Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 106
1. desember 2007 LAUGARDAGUR
Jólafastan er um flest
undarlegur tími. Í senn
færist spenna og slaki í sam-
félagið. Félagslífið breytist,
skólahald raskast. Og þá
fara á kreik vættir sem láta
okkur annars í friði. Leik-
húsfólk virðist þessi jólin
ætla að láta til sín taka.
Margar jólasýningar verða
á boðstólum um landið
næstu vikur.
Sú fyrsta er reyndar komin á fja-
lirnar og er að því leyti sérstök að
þar fara börn með hlutverkin:
María - asninn og gjaldkerarnir
eftir Erlu Ruth Harðardóttur var
frumsýnd í Borgarleikhúsinu fyrir
skömmu og heldur sýningum áfram
inn í jólaföstuna: þar er fjallað um
krakka í unglingadeild sem fengið
er það verkefni að setja upp sjálfan
helgileikinn.
Í Þjóðleikhúsinu er líka á boðstól-
um jólasýning, Leitin að jólunum
eftir Þorvald Þorsteinsson er þar
sýnd þriðja árið í röð. Tveir skrýtnir
og skemmtilegir náungar taka á
móti litlum leikhúsgestum og fylgd-
arliði í anddyri Þjóðleikhússins og
eru tveir hljóðfæraleikarar með í
för.
Dag hvern kl. 12.34 verður opn-
aður einn gluggi í jóladagatali Nor-
ræna hússins. Hver gluggi hefur
einhverja óvænta lifandi uppák-
omu að geyma. Það má þó ljóstra
því upp að uppákomurnar eru ekki
af verri endanum, margir af okkar
vinsælustu listamönnum. Að auki
eru sérstakar uppákomur um helg-
ar fyrir börn þar sem lesnar verða
jólasögur og sungin jólalög.
Skemmtihúsið við Laufásveg
hefur ekki verið nýtt til sýningar-
halds um nokkra hríð en hinn 1.
desember verður þar frumsýnt
glænýtt, íslenskt jólaleikrit með
söngvum: „Lápur, Skrápur og jóla-
skapið“. Verkið fjallar um tvo
Grýlusyni, þá Láp og Skráp, en þeir
eru einu tröllabörnin í Grýluhelli
sem hafa ekki enn komist í jóla-
skap. Grýla mamma þeirra rekur
þá því af stað úr hellinum og bann-
ar þeim að koma þangað aftur fyrr
en þeir eru búnir að finna jólaskap-
ið.
Jólasýning leikhópsins Á sen-
unni, Ævintýrið um Augastein,
verður sýnd í Hafnarfjarðarleik-
húsinu í desember. Það byggist á
hinni sígildu sögu um Grýlu og jóla-
sveinana en sagan um litla dreng-
inn, sem nefndur er Augasteinn,
verður miðpunktur leikritsins.
Augasteinn lendir fyrir tilviljun í
höndum hinna hrekkjóttu jóla-
sveina.
Fjölskyldusýningin Þú ert nú
meiri jólasveinninn verður frum-
sýnd hjá LA á morgun. Hér birtist
leikarinn, tenórinn, heimsmaður-
inn og eineltisbarnið Stúfur eins og
við höfum aldrei séð hann áður;
geislandi af hæfileikum og sprell-
fjörugur. Hann segir áhorfendum
sannar sögur af sjálfum sér í bland
við frumsamin krassandi ævintýri
sem ættu að gleðja alla, jafnvel
hina geðvondu og sípirruðu móður
listamannsins, sjálfa Grýlu.
pbb@frettabladid.is.
Foreldrar með
samviskubit
Allt í plati!
Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn
Frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna!
Kíkið í heimsókn til Málfríðar, Mömmu hennar,
Kuggs og Mosa litla
Þetta vilja börnin sjá
Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum 2007
Hver hlýtur Dimmalimm-verðlaunin í ár?
Verið velkomin á verðlaunaafhendinguna 6. des kl. 20
Einn og átta
Handgerðir jólasveinar, Grýla og Leppalúði
Verið velkomin á opnun sýningar
Sunnu Emanúelsdóttur í Kaffi Bergi fimmtudaginn
6. des kl. 21 Hljómsveitin Tepokinn spilar fyrir gesti!
Málverkasýning Togga
Alþýðulistamaðurinn Þorgrímur Kristmundsson sýnir
landslagsmálverk unnin í olíu og vatnslit í Boganum
Listamaðurinn tekur á móti gestum um helgina!
Sýningarnar standa til 13. janúar og eru opnar virka daga frá 11-17
og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700.
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Aðventan í Norræna húsinu
Norræna húsið býður gestum sínum upp á notalega aðventu.
Norræn jólastemning mun ríkja í húsinu og boðið verður upp
á fjölbreytta dagskrá:
Lifandi jóladagatal í desember kl.
Daglega frá og með 1. desember kl. 12:34 verður opnaður einn gluggi í
jóladagatali Norræna hússins. Hver gluggi hefur að geyma einhverja
óvænta og lifandi uppákomu.
Bókasafnið.
Dagskrá verður fyrir börn þrjár fyrstu helgarnar í desember kl. 13.00.
María Pálsdóttir leikkona og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og
tónlistarmaður - Norskur og íslenskur barnakór - Strengjaleikhúsið undir
stjórn Messíönu Tómasdóttur
Jólahlaðborð í Alvar A – matur og drykkur.
Allar helgar í desember verður boðið upp á norrænt jólahlaðborð í
hádeginu. Danski matreiðslumaðurinn Mads Holm galdrar fram girnilegar
norrænar jólakræsingar.
Jólamarkaður.
Hönnunar- og handverksmarkaður verður í sýningarsal í kjallara hússins
þrjár fyrstu helgarnar í desember kl. 12:00-17:00. Fjölmargir íslenskir
hönnuðir og handverksmenn.
Jólaglögg og léttar veitingar verða seldar á staðnum.
Sjá nánari dagskrá á
Enginn aðgangseyrir er að aðventudagskránni.
12:34
www.nordice.is
Norræna húsið Sturlugötu 5 sími 551 7030 www.nordice.is
MegasÓlöf Arnalds
Dari Dari Dance Company
Ljósmyndasýningin
Andvarp
Ingibjörg Guðjónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
Gunnar Kvaran
Fimm í tangó
Andrea HörðurBrynhildur
Vox Borealis
Stutt
mynd
in
“Kau
pæði
”
Silk Ro
ad Dan
ce Com
pany
Knut Schöning
Reykjavík!
Myrra Lei
fsdóttir
Herdís Anna Jónsdóttir
Steff van Oosterhout Mads Holm
Mugison
Egill Ólafsson
Jónas Þórir
Strengjaleikhúsið
Bergsteinn Ásbjörnsson
Rökkurró
Sello
Stína
16
21
2
24
19
18 13
12
10
22
7
6
4
8
3
11
1
20
514 17
9
23
Kira Kira
LEIKLIST Lápur og Skrápur eru sestir
að í Skemmtihúsinu á móti ameríska
sendiráðinu. Nú er bara að sjá hvað
hinum bandaríska Kláusi þykir um
samkeppnina.
LEIKLIST Margt er í boði fyrir börn á
aðventunni í leikhúsum landsins. Auga-
steinn kemur aftur til sögunnar og er nú
í Hafnarfirðinum.