Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 86
50 1. desember 2007 LAUGARDAGUR Árið 1990 var Guðmundur Svavarsson handtekinn fyrir vopnað rán og manndráp ásamt öðrum manni. Hann var þá 28 ára gamall. Hann byrjaði að nota ólögleg fíkniefni þegar hann var fimmtán ára, smám saman jókst neysla hans. Fyrir glæpinn sem hann framdi árið 1990 var hann dæmdur í 20 ára fangelsi í héraðsdómi en Hæstiréttur mildaði refsinguna í 17 ár. Guðmundur segir sig og félaga sinn báða hafa þrætt fyrir þátt sinn í manndrápinu. „En auðvitað vorum við báðir sekir,“ bætir hann við. Guð- mundur var langt því frá að vera fyrirmyndarfangi á Litla- Hrauni í þau ellefu ár og tvo mánuði sem hann dvaldi þar. Þeirri afplánun lauk 2001 og var hann fluttur þá á Vernd þar sem hann átti að dvelja í þrjá mánuði. Þar byrjaði hann aftur í því sem hann kallar bullandi neyslu. „Eftir að hafa verið meira og minna vakandi í tíu mánuði var ég settur inn aftur,“ segir Guðmundur. Á þeim tíma hafði hann framið ýmiss konar afbrot sem hljóðuðu upp á rúmlega árs fangelsisvist en ofan á það bættist skil- orðsbundni dómurinn sem hann hlaut fyrir manndrápið. Honum var því gert að sitja inni í sex ár til viðbótar. „Ég hafði ekki stjórn á einu né neinu, eina markmið mitt hafði verið að halda mig utan fangelsisins en það tókst vitanlega ekki. Þegar ég var aftur kominn inn sá ég að mér leið í raun best lokaður inni með vegginn sem eina vin minn. Það var ekkert í minni fortíð sem sagði annað en ég væri einn af landsins mestu lúserum og handónýt- ur þjóðfélagsþegn,“ segir Guðmundur. Árið 2005 var hann sendur í Krýsuvík. Hann hafði enga trú á að hann ætti einhverja von og leit á för sína sem heppilega hvíld en ekki leið til að verða edrú. „Það sem mér finnst gera Krýsuvík sérstaka er að mér finnst það eini staðurinn þar sem er almennilega unnið eftir 12 spora-kerfinu,“ segir Guðmundur. Hann útskýrir að á staðnum hafi hann lært að upplifa fegurð aftur. Áttað sig á því að lífið er gott. „Ég hafði verið á fallegum stöðum og oft farið í meðferð áður. Ekkert snart mig þó eða fékk mig til að langa að hætta að nota vímuefni fyrr en ég kynntist starfinu í Krýsuvík.“ Frá því að Guðmundur kom úr Krýsuvík hefur hagur hans vænkast verulega. Hann stundar vinnu og sinnir áhugamálum sínum. Hann þarf ekki að rifja ógnvænlega fortíð sína upp. „En ég vil gera það fyrir Krýsuvíkursam- tökin. Fólkið sem að þeim stendur á það inni hjá mér,“ segir hann að lokum og þakkar Sigurlínu Davíðsdóttur, formanni samtakanna, og Lovísu Christiansen fram- kvæmdastjóra sérstaklega fyrir allt það sem þær gerðu fyrir hann. FÍKNIN LEIDDI TIL MANNDRÁPS Fólkið sem leitar til Krýsuvíkur hefur flest glímt við gríðarleg- an sársauka í lífinu. Þorgeir Ólason, for- stöðumaður í Krýsuvík, aðstoðar fólkið við að komast út í lífið á ný. Þ egar núverandi stjórn Krýsuvíkur- samtakanna tók við rekstri meðferðar- heimilisins árið 1996 var fjárhagurinn mjög bágborinn, skuldirnar mikl- ar og framtíð heimilisins leit ekki vel út. Í byrjun næsta árs voru fjárveitingar hins opinbera til stofnunarinnar að mestu uppurn- ar, leitað var að fé sem duga myndi út árið til að halda rekstrinum gangandi þótt skuldirnar væru á bilinu 70 til 80 milljónir. Ekkert fjármagn var eftir til að greiða starfsmönnum laun. Það var þá sem Þorgeir Ólason, núverandi forstöðumaður, var ráðinn. „Ég var að jafna mig eftir mótorhjólaslys og hafði því verið frá vinnu. Ég hafði sjálfur glímt við fíkn og fannst ég þurfa að launa þá hjálp sem ég hafði feng- ið á sínum tíma til baka,“ segir Þorgeir en hann tók við stöðu ráð- gjafa á heimilinu launalaust árið 1997 og ætlaði aðeins að staldra við í nokkrar vikur. „En hér er ég enn,“ segir hann og kímir enda ellefu ár síðan hann tók tíma- bundnu stöðunni og margt breyst til batnaðar á þeim tíma og hagur hans vænkast. Skuldir samtakanna hafa nú að miklum hluta verið greiddar og einungis þriðjungur eftir af upp- runalegu upphæðinni. Venjulega koma þangað um það bil 60 til 70 manns í meðferð árlega og þykir árangurinn af því starfi sem þar er rekið góður. Unnið er eftir tólf spora aðferð AA-samtakanna og reynt að hafa alla ráðgjöf mjög einstaklings- miðaða. Það sem sker meðferðarstofn- un Krýsuvíkursamtakanna úr þeim úrræðum sem í boði eru er að þar er veitt langtímameðferð. Lágmarkstími sem fólki er ætl- aður til að vinna úr sínum málum innan