42
42 1. desember 2007 LAUGARDAGUR Á rið 2005 var lítil bananaplanta flutt frá garðyrkjuskól- anum á Reykjum til Grænlands í til- raunaskyni. Þar var hlúð að henni í tilraunagróð- urhúsi í Narsaq eftir leiðbeining- um frá Holger Hansen, garð- yrkjustjóra á Reykjum. Notast var við sólarorku og olíukynd- ingu við upphitun og nú í nóvem- ber kom fyrsta uppskeran af grænlenskum bönunum. Voru ávextirnir dýrmætu boðnir til kaups og var hæsta boð fyrir einn banana 600 krónur danskar, jafn- virði rúmra 7.000 íslenskra króna, að sögn Bents Oleson, sem er garðyrkjustjóri í tilraunagarð- yrkjustöðinni í Narsaq í suður- hluta Grænlands. Frá þessu skýrir meðal annars kanadíski vefmiðillinn Nunatsiaq News og segir þar að fram til þessa hafi Ísland verið eina land- ið við norðurheimskautsbaug sem rækti banana. Þar segir meðal annars um Ísland: „Þökk sé auðveldu aðgengi að jarðhita- orku eru allir bananar sem þjóðin neytir ræktaðir þar í risastórum gróðurhúsum.“ Íslendingar kunna að hvá við þessu því þeir vita sem er að flestir bananar á Íslandi eru vandlega merktir bláa miðanum frá Chiquita. Margir vita þó að á Íslandi er hægt að rækta banana, einmitt vegna jarðvarmans, og að það hefur verið gert óslitið í Garðyrkju- skólanum á Reykjum allt frá því fyrir miðja síðustu öld. Bananaræktunarþjóðin Ísland Misskilningurinn um að hér séu ræktaðir nægir bananar til að fullnægja þörf landsmanna er þó útbreiddari en margir Íslending- ar gera sér grein fyrir. Á netinu má finna fjölmargar síður á ýmsum tungumálum um banana- ræktun Íslendinga og tengjast þær jafnt ferðalögum, jarðvarma- vísindum og banönum. Stutt er síðan fullyrðing af þessu tagi var tekin út af alfræðiorðabókinni Wikipediu, en enn er hana að finna á Conservapediu, alfræði banda- rískra íhaldsmanna. Í breskum vísindaþætti á dagskrá BBC- útvarpsstöðvarinnar var því hald- ið fram fyrir nokkru að Ísland væri einn helsti bananaframleið- andi heims og á ófáum heimasíð- um er það nefnt sem forvitnileg og fyndin staðreynd að Íslending- ar séu eina evrópska þjóðin sem rækti banana. Í vefsamfélaginu Facebook er meira að segja að finna umræðuhóp fólks sem vill knýja á um að Bretar flytji inn íslenska banana. Raunar eru fá lönd í Evrópu þar sem bananar eru ræktaðir svo ef til vill er sannleikskorn í staðhæf- ingunum. Flestir bananar eru ræktaðir innan við tíu gráður frá miðbaug jarðar og óvíða er til nóg af orku til að hita upp gróðurhús þar sem ríkja þarf hitabeltislofts- lag. Eyjan Krít er að öllum líkind- um eina svæðið sem landfræði- lega tilheyrir Evrópu þar sem bananar eru ræktaðir í atvinnu- skyni, þó að á ýmsum nýlendum og eyjum sem heyra undir Evr- ópuþjóðirnar Spán, Portúgal og Frakkland séu þeir einnig ræktað- ir. Öll þessi ræktun er þó í tals- vert meiri mæli en sú á Íslandi, þar sem einungis eitt gróðurhús er lagt undir bananana. En hvað skyldi valda því að þessi hugmynd um yfirbyggðar íslenskar bananaplantekrur sé svo útbreidd? Víst er að útlend- ingum þykir mikið til þess koma að yfir höfuð sé hægt að rækta hér banana og heimsóknir í hið risavaxna gróðurhús Eden í Hveragerði, þar sem má finna eina bananaplöntu, voru löngum fastur liður í gullna hringnum sem flestir ferðamenn og erlendir gestir voru sendir í. Þeim sem hingað koma þykir það flestum tíðindum sæta að jarðhiti sé svo mikill á Íslandi að hann sé hægt að nota til að rækta hitabeltis- plöntur sem alla jafna vaxa mun nær miðbaug. Ef til vill hefur ein bananaplanta orðið að heilu húsi og húsið svo að mörgum, eins og í sögunni um fjöðrina og hænurnar fimm. Þó er einnig hægt að ímynda sér að