Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 49
[ ]Loðstígvélin er tímabært að taka fram nú þegar kular að. Tími þeirra er svo sannarlega kominn og gott er að stinga köldum tánum ofan í loðfóðrað og mjúkt skótau. Þegar kólna fer í veðri þarf að draga vetrarfötin fram. Hvort sem leggja á í gönguferð til fjalla eða bregða sér milli húsa innanbæjar er nauð- synlegt að klæða sig vel. „Það er ekkert til sem heitir vont veður, bara vondur útbúnaður,“ segir Emilía Magnúsdóttir, göngugarpur í ferðafélaginu Útivist, en hún hefur fengist við fararstjórn hjá félaginu. „Ég er búin að vera í Útivist í um það bil fjórtán ár og hef farið í margar göngu- ferðir, skíðaferðir, hjólaferðir og líka jöklaferðir.“ Emilía, sem er kennari að atvinnu, fór meðal annars í hjólaferð til Hollands í sumar. Hún ferðast þó mest innanlands og hefur mikla reynslu í að búa sig út. „Maður hugsar þetta yfirleitt í þremur lögum innsta lagið eru þunn nærföt, síðerma og síðar buxur og mér þykir best að vera í ullinni. Það er mikið úrval núna af mjúkri ull og hún er alltaf hlýjust.“ En fyrir þá sem ekki þola ullina segir Emilía ýmis nærföt úr gerviefnum líka vera til. „Aðalreglan er að vera ekki í neinu sem heitir bómull og hún er eiginlega alveg bönnuð. Hvort sem maður svitnar eða blotnar eitt- hvað smávegis í hálsmáli eða framan á ermum þá er hún orðin köld og þornar ekki. Það er alveg óþarfi að eyða plássinu í farangrinum undir hana,“ segir Emil- ía og bætir við að flíspeysur séu þægilegar utan yfir ullarnærfötin og svo liprar göngubuxur sem eru fljótar að þorna. „Maður þarf að passa að vera hlýtt í hálsinn og hlýtt á höfðinu því þar missir maður mesta hitann út og svo er áríðandi að vera með góða vettlinga og sokka og lykilatriði að vera í góðum gönguskóm. Oft er maður í þunnum sokkum innst til að fá ekki hæl- særi þegar maður er að ganga,“ segir Emilía og mælir með mannbroddum í hálkunni úti núna og göngustöf- um, sérstaklega þegar komið er út fyrir bæinn. „Svo þarf maður að vera í ysta laginu bæði vindheldu og vatnsheldu en að það andi og sjálf fer ég aldrei í regn- galla.“ Emilía bætir því við að þegar það er mikil birta og sól sé gott að hafa góð sólgleraugu. Hún segist ekki endilega hafa orðið vör við mikla tískustrauma í útivistarfatnaði annað en að úrvalið sé alltaf að aukast og almennt finnst henni fólk klæða sig skynsamlega í dag. „Það er kannski helst fyrst á haustin sem einhverjir eru lengi að taka við sér en mér finnst fólk mjög skynsamlega búið,“ segir Emilía sem ætlar að drífa sig í aðventuferð inn í Bása um helgina. heida@frettabladid.is Út í hvaða veðri sem er Emilía Magnúsdóttir, fararstjóri hjá Útivist, kann að klæða sig eftir veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI VERSLUN GUÐSTEINS, LAUGAVEGI. Laugavegi 69 • sími 551-0821 Frokenpilimnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.