Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 110

Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 110
74 1. desember 2007 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Mikið er ég fegin að maður sér loks rigninguna kveðja og frost festast á jörðu. Mér finnst svo skemmtilegt að finna fyrir smá kulda og stillu, þegar andardrátturinn frýs, stjörnurnar skína rétt fyrir hádegi og það glitrar á göturnar. Að dúða sig upp í fallegar peysur og kápur og húfur, þykka ullarsokka og trefla og hanska. Allt með þeim tilgangi að vera rækilega hlýtt, enda er fátt minna töff en að ganga um á bol eða berleggjaður skjálfandi úr kulda. Hlýjar peysur ásamt fallegum þykkum ullarsokkabuxum eru svo án efa einn þægilegasti klæðnaður sem um getur, sérstaklega fyrir kuldaskræfur eins og mig. En ó, hvað ég vildi stundum að það væri til eitt stykki Marks og Spencers búð í Reykjavík þar sem hægt væri að kaupa fimm peysur úr dúnmjúkri kasmírull án þess að fara á hausinn. Ég er með algjört æði fyrir þessu unaðslega efni. Kasmírull er nefnilega eina prjónaefnið sem maður getur verið í án þess að vera í neinu undir. Hún stingur ekki, mann klæjar ekki undan henni og hún fær mann ekki til að hnerra. Fyrir þá sem halda ef til vill að kasmírull sé unnin úr einhverri nýrri tegund sílikonþráða þá get ég upplýst ykkur um að þessi lúxusvara kemur undan maganum á kasmírgeitinni sem á heima á Indlandi, í Tíbet og í Mongólíu. Hún var auðvitað mjög vandfundin fyrr á öldum og öðlaðist frægð þegar Napóleon Frakklandskeisari gaf síðari konu sinni, Evgeníu prinsessu, heil sautján sjöl úr ullinni. Kasmírpeysum skaut svo aftur upp á hátind vinsældanna þegar leikkonan heimsfræga Lana Turner skartaði níðþröngri kasmírpeysu í kvikmynd frá 1937 sem hét „They won‘t forget“. Úr varð tíska sem kallaðist „ Sweater-girl“ tískan sem snerist einfaldlega um brjóstgóðar kynbombur í þröngum peysum og myndir af þeim yljuðu mörgum hermanninum á köldum stríðsvetr- um. (Oftast gengu þær þó í oddhvössum og fráhrindandi brjóstahöldur- um undir). En hvar er best að finna kasmírull á klakanum? Eflaust fæst hún í ýmsum útgáfum í dýrustu tískuverslunum Reykjavíkur. En það er reyndar eitt snilldartrix: að skreppa í eina af „vintage“ búðum Reykjavíkur og sjá hvaða kasmírgersemar gætu leynst þar. Peysur sérstaklega frá sjötta áratugnum voru til dæmis ægilega fagrar í sniðinu og oft bróderaðar með alls kyns skrauti og perlum. Sem sagt stúlkur, peysur eru sexí og hlýjar, alveg eins og við í vetur. Verðum peysustelpur í vetur Nú þegar veturinn er skollinn á er vert að skoða hvað tískuhönnuðir gerðu við prjónafötin í vetur. Stór- ar, síðar peysur eru áfram í tísku eins og undanfarinn vetur og Stella McCartney sló í gegn með ísbjarnarpeysunni sinni sem minnir dálítið á hina íslensku lopapeysu. Prjónaföt voru þægi- leg og sportleg hjá McCartney, eitursvöl og þröng hjá Burberry Prorsum og Richard Chai blandaði saman grófum peysum og fínleg- um kjólum. Það er því af nógum innblæstri að taka í desember- frostinu þar sem peysur eru greinilega málið, í litum eins og svörtu, hvítu, gráu og fjólubláu. Hlýtt, notalegt og sexý ÞÆGILEGT OG SVALT Flott grátt prjónadress frá Stellu McCartney. VÍÐ OG SEXÝ Falleg vetrarhvít prjónapeysa yfir fínan kvöldkjól frá bandaríska hönnuðinum Richard Chai APRÉS-SKI FÍLING- UR Risastór grá „lopapeysa“ með skemmti- legu mynstri frá Stellu McCartney ÚTIVISTAR- LEGT Smart grátt prjónavesti með belti setur punkt- inn yfir i-ið. Frá Richard Chai. KYNÞOKKAFULLT Ofurfyrirsætan Daria Werbowy í fallegri næfurþunnri prjónapeysu frá Stellu McCartney DÖMULEGT Fölblár prjónakjóll frá hátísku- sýningu Chanel hannaður af Karl Lagerfeld. PLÓMULITAÐ Æðisleg hneppt, þröng peysa við húfu, belti og hanska frá Burberry Prorsum. FRAMÚR- STEFNULEGT Þessi prjónakjóll frá Gareth Pugh er nýstárleg útfærsla á peysunni. ...Rokkaralega ökklaskó með sem- elíusteinum frá SAND í Kringlunni. > VIKTOR & ROLF hafa hannað einar flottustu ferðatöskur sem um getur í samstarfi við Samsonite Black Label. Línan inniheldur „beauty“ box og veski fyrir brottfararspjald. NÆRFATARISINN Agent Provocateur ætla að færa út kvíarnar og fjölga búðum úr 36 í 100. „ Það er svo mikill fjöldi nýrra markaða sem við ætlum að herja á,“ segir Gary Hogarth, nýr markaðsstjóri. Kannski Ísland sé næst á kortinu? Áhugasamir skrái sig hjá Dóru Hafsteinsdóttur, kynningarfulltrúa Þjóðleikhússins (dora@leikhusid.is) í síðasta lagi 4.desember. www.leikhusid.is Opin söngprufa fyrir nýjan söngleik, Ástin er diskó, lífið er pönk, fer fram í húsakynnum Reykjavík Studios að Nýbýlavegi 8 (Dalbrekku megin) fimmtudaginn 6. desember nk. kl. 19. Leitað er að ungum karlmönnum (18-30 ára) sem geta leikið og sungið. Söngleikurinn er eftir Hallgrím Helgason og verður sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á komandi vori í leikstjórn Gunnars Helga- sonar. Tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Lögin sem flytja á í prufunni eru Hiroshima (Bubbi og Utangarðs- menn), Vetrarsól (Bó Hall) og Diskó Friskó (e. St. S. Stefánsson). Ekki er verra ef viðkomandi geta leikið á hljóðfæri en það er ekki skilyrði. Hljóðfæri verða á staðnum ef menn vilja leika undir eigin söng. Sviðsreynsla er æskileg en alls ekki skilyrði. „ …dauðinn situr á atómbombu“ ...Dásamlegan kjól í 30‘s stíl frá SAND, Kringlunni. ...Fagran og fornlegan rebbakraga frá SPÚÚTNIK í Kringlunni. OKKUR LANGAR Í …
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.