ferðahandbókahöf- undur eða aðrir á leið um landið hafi fengið ávæning af áformum sem uppi voru hér á landi á árun- um eftir seinna stríð um að hefja bananarækt í atvinnuskyni og sú staðreynd slæðst inn í frásagnir af landinu í bókum og blöðum erlendis og öðlast sjálfstætt líf. Melónur og vínber fín – og bananar Jarðhitinn er Íslendingum ómet- anlegur við garðyrkju því með því að beisla hann er hægt að rækta hér margar skraut- og matjurtir sem annars þyrfti að flytja inn. Í bók Haraldar Sig- urðssonar, Hallir gróðurs háar rísa, þar sem saga ylræktar á Íslandi er rakin, er sagt frá því að fyrsta gróðurhúsið sem var hitað með jarðvatni hafi verið reist árið 1924. Upp frá því voru gerðar tilraunir með alls kyns jurtir í íslenskum gróðurhúsum enda engar fyrirmyndir að fá að utan um hvað væri hægt að rækta með hjálp jarðhitans. Ferskjur, bananar, melónur, vínber, gras ker, apríkósur og tóbak eru meðal þess sem þá var prófað með misjöfnum árangri. Árið 1931 gefa stjórnvöld út reglugerð til að „takmarka sölu á gjaldeyri til kaupa á ónauðsyn- legum varningi eftir því sem við verður komið“ þar sem heims- kreppan hafði valdið verðhruni á sjávarafurðum á erlendum mörk- uðum. Á listanum yfir vörur sem ekki mátti flytja inn er að finna ýmsan almennan neysluvarning (sápu og ilmvatn, sáraumbúðir, jólaskraut, skó, vinnufatnað, skip o.m.fl.) og þar á meðal allar helstu garðyrkjuafurðir. Þessi lög eru enn hert árið 1934. Þarna fengu íslenskir garð- yrkjumenn svigrúm til að prófa sig áfram með ræktun á ýmsum matjurtum og blómum án þess að hafa áhyggjur af því að innflutt vara væri seld á lægra verði. Auk hefðbundinna matjurta eins og tómata og gúrkna voru hér meðal annars ræktaðar melónur og vínber fín sem voru svo send í Aðalstrætið til kaupmannanna Silla og Valda, sem aftur mátti þekkja af þessum ávöxtum. Vín- berjaræktun var raunar talsvert umfangsmikil hér á landi um tíma, þar til um 1950 þegar inn- flutningur á ávöxtum jókst. Sér- staklega voru vínberin vinsæl hjá setuliðinu sem þekkti slíkt góðgæti úr heimalandinu. Hitabeltisræktun á Íslandi Bananar eru mun vandræktaðri en vínberin en þó reyndu nokkrir garðyrkjubændur fyrir sér með ræktun þeirra. Heimildir eru fyrir því að fyrsta bananaplanta sem borið hafi ávexti hér á landi hafi verið sýnd á garðyrkjusýn- ingu 1941, en það var Eiríkur Hjartarson, rafvirki í Laugardal, sem átti plöntuna. Garðyrkju- skóli ríkisins á Reykjum í Hvera- gerði hóf að rækta banana á þeim árum. Á garðyrkjustöðvunum Víðigerði og Laufskálum í Borg- arfirði var um hríð einnig stund- uð bananarækt. Bananarnir fóru illa með timb- urgróðurhúsin út af hitanum sem þar þurfti að vera og um miðja öldina jókst innflutningur á ávöxtum verulega. Er þess getið í bók Haraldar að Silli og Valdi hafi keypt inn íslenska banana frá Víðigerði á 60 kr. kílóið en erlendu bananana hafi þeir keypt á 16 kr. kílóið svo erfitt var að standast erlenda samkeppni í verði. Þó að ekki sé lengur hægt að kíkja til Silla & Valda og ná sér í íslenskan banana og landsfram- leiðslan sé ekki meiri en svo að af og til séu bananar í boði á kaffi- stofu Garðyrkjuskólans má enn láta erlenda gesti gapa af undrun með því að sýna þeim Banana- húsið að Reykjum. Hveragerði er jú að öllum líkindum nyrsti ban- anaræktunarstaður heims – því að fyrrnefnt gróðurhús í Narsaq á Grænlandi liggur sunnar en Ísland. Bananalýðveldið Ísland Sagan um að Ísland sé sjálfbært um bananaframleiðslu lifir enn góðu lífi eins og sjá má víða á netinu. Þrjóskan og úrræðasemin sem þarf til að rækta hitabeltisplöntu við norðurheimskautsbaug þykir sæta eindæmum. Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir leit yfir sögu bananaræktunar á Íslandi og kynnti sér hvaða hugmyndir útlendingar hafa um íslenska banana. BANANARÆKTUN Á ÍSLANDI Aðalsteinn Símonarson grípur á ungri bananaplöntu í gróðurhúsi sínu í Laufskálum í Borgarfirði. „Hvaða þjóð er stærsti banana- framleiðandi í Evrópu? Ísland, 64 gráður norður, aðeins tveimur gráðum neðan við norður- heimskautsbaug.“ http://www.sln.org.uk/geography/ SLNgeography@Iceland1.htm Í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, sem nú heyrir undir Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri, hafa íslenskir garðyrkjumenn gert tilraunir með ýmsa ræktun í gegnum árin en fastur punktur er bananaræktunin, og vekur hún hvarvetna athygli og undran. Bananaplönturnar eru allar af sömu upprunalegu plöntunni og bera enn ávöxt, yfir 65 árum seinna. Að sögn Magnúsar Ágústssonar, garðyrkjuráðunautar hjá Bændasam- tökum Íslands, er uppskeran best í desember því þá hafa ávextirnir þroskast við bestu mögulegu birtuskilyrði yfir sumarið. Plönturnar eru höggnar niður eftir að þær gefa ávöxt og þess vegna geta þær orðið svona gamlar, því þær vaxa nýjar upp við hverja uppskeru. Þar sem íslensku bananaplönturnar hafa fengið að dafna hér einangr- aðar frá því í seinna stríði hafa þær að sögn Magnúsar vakið áhuga erlendra vísindamanna, sem vilja kanna ónæmi þeirra fyrir sjúkdóm- um sem upp koma á bananaplant- ekrum og hafa jafnvel valdið því að uppi eru dómsdagsspár um að viss afbrigði banana geti orðið útdauð á fáum árum. Talið er að þar sem íslensku plönturnar eru svo gamlar geti þær búið yfir erfðavísum sem búið er að rækta út úr nýjustu afbrigðum. Bananaplöntur fjölga sér með rótarskotum og þau er vel hægt að flytja á milli landa eins og grænlenskir hafa gert, svo nú er mikilvægt að hlúa vel að íslensku plöntunum til að hægt verði að nýta þær til að bjarga heiminum frá bananalausri framtíð. EINSTAKAR BANANAPLÖNTUR Á HEIMSVÍSU Aðalsteinn Símonarson og Sigurbjörg Pálsdóttir stofn- uðu garðyrkjustöðina Lauf- skála í Borgarfirði árið 1945 þegar þau byggðu stórt og mjög hátt gróðurhús sem sérstaklega var ætlað undir bananarækt. Húsið var tæpir 300 fermetrar og mjög hátt til lofts og þar ræktuðu þau banana í nokkur ár. Bananarnir voru settir á markað í Reykjavík í samstarfi við heildsalann Eggert Kristjánsson og seldust vel. „Hann keyrði þetta niður í Borgarnes og þaðan fór það með skipi til Reykjavíkur,“ segir sonur hjónanna, Kári Aðalsteinsson, um föður sinn. En þurfti ekki mikið þor til að hefja svo framandi ræktun á Íslandi á þessum tíma? „Pabbi var náttúrlega alltaf þekktur fyrir tilraunastarfsemi svo ég held að það hafi ýtt honum út í þetta,“ segir Kári, en faðir hans ræktaði einnig meðal annars kaktusa og aðra þykkblöðunga. Bananar voru þó aðeins ræktaðir í Laufskálum í um þrjú ár. Á þessum tíma voru öll gróðurhús úr timbri og húsið fór illa í hitabeltishitunum. „Það sem gerði að þetta gekk ekki upp var að til að rækta banana þarf að vera mjög heitt og mikill raki og þannig skemmdust húsin fljótt,“ segir Kári. Viðurinn fúnaði og gróðurhúsið skemmdist á fáum árum, auk þess sem farið var að flytja inn banana í meiri mæli að utan, en eftir stendur minningin um verk framtakssams fólks sem vildi kanna ítrustu mörk þess mögulega í garðyrkju á Íslandi. BORGFIRSKIR BANANAR Í breskum vísinda- þætti á dagskrá BBC-útvarpsstöðvar- innar var því haldið fram fyrir nokkru að Ísland væri einn helsti bananafram- leiðandi heims HVAÐ SEGIR Á NET- INU UM ÍSLENSKA BANANA?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.