Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 54
● hús&heimili ● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók þessa mynd af Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@fretta- bladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Vörn gegn brunaslysum frá Danfoss Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni Stillanlegt hitastig neysluvatns Stórminnkar slysahættu af völdum heita neysluvatnsins Jafn þrýstingur á heitu og köldu neysluvatni, lengir líftíma blöndunartækja Léttari þrif, enginn kísill á flísum og hreinlætistækjum Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu Snyrtileg hlíf fylgir • • • • • • • • www.stillumhitann.is „Við vorum að vinna út frá tón- list eða lögum og hugmyndin frá mér kom úr æsku. Ég endaði á laginu „Komdu niður“ sem er lag sem minnir mig á æsku mína. Það fyrsta sem kom upp í hug- ann voru húllahringir en ég húll- aði mikið sem barn og átti rólu úti í garði. Þetta var eitt af því skemmti legasta sem ég gerði á þessum tíma. Út frá því kemur formið og þá þessi hreyfing í forminu sem er flæðandi og endar hvergi, þetta er alveg heilt form,“ segir vöruhönnuðurinn Marý sem hannaði skemmtilegan stól í Lista- háskólanum. Hún bætir við að rólutilfinningin komi út frá því að stóllinn dúar og gefi þannig róandi og þægilega tilfinningu. Stóllinn er úr málmi með bólstruðum sessum og er að sögn Marýar mjög þægilegur. Hann var gerður árið 2006 og er þetta prótótýpa og því sá eini sinnar tegundar. „Ég fékk mjög elsku- legan mann til að hjálpa mér að smíða stólinn en ég var við hlið- ina á honum allan tímann og sagði honum til,“ segir Marý kímin og heldur áfram: „Síðan fékk ég bólstrara til að bólstra sessurn- ar og var þá yfir honum líka til að segja hvað ætti að gera.“ En er ekki flókið að hanna óhefðbund- inn stól eins og þennan hvað við- kemur burðarþoli og þess háttar? „Ég er nú enginn verkfræðingur en miðað við þykkt rörsins, sem er týpískt húsgagnarör sem er í flestum stólum, reiknuðum við gróflega út að þetta myndi ganga. Það var hins vegar ekkert ör- uggt fyrr en stóllinn var tilbúinn og prófaður og þá virkaði hann í raun eins og ég hafði vonast til,“ útskýrir Marý. „Stóllinn er mjög þægilegur. Ég sit oft í þægilegri stellingu með fæturna uppi í stólnum en hann er hugsaður þannig og þá dúar hann frekar,“ segir Marý. Stóllinn heitir „Be merry“ sem vísar í kátínu, létt- leika, ró og vellíðan æskuáranna en hefur þó einnig tilvísun í nafn hönnuðarins. Marý er sjálfstætt starfandi með vinnustofu í mið- bænum og er um þessar mundir að fylgja eftir Dyggðateppinu sem hún hannaði og hefur vakið mikla athygli. „Sem stendur er ég að vinna í mínum eigin verkefnum en svo tek ég líka að mér önnur verk- efni. Nú er dyggðateppið nýlega komið í sölu en það er vélprjónað ullarteppi unnið úr íslenskri ull og framleitt á Íslandi,“ segir Marý en hún hefur hugsað sér að allar þær hugmyndir sem finna má á heima- síðu hennar, www.mary.is, hafi möguleika á að fara í framleiðslu. hrefna@frettabladid.is Húllahringir og rólufjör ● Marý er vöruhönnuður og útskrifaðist úr Listaháskólanum í júní á þessu ári. Hún hannaði skemmtilegan stól í skólanum. Stóllinn minnir á gleði, fjör og notalegheit æskuáranna en Marý segir að húllahringir og róluferðir hafi verið sér ofarlega í huga þegar