Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 48
[ ]
Skammdegið er góður tími
til að skipuleggja Ítalíuferð í
sumar sem sameinar skóla-
vist og skoðunarferðir, yl og
afslöppun.
Í litlum bæ í héraðinu Marche á
Ítalíu er skóli sem tekur nemend-
ur í mánaðarkúrsa í ítölsku.
Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir,
ítölskukennari í Háskóla Íslands
og Menntaskólanum við Hamra-
hlíð, er að safna saman hópi sem
hefði áhuga á vist þar í júní næsta
sumar. Skólinn heitir Scuola Di
Italiano Dante Alighieri og er í um
5.000 manna bæ sem heitir Castel-
raimondo.
„Marche er það hérað Ítalíu sem
túristar setja hvað minnst mark
sitt á því lítil áhersla hefur verið
lögð á að kynna það sem ferða-
mannastað,“ segir Jóhanna Guð-
rún. „En þarna er góður skóli og
þar eru mánaðarnámskeið í ítölsku
sem kosta um 980 evrur. Inni í því
er kennsla frá 9-13 á daginn, gist-
ing í fínum íbúðum í grennd við
skólann eða á bóndabæ og skoðun-
arferðir, þar á meðal til helstu
menningarborga landsins eins og
Rómar, Feneyja og Flórens. Einn
af kostunum við skólann er að
hann er í litlu þorpi og í guðs
grænni náttúrunni, innan um
endur og kýr, ólífuakra og sól-
blóm. Þó er það nálægt Adríahaf-
inu, það eru aðeins 50 kílómetrar
út að næstu strönd.“
Jóhanna kveðst hafa verið við
þennan skóla í fyrra við nám og
víða verið annars staðar á Ítalíu
þannig að hún hafi samanburð.
Um venjulegar kennslustundir sé
að ræða og lögð áhersla á talæf-
ingar og málfræði hjá góðum
kennurum. „Ég hef verið í Róm,
Flórens og víðar, bæði að læra og
líka verið með hópa. Þetta er ólíkt
því öllu. Kannski vegna þess að
Castelraimondo er ekki túrista-
staður. Í menningarborgunum er
svo margt sem fangar athyglina
þannig að námið verður kannski í
tíunda sæti en þarna er fólk í
rólegu umhverfi og kemst ekki
hjá því að einbeita sér að náminu.
Síðan er skemmtilegt félagslíf
innan skólans, sameiginlegir
kvöldverðir, söngvakeppnir og
fyrirlestrar sem tengjast sögu og
menningu Ítalíu. Skólinn tekur um
250 manns í einu og er yfirleitt
fullsetinn.“
Sjálf kveðst Jóhanna ekkert
koma að kennslunni í Castelraim-
ondo eða skipta sér af því hvernig
fólk skipuleggi ferðir sínar þang-
að heldur verði til staðar. Hún
segir yfirleitt mjög fínt veður á
Ítalíu í júní en síðan geti farið að
volgna verulega.
Jóhanna er með tölvupóstfangið
johannag@hi.is. Þar getur fólk
haft samband við hana og fengið
frekari upplýsingar. Þeim sem
vilja skoða heimasíðu skólans er
bent á síðuna www.scuoladan-
tealighieri.org.
gun@frettabladid.is
Endur, kýr og ólífuakrar
Jóhanna Guðrún hefur víða dvalist við ítölskunám á Ítalíu og ber Scuola Di Italiano Dante Alighieri góða sögu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fótboltaferðir eru hin mesta skemmtun fyrir fótbolta-
áhugamanninn og því ekki úr vegi fyrir þá sem hafa áhuga á
íþróttinni að skella sér í eina slíka.
Handargagn Íslendinga á Kan-
arí er fyrsta tölublað nýs rits.
Ritinu er ætlað að fjalla um þau
mál sem Íslendingum eru efst í
huga, bæði ferðamönnum og þeim
sem búa hér og kynna þá þjónustu
sem býðst á Kanarí,“ segir Eva
Hreinsdóttir, ritstjóri Handar-
gagns Íslendinga á Kanarí. Hún
segir þetta fyrsta tölublað hálf-
gerða tilraunaútgáfu en segir það
þó gefa til kynna um framhaldið
að einhverju leyti. „Margir halda
að hér sé ekkert nema túrismi en
við munum fræða fólk um menn-
ingu eyjanna, hátíðisdaga og sýn-
ingar,“ segir hún. - gun
Fróðleikur
um Kanarí
Nýi bæklingurinn um Kanarí.
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Nýr bæklingur kominn út!