samtakanna er hálft ár. Þriðjungur vistmanna dvelur svo lengi á staðnum og telst það gott hlutfall miðað við hve langt leiddir einstaklingar koma þar í meðferð. „Við tökum við fólki sem er mjög langt leitt og hefur yfirleitt farið í fjölda meðferða áður en það kemur til okkar. Hingað kemur oftast fólk sem hefur glímt við gríðarlegan sársauka í lífinu, hefur ekki fengið gott upp- eldi, eða skólagöngu, ekki átt öruggt heimili í langan tíma, ef nokkurn tímann, og það segir sig sjálft að það þarf að leiðbeina því með svo margt áður en það getur fótað sig í samfélaginu,“ segir Þorgeir. Hann útskýrir því næst að þótt samtökin séu staðsett fjarri umferð og þjónustu til að fólk geti fengið frið til að jafna sig séu bæjarferðir tíðar. Þær séu nauðsynlegur liður í því að kenna fólki að ná tökum á til- verunni. „Við felum fólki ýmis verkefni í bæjarferðunum, þau geta verið allt frá því að kaupa sér sokka sjálft og upp í að biðja það fólk sem það hefur sært afsökunar og gera upp fortíð sína,“ segir hann. Þá hafa vistmenn í Krýsuvík einnig tækifæri til að stunda nám á framhaldsskólastigi á heimil- inu. Þorgeir segir Menntaskólann í Kópavogi hafa útbúið metnaðar- fulla námskrá með hag skjól- stæðinga samtakanna í huga. „Það hefur komið fyrir að hingað hefur komið fólk sem ekki hefur verið læst, það er þó vissulega óalgengt. Flestir af þeim einstaklingum sem hingað koma hafa þó hlotið mjög takmarkaða skólagöngu og við teljum stóran þátt í sjálf- styrkingu felast í því að finna styrkleika þeirra í einhvers konar námi. Við viljum að hér finni fólk sér áhugamál svo það geti leitað í það þegar það kemur út,“ segir Þorgeir sem telur ekki vænlegt að segja fólki aðeins að hætta að drekka eða dópa ef það hefur ekki áttað sig á því að lífið býður upp á svo margt annað en það. FORSTÖÐUMAÐURINN Í KRÝSUVÍK Þorgeir Ólason hóf að vinna launalaust í Krýsuvík árið 1997. Hann hefur sjálfur glímt við fíkn og fannst hann þurfa að launa þá hjálp sem hann fékk á sínum tíma. Þorgeir segir árangur meðferðarinnar góðan því þriðjungur vistmanna dvelji á staðnum í hálft ár og það teljist gott hlutfall í meðferðargeiranum. KRÝSUVÍK HELDUR UTAN UM FÓLK Mesta heillaspor Krýsuvíkursam- takanna segir Lovísa Christians- en, framkvæmdastjóri þeirra, hafa verið samvinna við samtökin Stígamót en það hófst í ársbyrjun 2005. „Í fyrstu var ákveðið að fólki væri frjálst að sækja ráðgjöf hjá okkur en það kom í ljós að við náðum ekki til allra, þar sem sumir vildu ekki láta það spyrjast út að þeir hefðu leitað til okkar Stíga- mótakvenna,“ segir Thelma Ásdís- ardóttir, ráðgjafi Stígamóta, en hún og Þórunn Þórarinsdóttir sem einnig starfar hjá samtökunum hafa nú farið vikulega í Krýsuvík í tæp þrjú ár. „Síðar var ákveðið að gera hluti af meðferðinni yrði að allir myndu mæta í einn tíma hjá okkur, hvort sem fólki taldi sig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða ekki. Við það voru allir settir undir sama hatt og fólk átti auðveldara með að tjá sig,“ útskýrir hún. Thelma segir að mjög fljótlega hafi komið í ljós að margir í Krýsu- vík höfðu orðið fyrir kynferðisof- beldi eða einelti, hvort sem það voru konur eða karlar. „Við höfum ekki tekið töluna nákvæmlega saman en mér reiknast til að mun meira en helmingur þess fólks sem þar fer í meðferð hafi orðið fyrir einhvers konar kynferðisof- beldi á lífsleiðinni. Við höfum nú veitt þjónustu þarna í þrjú ár og fjöldinn allur af fólki komið til okkar í viðtöl. Eftir kynni mín af þessu starfi sé ég hvað er mikilvægt að fólk sem hefur orðið fyrir jafn sársauka- fullri reynslu og kynferðisofbeldi geri hlutina upp ef það er glíma við fíkn,“ segir Thelma. Hún segir þá miklu sérstöðu sem samtökin hafa markað sér vera að þar er tekið á öllum málefnum einstakl- inga sem eiga í vanda og sífellt sé verið að endurskoða starfið með því markmiði að gera fólki auð- veldara að ná tökum á lífi sínu. „Það er magnað að sjá hvernig Krýsuvík heldur utan um fólk, veitir því sjálfsvirðingu á ný og skilar því aftur út í samfélagið sem betra fólki,“ segir Thelma. Meðferð fyrir erfiðasta fólkið THELMA ÁSDÍSARDÓTTIR Segir meira en helming fólksins í meðferð hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lifsleiðinni. FRAMHALD AF SÍÐU 49 LOVÍSA CHRISTIANSEN Segir það mikið heillaspor að hafa hafið samvinnu við Stíga- mót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.