hún minntist æskuáranna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● MINT INC hannaði þessa fallegu salatskál og er til þess gerð að vekja athygli í hvaða matarboði sem er. Skálin er úr háglansandi, hálfgagnsæju gleri og með henni eru salatáhöld úr burstuðu stáli sem eru skemmtilega hönnuð þannig að þau liggja saman og líta út fyrir að vera stór skeið. Skálin er úr tveimur lögum af gleri og er innra lagið hvítt og gefur það henni glæsilegt yfirbragð. Skálin er tilvalin fyrir salat, súpur og pasta og er sér- lega fallegur gripur á borðstofuborðið. hönnun K aupglöðu vinkonum mínum finnst alltaf jafn óþolandi þegar mennirnir þeirra eru að hnýta í ferðir í Epal og IKEA. Á sumum heimilum er þetta svo mikið þrætuepli að það liggur við hjóna- skilnuðum. Þegar þær voru að kvarta yfir þessu um daginn kom ég með það ráð að þær yrðu að fara sér hægar og pródúsera kaupin betur. Þær þyrftu ekk- ert að hætta að sjoppa, þær yrðu bara að vanda sig. Mitt fyrsta ráð var að koma ekki með pokana alla inn í einu því þá bæri minna á kaupunum. Annað ráð var að lauma hlutunum inn að næturlagi og þriðja ráðið var að þykjast vera með varninginn í heimaláni. Það klikkar aldrei og má heimfæra upp á flestöll kaup. Svo benti ég þeim á að kaupglaðar konur þyrftu helst að eiga eigin- menn með athyglisbrest eða menn sem vinna mjög mikið og eru aldrei heima. Þá eru minni líkur á að þeir taki eftir þegar bætist við góss heimilisins. Og svo má benda á að með tímanum lærir maður inn á sinn mann og sér hvað virkar. Heima hjá mér fel ég mig alltaf á bak við það að hluturinn sé ekki nýr – hann hafi bara verið á minna áber- andi stað á heimilinu, niðri í kjallara eða í geymslunni. Í fyrra versnaði þó í því. Þegar fjölskyldan flutti bráðvantaði okkur fleiri borðstofustóla. Þegar ég ræddi það við yfirvaldið varð stemningin eitthvað dræm og hann brást þannig við að nú þyrftum við að spara og þetta væri ekki alveg á „budgetinu“. Ég sá þó fram á að þetta gengi ekki upp því ef einhver kæmi í heim- sókn þyrfti viðkomandi að sitja á gólfinu. Ég tók því á mig rögg, keypti fleiri stóla í viðbót og kom þeim fyrir við borðstofuborðið meðan yfir- valdið var að vinna fyrir reikningunum. Þegar hann kom heim jókst hjartslátturinn því ég var svo hrædd um að hann fattaði þetta með stólana og var búin að setja upp alls kyns leikrit í koll- inum til að bjarga mér út úr þessum aðstæðum. Svo leið tíminn, mánuður eftir mánuð og aldrei minntist hann á stólana. Þegar líða fór að jólum gat ég ekki setið lengur á mér. Ég sá það fyrir mér að ég myndi ekki eiga gleðileg jól ef ég myndi ekki játa glæpinn. Þegar ég loksins létti á hjarta mínu fékk ég mjög óvænt viðbrögð, hann hafði bara ekki tekið eftir neinu. Auk þess mundi hann ekkert eftir umræddu samtali. Nú líður að jólum og aldrei þessu vant er ég með hreinan skjöld og þarf ekki að játa neina glæpastarfsemi. Ætli samviskan hverfi þegar glæpunum fjölgar? Glæpastarfsemi í heimahúsi HEIMILISHALD MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR Með tímanum lærir maður inn á sinn mann og sér hvað virkar. Heima hjá mér fel ég mig alltaf á bak við það að hluturinn sé ekki nýr – hann hafi bara verið á minna áberandi stað á heimilinu, niðrí kjallara eða í geymslunni. 1. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.