Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 47
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Anna Runólfsdóttir, verkfræðingur og bóndi,
ekur um á vígalegum Cherokee-jeppa og notar
hann bæði til fjár- og fólksflutninga. Hefur meira
að segja selflutt heila lúðrasveit á honum yfir á.
„Við fengum Cherokee-jeppann á Akureyri fyrir
tæpum þremur árum. Hann er af árgerð 1997 og
okkur leist vel á hann, enda var hann ekki ekinn
nema 70 þúsund kílómetra þá. Hann er með 2,5 lítra
vél, varahlutir í hann eru ódýrir og hann eyðir
engum ósköpum af bensíni. Svo er hann fallega
mosagrænn þannig að hann fellur vel að landinu,“
segir Anna og bætir við að bíllinn gangi stundum
undir nafninu Mosi. „Sá sem við áttum á undan hét
Gráni,“ segir hún til skýringar.
Cherokee-jeppinn hefur reynst afskaplega vel að
sögn Önnu og er nú kominn í 140 þúsund kílómetra
enda fer hann í hverri viku austur í Fljótshlíð þar
sem Anna og hennar maður eru með sauðfjárbú á
bænum Fljótsdal. „Jeppinn er oft notaður sem land-
búnaðartæki til dæmis í smölunum og oft flytjum
við lömb í skottinu. Við þurftum að smala milli ála í
Markarfljótinu um daginn og jeppinn stóð sig vel.
Enginn kvartaði nema kindurnar,“ segir Anna glað-
lega.
Anna er ekki bara verkfræðingur og bóndi heldur
líka gjaldkeri í Lúðrasveitinni Svaninum og í einni
af útilegum sveitarinnar tók hún að sér að selflytja
liðsmenn hennar yfir á. „Útilegan var í Þórólfsfelli
og til að komast þangað þarf að fara yfir Þórólfsá.
Ég hafði lofað að ferja mannskapinn á heyvagnin-
um en það gekk ekki upp svo þá bjargaði jeppinn
málum,“ segir Anna og bætir við að hann komi líka
í góðar þarfir þegar flytja þurfi trommusett og aðra
umfangsmikla fylgihluti lúðrasveitarinnar. Einnig
sjái hann samviskusamlega um að koma henni á
æfingar lúðrasveitarinnar sem hafi verið strangar
að undanförnu enda séu tónleikar í Neskirkju klukk-
an 17 í dag. gun@frettabladid.is
Mosi ekta sveitabíll
Anna við Cherokee-jeppann á leið á æfingu hjá Lúðrasveitinni Svaninum sem heldur tónleika í Neskirkju klukkan 17 í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LOK, LOK OG LÆS
Óðinn Sigurðsson lásasmið-
ur tekur á næstu dögum í
notkun galdratæki sem
lásasmiðir um allan
heim hafa beðið
eftir.
BÍLAR 4
SUMARNÁM Í SÓLINNI
Jóhanna Gunnarsdóttir
ítölskukennari er að safna
saman fólki sem vill læra
ítölsku á Ítalíu næsta sumar.
FERÐIR 2
undirfatnaður og náttfatnaður
í miklu úrvali
Gefðu
glæsilega gjöf
Olympía Mjódd Reykjavík Olympia Glerártorgi Akureyri olympia.is
Meiri gæða-
harðfisk!
Samkvæmt nýrri rannsóknarskýrslu Matís er harðfiskur enn hollari en áður
var talið, prótínríkur og inniheldur mikið af vítamínum og bætiefnum.
Okkar kælda framleiðsluaðferð kemur mjög vel út í öllum samanburði.
Fæst í flestum matvöruverslunum og á bensínstöðvum um allt land
N Æ R I N G O G H O L L U S T A
Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Bernhard ehf. er eini viðurkenndi
innfl utnings- og umboðsaðili
á Fly-Racing búnaði á Íslandi