Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 63
hús&heimili ●
Í Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur
á tíunda ár verið starfrækt útstill-
ingarbraut. Þar læra nemendur
allt sem þarf til að stílisera og stilla
út, hvort sem er í búðargluggum,
inni í verslunum eða annars staðar
þar sem fagurfræðilegrar kunn-
áttu er þörf. Elísabet Sigurðar-
dóttir er nemandi í útstillingum og
tók sig til ásamt tveimur vinkon-
um sínum, þeim Jóhönnu Jennýju
Bess og Þorbjörgu Svönu Gunn-
arsdóttur, og stillti upp ævintýra-
legu jólaborðhaldi í Grafarvogi.
„Við vorum að leitast eftir því
að hafa þetta frumlegt og öðru-
vísi, með sambland af ævintýra-
blæ, hlýlegheitum og glæsileika,“
segir Elísabet en þær stöllur höfðu
til dæmis lífleg jólahús á borðinu
sem er ekki alvanalegt í jólaborð-
skreytingu. „Ég held að það sé
eitthvað sem geti glatt fullorðna
og ekki síður börnin að hafa slík-
an ævintýrablæ á matarborðinu.
Það er eitthvað heillandi við svona
jólahús,“ segir Elísabet sem telur
að rauði, græni og gyllti liturinn
sé aftur að verða vinsæll í jóla-
skreytingum enda séu þeir gamal-
dags og hlýlegir.
Til að undirbúa jólaborðskreyt-
inguna fóru þær vinkonur í nokkr-
ar verslanir og fengu lánaða vel
valda hluti.
Matardiskar, rauðvínsglös og
karafla eru frá Húsasmiðjunni.Lö-
berar og rauð blóm á diskum eru
frá Sóldís. Servéttur, jólatrés kerti
og jólahúsin með ljósum og spila-
dós eru frá Blómavali. Gylltar
jólakúlur og gyllt snjókorn eru frá
Ikea.
„Hnífapörin eru í einkaeigu og
ein af okkur fékk þessa hugmynd
með hnífapörin ofan á glösunum
frá fínu veitingahúsi á Spáni,“ út-
skýrir Elísabet sem segir ýmsa
möguleika opna fyrir þá sem
ljúka námi sem útstillingahönnuð-
ir. „Það er víða hægt að koma við.
Bæði er hægt að vinna frílans fyrir
fyrirtæki eða gerast fastir starfs-
menn hjá fyrirtækjum á borð við
Ikea og Hagkaup þar sem mikið
er lagt upp úr uppstillingum bæði
í gluggum og inni í verslununum,“
segir Elísabet og tekur fram að ís-
lensk fyrirtæki séu í auknum mæli
að verða opnari fyrir því að notast
við útstillingahönnuði og gera sér
grein fyrir mikilvægi þeirra. - sgi
Ævintýrablær á matarborðinu
● Þrír nemar á útstillingarbraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði skreyttu matarborð á nýstárlegan hátt.
Jólahúsin gleðja bæði börn og fullorðna og gefa jólaborðhaldinu sérstakan blæ.
Hugmyndin að uppstillingu hnífapar-
anna kemur frá erlendu veitingahúsi.
Skreytingar, glös, diskar og annað það
sem sjá má á borðinu var fengið að láni í
ýmsum verslunum.
Útstillingarnemarnir leituðust eftir því að hafa jólaborðið frumlegt og öðruvísi.
Gylltur, rauður og grænn eru klassískir jólalitir, bæði hlýlegir og glæsilegir.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 11